Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?

Ester Rut Unnsteinsdóttir

Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005).

Helsta ástæðan fyrir einangrun íslenska stofnsins er sú að Ísland hefur lengi verið laust við hafís, og liggur tiltölulega langt frá þeim hafís sem leggst yfir norðurhvelið að vetrarlagi og skapar greiðar farleiðir fyrir refi (Geffen, E. o.fl. 2007; Fuglei og Tarroux 2019). Þó sýnt hafi verið fram á að íslenski refastofninn sé einangraður að þessu leyti er talið líklegt að hingað hafi borist stöku dýr með hafís frá Grænlandi á kuldaskeiðum fyrri alda (Mellows o.fl. 2012).

Íslenski refastofninn hefur verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi en talið er líklegt að á kuldaskeiðum haf borist hingað stöku dýr með hafís frá Grænlandi.

Íslensku refirnir eru skyldari þeim grænlensku en öðrum stofnum en málið er flóknara þar sem erfðarannsóknir sýna að refir á „læmingjasvæðum“ eru skyldari hvorum öðrum en „strandarefir“, burtséð frá fjarlægð milli stofna (L. Dalén o.fl. 2005). Þeir síðarnefndu virðast vera staðbundnari og fara síður á flakk en „læmingjatófur“ eru þekktar fyrir að ferðast langar vegalengdir þegar staðbundnir læmingjastofnar eru í lágmarki (S. Davidson o.fl. 2020).

Lengi vel var talið að tegundin hafi borist til Íslands með hafís frá Grænlandi (Páll Hersteinsson 2004). Á ísöld var útbreiðslusvæði melrakka mun sunnar en nú er og hafa fundist leifar í Belgíu, Þýskalandi og víðar. Samanburður á erfðaefni þessara gömlu leifa við sýni frá Skandinavíu og Síberíu benda til þess að Evrópustofninn hafi dáið út (Dalén L. o.fl. 2007).

Elstu leifar melrakka sem fundist hafa á Íslandi, og hafa verið aldursgreindar, voru 3500 ára gamlar. Ekki hefur tekist að greina nothæft erfðaefni úr beinunum til að bera saman við evrópsku sýnin sem til eru frá því fyrir ísöld.

Elstu leifar melrakka sem fundist hafa á Íslandi, og hafa verið aldursgreindar, voru 3500 ára gamlar. Um er að ræða kjálkabein sem fundust við vegagerð við Hvalsárhöfða norður á Ströndum árið 2004 (Páll Hersteinsson o.fl. 2007). Ekki hefur tekist að greina nothæft erfðaefni úr beinunum til að bera saman við evrópsku sýnin sem til eru frá því fyrir ísöld. Ekki hefur heldur verið farið í samanburð á sýnum úr núlifandi refum á Íslandi og þessum gömlu sýnum. Enn sem komið er því hvorki hægt að útiloka né staðfesta að íslenski refurinn hafi fylgt ísröndinni norður á bóginn eftir því sem hlýnaði og dagað hér uppi. Enn hefur því uppruni íslensku tófunnar ekki verið staðfestur með áreiðanlegum hætti.

Heimildir og myndir:
 • Davidson, S. C. o.fl. 2020. Ecological insights from three decades of animal movement tracking across a changing Arctic. Science 370: 712– 715.
 • Fuglei, E., og Tarroux, A. 2019. Arctic fox dispersal from Svalbard to Canada: one female’s long run across sea ice. Polar Research, 38. https://doi.org/10.33265/polar.v38.3512
 • Geffen, E. o.fl. 2007. Sea ice occurrence predicts genetic isolation in the Arctic fox. Molecular Ecology. 16(20):4241-4255. https://doi.org/10.1111/j.1365-294X.2007.03507.x
 • Dalén, L. o.fl. 2005. Population history and genetic structure of a circumpolar species: the arctic fox. Biological Journal of the Linnean Society 84(1): 79–89. https://doi.org/10.1111/j.1095-8312.2005.00415.x
 • Dalén, L. o.fl. 2007. Ancient DNA reveals lack of postglacial habitat tracking in the arctic fox. Proceedings of the National Academy of Sciences, 104 (16) 6726-6729; https://doi.org/10.1073/pnas.0701341104
 • Mellows, A. o.fl. 2012. The impact of past climate change on genetic variation and population connectivity in the Icelandic arctic fox. Proceedings of the Royal Society. 279: 4568-4573. https://doi.org/10.1098/rspb.2012.1796
 • Páll Hersteinsson o.fl. 2007. Elstu þekktu leifar melrakka á ÍslandiNáttúrufræðingurinn, 76(1–2): 13–21.
 • Páll Hersteinsson, 2004. Refur Í Íslensk spendýr, bls. 272-275. (ritstj. Páll Hersteinsson). Reykjavík: JPV.
 • Mynd: Olivier Paris. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.
 • Mynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir - Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 29.10.2021).

Höfundur

Ester Rut Unnsteinsdóttir

spendýravistfræðingur - Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

1.11.2021

Spyrjandi

Sindri Dagur Þórisson, Örn, Snorri Gylfason

Tilvísun

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2021, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82440.

