Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?

EDS

Um innflutning dýra, þar með talið fugla, er fjallað í lögum nr. 54/1990. Í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.“ Í reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis er nánar fjallað um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá leyfi til að flytja inn dýr, þar með talið búrfugla.



Til þess að flytja inn fugla þarf sérstakt leyfi landbúnaðarráðherra, auk þess sem uppfylla þarf ýmis skilyrði.

Á vef Matvælastofnunar er fjallað um hvernig eigi að bera sig að ef menn vilja flytja inn búrfugla. Þar kemur fram að innflutningur þeirra er óheimill nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra og uppfylltum skilyrðum áðurnefndrar reglugerðar. Þar er jafnframt að finna umsóknareyðublað um innflutning og upplýsingar um hvaða gagna þarf að afla til þess að af innflutningi geti orðið.

Áhugasamir um innflutning fugla geta kynnt sér efnið nánar á vef Matvælastofnunarinnar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Life123. Sótt 14.10.2010.

Höfundur

Útgáfudagur

27.10.2010

Spyrjandi

Þorsteinn Muni Jakobsson, f. 1998

Tilvísun

EDS. „Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?“ Vísindavefurinn, 27. október 2010, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56973.

EDS. (2010, 27. október). Hvaða lög fjalla um innflutning fugla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56973

EDS. „Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2010. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56973>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?
Um innflutning dýra, þar með talið fugla, er fjallað í lögum nr. 54/1990. Í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.“ Í reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis er nánar fjallað um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá leyfi til að flytja inn dýr, þar með talið búrfugla.



Til þess að flytja inn fugla þarf sérstakt leyfi landbúnaðarráðherra, auk þess sem uppfylla þarf ýmis skilyrði.

Á vef Matvælastofnunar er fjallað um hvernig eigi að bera sig að ef menn vilja flytja inn búrfugla. Þar kemur fram að innflutningur þeirra er óheimill nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra og uppfylltum skilyrðum áðurnefndrar reglugerðar. Þar er jafnframt að finna umsóknareyðublað um innflutning og upplýsingar um hvaða gagna þarf að afla til þess að af innflutningi geti orðið.

Áhugasamir um innflutning fugla geta kynnt sér efnið nánar á vef Matvælastofnunarinnar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Life123. Sótt 14.10.2010....