Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn.

Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spendýrafánu landsins: tófa (Alopex lagopus), húsamús (Mus musculus), hagamús (Apodemus sylvaticus), brúnrotta (Rattus norvegicus), minkur (Mustela vison) og hreindýr (Rangifer tarandus). Auk þessara tegunda hafa kanínur náð að fjölga sér og lifa af í náttúrunni en þær eru ekki taldar hluti af spendýrafánu landsins. Af þessum tegundum er það aðeins refurinn sem lifði hér við landnám, aðrar tegundir hafa borist til landsins með fólki, ýmist óvart eða viljandi.

Rauðíkorni (Sciurus vulgaris) lifir um alla norðanverða Evrasíu og gæti mögulega þrifist á Íslandi. Hins vegar er ekki leyfilegt að flytja íkorna til landsins.

Íkornar eru vel þekkt meginlandsspendýr, bæði í Evrasíu og Norður-Ameríku þar sem þeir eru mjög algengir. Rauðíkorni (Sciurus vulgaris) lifir um alla norðanverða Evrasíu og gráíkorni (Sciurus carolinensis) finnst um austanverð Bandaríkin. Þetta eru þær tegundir sem líklegastar væru til að nema hér land og spjara sig í skóglendi á Íslandi.

Afar ólíklegt er þó að þessir íkornar geti borist til landsins af eigin rammleik. Þau landdýr sem hafa numið hér land (spendýr og önnur dýr) án tilstuðlan manna, hafa annað hvort borist með lagnaðarís á ísaldartímum eða með vindi og jafnvel fuglum en slíkt telst vart mögulegt þegar spendýr eiga í hlut. Koma íkorna hingað með lagnaðarís er afar fjarlægur möguleiki þar sem þeir lifa í skóglendi, til dæmis í Skandinavíu sem er vel sunnan við þau svæði þar sem lagnaðarís myndast. Þess má geta að íkornar finnast ekki á Grænlandi af sömu sökum.

Hvað varðar innflutning íkorna til landsins þá hefur ekki fengist leyfi til þess eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands? Meginrökin eru þau að líklega gætu íkornarnir sloppið út í íslenska náttúru og ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar breytingar á vistkerfinu. Einnig er líklegt að íkornar geti borið með sér smitefni sem eru skaðleg íslenskum dýrum.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er íkorni á Íslandi? Ef svo, hvar er hann á landinu? Ef ekki, af hverju er hann ekki hér?
  • Gætu íkornar lifað í náttúru íslands?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.5.2024

Spyrjandi

Stefán Stefánsson, Ívar Gunnrúnarson, Atli Bent Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2024, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85809.

Jón Már Halldórsson. (2024, 22. maí). Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85809

Jón Már Halldórsson. „Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2024. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?
Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn.

Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spendýrafánu landsins: tófa (Alopex lagopus), húsamús (Mus musculus), hagamús (Apodemus sylvaticus), brúnrotta (Rattus norvegicus), minkur (Mustela vison) og hreindýr (Rangifer tarandus). Auk þessara tegunda hafa kanínur náð að fjölga sér og lifa af í náttúrunni en þær eru ekki taldar hluti af spendýrafánu landsins. Af þessum tegundum er það aðeins refurinn sem lifði hér við landnám, aðrar tegundir hafa borist til landsins með fólki, ýmist óvart eða viljandi.

Rauðíkorni (Sciurus vulgaris) lifir um alla norðanverða Evrasíu og gæti mögulega þrifist á Íslandi. Hins vegar er ekki leyfilegt að flytja íkorna til landsins.

Íkornar eru vel þekkt meginlandsspendýr, bæði í Evrasíu og Norður-Ameríku þar sem þeir eru mjög algengir. Rauðíkorni (Sciurus vulgaris) lifir um alla norðanverða Evrasíu og gráíkorni (Sciurus carolinensis) finnst um austanverð Bandaríkin. Þetta eru þær tegundir sem líklegastar væru til að nema hér land og spjara sig í skóglendi á Íslandi.

Afar ólíklegt er þó að þessir íkornar geti borist til landsins af eigin rammleik. Þau landdýr sem hafa numið hér land (spendýr og önnur dýr) án tilstuðlan manna, hafa annað hvort borist með lagnaðarís á ísaldartímum eða með vindi og jafnvel fuglum en slíkt telst vart mögulegt þegar spendýr eiga í hlut. Koma íkorna hingað með lagnaðarís er afar fjarlægur möguleiki þar sem þeir lifa í skóglendi, til dæmis í Skandinavíu sem er vel sunnan við þau svæði þar sem lagnaðarís myndast. Þess má geta að íkornar finnast ekki á Grænlandi af sömu sökum.

Hvað varðar innflutning íkorna til landsins þá hefur ekki fengist leyfi til þess eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands? Meginrökin eru þau að líklega gætu íkornarnir sloppið út í íslenska náttúru og ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar breytingar á vistkerfinu. Einnig er líklegt að íkornar geti borið með sér smitefni sem eru skaðleg íslenskum dýrum.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er íkorni á Íslandi? Ef svo, hvar er hann á landinu? Ef ekki, af hverju er hann ekki hér?
  • Gætu íkornar lifað í náttúru íslands?
...