Ester Rut Unnsteinsdóttir. (2021, 1. nóvember). Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82440

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2021. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?
Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005).

Helsta ástæðan fyrir einangrun íslenska stofnsins er sú að Ísland hefur lengi verið laust við hafís, og liggur tiltölulega langt frá þeim hafís sem leggst yfir norðurhvelið að vetrarlagi og skapar greiðar farleiðir fyrir refi (Geffen, E. o.fl. 2007; Fuglei og Tarroux 2019). Þó sýnt hafi verið fram á að íslenski refastofninn sé einangraður að þessu leyti er talið líklegt að hingað hafi borist stöku dýr með hafís frá Grænlandi á kuldaskeiðum fyrri alda (Mellows o.fl. 2012).

Íslenski refastofninn hefur verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi en talið er líklegt að á kuldaskeiðum haf borist hingað stöku dýr með hafís frá Grænlandi.

Íslensku refirnir eru skyldari þeim grænlensku en öðrum stofnum en málið er flóknara þar sem erfðarannsóknir sýna að refir á „læmingjasvæðum“ eru skyldari hvorum öðrum en „strandarefir“, burtséð frá fjarlægð milli stofna (L. Dalén o.fl. 2005). Þeir síðarnefndu virðast vera staðbundnari og fara síður á flakk en „læmingjatófur“ eru þekktar fyrir að ferðast langar vegalengdir þegar staðbundnir læmingjastofnar eru í lágmarki (S. Davidson o.fl. 2020).

Lengi vel var talið að tegundin hafi borist til Íslands með hafís frá Grænlandi (Páll Hersteinsson 2004). Á ísöld var útbreiðslusvæði melrakka mun sunnar en nú er og hafa fundist leifar í Belgíu, Þýskalandi og víðar. Samanburður á erfðaefni þessara gömlu leifa við sýni frá Skandinavíu og Síberíu benda til þess að Evrópustofninn hafi dáið út (Dalén L. o.fl. 2007).

Elstu leifar melrakka sem fundist hafa á Íslandi, og hafa verið aldursgreindar, voru 3500 ára gamlar. Ekki hefur tekist að greina nothæft erfðaefni úr beinunum til að bera saman við evrópsku sýnin sem til eru frá því fyrir ísöld.

Elstu leifar melrakka sem fundist hafa á Íslandi, og hafa verið aldursgreindar, voru 3500 ára gamlar. Um er að ræða kjálkabein sem fundust við vegagerð við Hvalsárhöfða norður á Ströndum árið 2004 (Páll Hersteinsson o.fl. 2007). Ekki hefur tekist að greina nothæft erfðaefni úr beinunum til að bera saman við evrópsku sýnin sem til eru frá því fyrir ísöld. Ekki hefur heldur verið farið í samanburð á sýnum úr núlifandi refum á Íslandi og þessum gömlu sýnum. Enn sem komið er því hvorki hægt að útiloka né staðfesta að íslenski refurinn hafi fylgt ísröndinni norður á bóginn eftir því sem hlýnaði og dagað hér uppi. Enn hefur því uppruni íslensku tófunnar ekki verið staðfestur með áreiðanlegum hætti.

Heimildir og myndir:
 • Davidson, S. C. o.fl. 2020. Ecological insights from three decades of animal movement tracking across a changing Arctic. Science 370: 712– 715.
 • Fuglei, E., og Tarroux, A. 2019. Arctic fox dispersal from Svalbard to Canada: one female’s long run across sea ice. Polar Research, 38. https://doi.org/10.33265/polar.v38.3512
 • Geffen, E. o.fl. 2007. Sea ice occurrence predicts genetic isolation in the Arctic fox. Molecular Ecology. 16(20):4241-4255. https://doi.org/10.1111/j.1365-294X.2007.03507.x
 • Dalén, L. o.fl. 2005. Population history and genetic structure of a circumpolar species: the arctic fox. Biological Journal of the Linnean Society 84(1): 79–89. https://doi.org/10.1111/j.1095-8312.2005.00415.x
 • Dalén, L. o.fl. 2007. Ancient DNA reveals lack of postglacial habitat tracking in the arctic fox. Proceedings of the National Academy of Sciences, 104 (16) 6726-6729; https://doi.org/10.1073/pnas.0701341104
 • Mellows, A. o.fl. 2012. The impact of past climate change on genetic variation and population connectivity in the Icelandic arctic fox. Proceedings of the Royal Society. 279: 4568-4573. https://doi.org/10.1098/rspb.2012.1796
 • Páll Hersteinsson o.fl. 2007. Elstu þekktu leifar melrakka á ÍslandiNáttúrufræðingurinn, 76(1–2): 13–21.
 • Páll Hersteinsson, 2004. Refur Í Íslensk spendýr, bls. 272-275. (ritstj. Páll Hersteinsson). Reykjavík: JPV.
 • Mynd: Olivier Paris. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.
 • Mynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir - Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 29.10.2021).

...