Fyrir fáeinum árum hafnaði landbúnaðarráðherra umsókn um leyfi til að flytja íkorna til landsins. Rökin fyrir synjun voru aðallega þau að líklegt þótti að íkornarnir gætu sloppið út í íslenska náttúru. Ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar breytingar á vistkerfinu. Einnig þótti líklegt að íkornarnir bæru með sér smitefni sem eru skaðleg íslenskum dýrum
Nefnd á vegum yfirdýralæknis taldi að íkornar gætu haslað sér völl í íslenskri náttúru. Þetta ætti sérstaklega við um norðlægar tegundir eins og rauð- og gráíkorna.
Rauðíkorni (Sciurus vulgaris).
Íslenskir vetrarkuldar ættu ekki að vera þessum tegundum nein hindrun, enda lifa þær í barrskógum Evrasíu og Norður-Ameríku þar sem frost getur orðið mun meira en hér á landi. Íkornarnir gera sér yfirleitt hreiðurholur í þroskuðum trjám þar sem aðgengi að fæðu er nægt. Helsta fæða þeirra eru ýmsar tegundir fræja, akörn og hnetur. Íkornarnir leggja sér einnig til munns ýmsar tegundir sveppa, fuglsegg og jurtir. Yfir sumartímann og á haustin safna þeir upp vetrarforða sem þeir grafa í holur ofan í jörðu eða fela í trjám.
Á vorin þegar sinna þarf ungviðinu, þurfa rauðíkornar um 80 grömm af fæðu á dag. Á veturna, þegar þeir hafa hægt um sig, éta þeir hins vegar aðeins rétt um 35 grömm daglega.
Fleiri svör um tengd efni:
"Ráðherra hafnar innflutningi lamadýra og strúta." Morgunblaðið, 14. júlí 2004.
Moiller, H. 1983. "Foods and foraging behavior of red (Sciurus vulgaris) and gray (Sciurus carolinensis) squirrels". Mammal Review. 13:81-98.
Nowak, R.M. 1991. Walker's Mammals of the World. 5. útg. The Johns Hopkins University Press, Baltimore. Parker, S.P. 1990. Grzimek's Encyclopedia of Mammals, II. bindi. McGraw-Hill Publishing Co. NY.
Jón Már Halldórsson. „Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2007. Sótt 23. janúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=6702.
Jón Már Halldórsson. (2007, 27. júní). Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6702
Jón Már Halldórsson. „Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2007. Vefsíða. 23. jan. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6702>.
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!