Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Geta reglugerðir stangast á við lög? Hvort gildir þá reglugerðin eða lögin?

Magnús Viðar Skúlason

Tvær meginskilgreiningar eru til á lagahugtakinu, annars vegar lög í þrengri merkingu og hins vegar lög í rýmri merkingu. Þegar talað er um lög í þrengri merkingu er eingöngu átt við lög sem koma frá Alþingi og forseti Íslands og ráðherrar undirrita. Undir þá skilgreiningu falla lög frá Alþingi, stjórnarskráin og bráðabirgðalög. Þegar hins vegar er rætt um lög í rýmri merkingu bætast við þessa upptalningu reglugerðir frá hinum ýmsu stjórnvaldshöfum, oftast nær ráðuneytum, þar sem kveðið er nánar á um ýmsar framkvæmdir á löggjöf og ítarlegri reglur um ýmis atriði. Reglugerðir hafa í rauninni sömu stöðu og almenn lög sem koma frá Alþingi.

Ástæðan þess að lagasetningarvald er framselt á þennan hátt er að oftast nær er talið að það auðveldi stjórnsýslu að fela aðilum með sérfræðikunnáttu á viðkomandi sviði, eins og til dæmis ráðherra og ráðuneyti, að setja nánari reglur um lögákveðna hluti. Ef Alþingi væri eini aðilinn sem setti reglur um alla hluti hér landi myndu hlutirnir ganga hægar fyrir sig og afgreiðsla á málum myndi tefjast umtalsvert. Þess vegna hefur það verið talið ávinningur að fela sérfræðiaðilum að setja nánari og ítarlegri reglur, enda gerir Alþingi oftast nær ráð fyrir því.

Hins vegar getur ráðherra ekki tekið upp á því upp á sitt eindæmi að semja reglugerð um einhvern hlut. Reglugerð verður að eiga sér stoð í þeim lögum sem hún á að vera til fyllingar. Ef reglugerð er sett án beinnar stoðar í lögum er hún ekki gild og er þá um að ræða svokallaða valdþurrð, þegar ráðherra fer út fyrir sitt vald. Einnig má ekki setja reglugerð um hlut sem nú þegar er lögákveðinn. Ef slíkt kæmi fyrir léki enginn vafi á því að lögin, almenn lög frá Alþingi, væru rétthærri reglugerðin. Hins vegar leikur oftast nær einhver vafi á því hvort um slíkt sé að ræða.

Einnig er óheimilt að setja reglur um ákveðna hluti öðruvísi en með lögum og má þar til dæmis nefna nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar þar sem taldir eru upp hlutir sem verða að vera lögákveðnir. Dæmi um það er 40. gr. sem fjallar um skattlagningu og 75. gr. um atvinnufrelsi. Ef sett yrði reglugerð um eitthvað sem kveðið er á um í þessum greinum myndi hún ekki eiga neina lagastoð og væri ekki gild.

Meginreglan um samspil reglugerða og laga er skýr; ef reglugerðin stangast á við lögin þá gilda lögin fram yfir reglugerðina. Ekki er heldur hægt að setja reglugerð um þá hluti sem nú þegar er kveðið á um með lögum og ekki má setja reglugerð um þá hluti sem skylt er að setja lög um.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

1.2.2001

Spyrjandi

Sigurður Arnarson

Efnisorð

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Geta reglugerðir stangast á við lög? Hvort gildir þá reglugerðin eða lögin? “ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2001. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1313.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 1. febrúar). Geta reglugerðir stangast á við lög? Hvort gildir þá reglugerðin eða lögin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1313

Magnús Viðar Skúlason. „Geta reglugerðir stangast á við lög? Hvort gildir þá reglugerðin eða lögin? “ Vísindavefurinn. 1. feb. 2001. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta reglugerðir stangast á við lög? Hvort gildir þá reglugerðin eða lögin?
Tvær meginskilgreiningar eru til á lagahugtakinu, annars vegar lög í þrengri merkingu og hins vegar lög í rýmri merkingu. Þegar talað er um lög í þrengri merkingu er eingöngu átt við lög sem koma frá Alþingi og forseti Íslands og ráðherrar undirrita. Undir þá skilgreiningu falla lög frá Alþingi, stjórnarskráin og bráðabirgðalög. Þegar hins vegar er rætt um lög í rýmri merkingu bætast við þessa upptalningu reglugerðir frá hinum ýmsu stjórnvaldshöfum, oftast nær ráðuneytum, þar sem kveðið er nánar á um ýmsar framkvæmdir á löggjöf og ítarlegri reglur um ýmis atriði. Reglugerðir hafa í rauninni sömu stöðu og almenn lög sem koma frá Alþingi.

Ástæðan þess að lagasetningarvald er framselt á þennan hátt er að oftast nær er talið að það auðveldi stjórnsýslu að fela aðilum með sérfræðikunnáttu á viðkomandi sviði, eins og til dæmis ráðherra og ráðuneyti, að setja nánari reglur um lögákveðna hluti. Ef Alþingi væri eini aðilinn sem setti reglur um alla hluti hér landi myndu hlutirnir ganga hægar fyrir sig og afgreiðsla á málum myndi tefjast umtalsvert. Þess vegna hefur það verið talið ávinningur að fela sérfræðiaðilum að setja nánari og ítarlegri reglur, enda gerir Alþingi oftast nær ráð fyrir því.

Hins vegar getur ráðherra ekki tekið upp á því upp á sitt eindæmi að semja reglugerð um einhvern hlut. Reglugerð verður að eiga sér stoð í þeim lögum sem hún á að vera til fyllingar. Ef reglugerð er sett án beinnar stoðar í lögum er hún ekki gild og er þá um að ræða svokallaða valdþurrð, þegar ráðherra fer út fyrir sitt vald. Einnig má ekki setja reglugerð um hlut sem nú þegar er lögákveðinn. Ef slíkt kæmi fyrir léki enginn vafi á því að lögin, almenn lög frá Alþingi, væru rétthærri reglugerðin. Hins vegar leikur oftast nær einhver vafi á því hvort um slíkt sé að ræða.

Einnig er óheimilt að setja reglur um ákveðna hluti öðruvísi en með lögum og má þar til dæmis nefna nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar þar sem taldir eru upp hlutir sem verða að vera lögákveðnir. Dæmi um það er 40. gr. sem fjallar um skattlagningu og 75. gr. um atvinnufrelsi. Ef sett yrði reglugerð um eitthvað sem kveðið er á um í þessum greinum myndi hún ekki eiga neina lagastoð og væri ekki gild.

Meginreglan um samspil reglugerða og laga er skýr; ef reglugerðin stangast á við lögin þá gilda lögin fram yfir reglugerðina. Ekki er heldur hægt að setja reglugerð um þá hluti sem nú þegar er kveðið á um með lögum og ekki má setja reglugerð um þá hluti sem skylt er að setja lög um....