Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir.
Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu.
Lög í þrengri merkingu má f...
Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. alda...
Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum.
...
Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar.
Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“
Vafamál getur ...
Tvær meginskilgreiningar eru til á lagahugtakinu, annars vegar lög í þrengri merkingu og hins vegar lög í rýmri merkingu. Þegar talað er um lög í þrengri merkingu er eingöngu átt við lög sem koma frá Alþingi og forseti Íslands og ráðherrar undirrita. Undir þá skilgreiningu falla lög frá Alþingi, stjórnarskráin og ...
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex).
Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-...
Ef ákvæði almennra laga stangast á við ákvæði stjórnarskrár gildir ákvæði almennu laganna ekki, enda má Alþingi ekki setja lög sem stangast á við ákvæði stjórnarskrár.
Telji dómstóll að ákvæði almennra laga gangi gegn ákvæði stjórnarskrár er ákvæði almennu laganna einfaldlega virt að vettugi og ekki beitt við ...
Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...
Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvernig eru lögin um lausagöngu og hirðingu búfjár og hvenær tóku þau gildi? Og hver eru viðurlögin við brotum á þeim?
Um það sem hér er spurt gilda lög um búfjárhald og lög um velferð dýra. Þessi lög tóku bæði gildi 1. janúar 2014 og komu í stað eldri laga um sama efni.
...
Almenn lög eru þau sem Alþingi setur og taka gildi við undirritun forseta Íslands, þau eru í rauninni hefðbundin lög. Almennum lögum er svo skipt upp í almenn lög og sérlög eftir því hversu rúmt eða afmarkað gildissvið þau hafa. Sérlög fjalla sérstaklega um tiltekið og afmarkað (þröngt) efni, andstætt almennum lög...
Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars:
Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil.
Það er því bannað með lögum að ganga...
Hér koma ýmis lög til greina og svarið við spurningunni fer meðal annars eftir því við hvað er miðað. Hægt er að meta lengd lagabálka með hliðsjón af greinarfjölda laganna og einnig blaðsíðufjölda þeirra, þá kemur líka til skoðunar hvort viðaukar og fylgiskjöl séu talin með eða ekki.
Sé miðað við fjölda greina ...
Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi.
Leigjandi má ekki hefða jörðina sem han...
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk:
Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein).
Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein).
Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein).
Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!