Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?

Jón Már Halldórsson

Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna.

Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Íslendingabók á því að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Grasafræðingar telja að þá hafi stór hluti gróðursins verið kjarr eða hrís en myndarlegir birkiskógar hafi vaxið í skjólríkum dölum og í hlíðum. Það er ljóst að kjörbúsvæði fugla sem lifa í slíku umhverfi hefur dregist mjög saman frá landnámi en þó hafa þessir fuglar hugsanlega aðlagast breytingum sem skógarhögg og ágangur búfjár olli. Hvort einhverjar tegundir sem voru hér við landnám hafi horfið skömmu eftir það er ekki vitað. Aukið bersvæði í kjölfar hnignunar birkiskóganna hefur hins vegar verið jákvætt fyrir bersvæðisfugla eins og heiðlóu og spóa.

Geirfuglinn var algengur í útskerjum og eyjum hér í landi en síðasti fuglinn af tegundinni var veiddur um miðja 19. öld úti í Eldey.

Fuglalíf landsins hefur breyst gríðarlega á síðastliðnum 10-11 öldum og sennilega hefur bæst nokkuð við það, meðal annars fýll, brandugla, svartþröstur og glókollur en Náttúrufræðistofnun telur að 19 nýjar tegundir hafi numið hér land síðan um aldamótin 1800 en aftur á móti hafi að minnsta kosti 3 tegundir horfið. Ein af þeim er haftyrðill, sem er smæstur allra svartfugla og hefur sennilega verið algengur við strendur fyrr á öldum og er nú mjög algengur á hánorrænum svæðum, svo sem við eyjar Svalbarða og strendur Grænlands. Keldusvínið (Rallus aquaticus) hvarf héðan af landi vegna framræslu og sennilega minks sem slapp hér úr búum upp úr 1930. Á síðastliðnum áratugum hefur mikið gengið á votlendi hér á landi. Sennilega hefur votlendisvistkerfið verið blómlegt hér við landnám og fuglar eins og keldusvín verið nokkuð algengir. Þriðja fuglategundin sem hefur horfið úr lífríki Íslands síðan 1800 er geirfuglinn. Við landnám var hann algengur hér í útskerjum og eyjum. Geirfuglinum var endanlega útrýmt rétt fyrir miðja 19. öld úti í Eldey.

Spendýrafánan hefur einnig breyst mikið frá landnámi. Ísaldarfrumbygginn lágfóta, eða heimskautarefurinn (Vulpes lagopus), var eina spendýrið sem var hér við landnám. Síðan þá hafa 14 tegundir spendýra bæst við spendýrafánuna, þar með talin maðurinn, hans búdýr og öll nagdýrin sem finnast hér að staðaldri, sem og minkur og hreindýr.

Heimskautarefurinn var eina spendýrið sem var hér við landnám.

Um sjávarspendýrin er það að segja að vísbendingar eru um að rostungar (Odobenus rosmarus) hafi verið mun algengari hér áður fyrr, sennilega sem flækingar. Örnefni benda meðal annars til þess, eins og Rosmhvalanes en rosmhvalur er gamalt heiti á rostungi. Að vísu eru engar heimildir um rostunga eða rostungaveiðar á landnámsöld.

Breytingarnar sem hafa orðið á dýralífi á Íslandi frá landnámi eru gríðarmiklar og hafa aðallega orðið vegna áhrifa mannsins. Önnur svæði, svo sem Bretlandseyjar, hafa einnig gengið í gegnum sambærilegar breytingar en fyrir þúsund árum voru úlfar algengir þar sem höfuðborgin London stendur nú. Áhrif mannsins á dýralíf jarðar eru ofsafengin, á Íslandi jafnt sem í Ástralíu.

Heimildir og frekar lesefni:

Myndir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.6.2018

Spyrjandi

Birgir Vilhjálmsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2018. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75463.

Jón Már Halldórsson. (2018, 7. júní). Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75463

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2018. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75463>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?
Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna.

Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Íslendingabók á því að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Grasafræðingar telja að þá hafi stór hluti gróðursins verið kjarr eða hrís en myndarlegir birkiskógar hafi vaxið í skjólríkum dölum og í hlíðum. Það er ljóst að kjörbúsvæði fugla sem lifa í slíku umhverfi hefur dregist mjög saman frá landnámi en þó hafa þessir fuglar hugsanlega aðlagast breytingum sem skógarhögg og ágangur búfjár olli. Hvort einhverjar tegundir sem voru hér við landnám hafi horfið skömmu eftir það er ekki vitað. Aukið bersvæði í kjölfar hnignunar birkiskóganna hefur hins vegar verið jákvætt fyrir bersvæðisfugla eins og heiðlóu og spóa.

Geirfuglinn var algengur í útskerjum og eyjum hér í landi en síðasti fuglinn af tegundinni var veiddur um miðja 19. öld úti í Eldey.

Fuglalíf landsins hefur breyst gríðarlega á síðastliðnum 10-11 öldum og sennilega hefur bæst nokkuð við það, meðal annars fýll, brandugla, svartþröstur og glókollur en Náttúrufræðistofnun telur að 19 nýjar tegundir hafi numið hér land síðan um aldamótin 1800 en aftur á móti hafi að minnsta kosti 3 tegundir horfið. Ein af þeim er haftyrðill, sem er smæstur allra svartfugla og hefur sennilega verið algengur við strendur fyrr á öldum og er nú mjög algengur á hánorrænum svæðum, svo sem við eyjar Svalbarða og strendur Grænlands. Keldusvínið (Rallus aquaticus) hvarf héðan af landi vegna framræslu og sennilega minks sem slapp hér úr búum upp úr 1930. Á síðastliðnum áratugum hefur mikið gengið á votlendi hér á landi. Sennilega hefur votlendisvistkerfið verið blómlegt hér við landnám og fuglar eins og keldusvín verið nokkuð algengir. Þriðja fuglategundin sem hefur horfið úr lífríki Íslands síðan 1800 er geirfuglinn. Við landnám var hann algengur hér í útskerjum og eyjum. Geirfuglinum var endanlega útrýmt rétt fyrir miðja 19. öld úti í Eldey.

Spendýrafánan hefur einnig breyst mikið frá landnámi. Ísaldarfrumbygginn lágfóta, eða heimskautarefurinn (Vulpes lagopus), var eina spendýrið sem var hér við landnám. Síðan þá hafa 14 tegundir spendýra bæst við spendýrafánuna, þar með talin maðurinn, hans búdýr og öll nagdýrin sem finnast hér að staðaldri, sem og minkur og hreindýr.

Heimskautarefurinn var eina spendýrið sem var hér við landnám.

Um sjávarspendýrin er það að segja að vísbendingar eru um að rostungar (Odobenus rosmarus) hafi verið mun algengari hér áður fyrr, sennilega sem flækingar. Örnefni benda meðal annars til þess, eins og Rosmhvalanes en rosmhvalur er gamalt heiti á rostungi. Að vísu eru engar heimildir um rostunga eða rostungaveiðar á landnámsöld.

Breytingarnar sem hafa orðið á dýralífi á Íslandi frá landnámi eru gríðarmiklar og hafa aðallega orðið vegna áhrifa mannsins. Önnur svæði, svo sem Bretlandseyjar, hafa einnig gengið í gegnum sambærilegar breytingar en fyrir þúsund árum voru úlfar algengir þar sem höfuðborgin London stendur nú. Áhrif mannsins á dýralíf jarðar eru ofsafengin, á Íslandi jafnt sem í Ástralíu.

Heimildir og frekar lesefni:

Myndir

...