Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?

Jón Már Halldórsson

Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á árunum 1979 til 1988 má sjá í töflunni hér fyrir neðan, en þar er sýnd tíðni helstu fæðuleifa sem fundust við refagreni á landinu. Tafla sýnir mun á tíðni milli grenja sem voru innan við 5 km frá sjávarströnd (396 greni) og fjær en 5 km frá sjó (406 greni) og byggja upplýsingarnar á gögnum frá refaskyttum.

TegundGreni nærri sjóGreni fjarri sjó
Fjöldi%Fjöldi%
Fýll140373810
Svartfugl491321
Æðarfugl411151
Aðrar endur236298
Mávar371082
Vaðfuglar44116918
Rjúpa451210226
Gæsir14412432
Spörfuglar726818
Ótilgreindir fuglar1363610527
Ótilgreind egg41113810
Hrognkelsi491300
Aðrir fiskara14410
Hreindýr00133
Sauðfé50c1595d24
Annaðb113195
Engar fæðuleifar174215

aAðallega marhnútur og sprettfiskur.

bM.a. hagamús, minkur, selshreifar, silungur, hildir og hangikjötslæri.

cUpplýsingar frá 344 grenjum.

dUpplýsingar frá 396 grenjum.

Í töflunni kemur fram að fæða refs sem hefur gert sér greni nærri sjó er mun fjölbreyttari en hjá refum sem eru með greni inn til landsins. Hann veiðir sér ýmsa sjófugla meðal annars bjargfugla og æðarfugl en einnig éta refir töluvert magn af hryggleysingjum svo sem lirfur og púpur þangflugunnar og krabbadýr svo sem þangflær og marflær. Selshræ eru einnig mikilvæg fyrir refi nærri sjó.Mórauð læða leitar að æti í fjörunni í Hornvík. Matseðill refa sem eiga greni nálægt sjó er ekki sá sami og refa sem eiga greni inn til landsins.

Fæðan getur einnig verið breytileg eftir árstímum. Samkvæmt rannsóknum Páls sem voru gerðar í Ófeigsfirði á Ströndum árin 1978 og 1979 voru sjófuglar 60% af rúmmáli fæðuleifa í saur á vorin og sumrin en á haustin voru sjófuglar komnir niður í 20%. Hins vegar voru hryggleysingjar (krabbadýr, kræklingar og þangflugur) og krækiber mikilvægust á haustin.

Refir leggjast stundum á fé eins og er vel þekkt. Oftast eru það unglömb snemma á sumrin en einnig er þekkt að þeir ráðist á stálpuð lömb síðsumars og fullorðið fé á veturna. Þeir leggjast einnig á hræ enda finnast oft lambshræ við greni sérstaklega greni sem eru nærri sauðfjárbýlum þar sem fallþungi lamba er lítill á haustin. Þetta bendir til þess að refirnir leggi helst að velli veikburða lömb á slíkum svæðum.

Spyrjanda leikur einnig forvitni á að vita hvort refir éti krumma. Hrafninn er ekki reglubundin fæða melrakkans líkt og æðarfugl, bjargfuglar og rjúpur en vissulega hirðir hann hræ af hrafninum ef hann kemst í það enda er melrakkinn mikill tækifærissinni í fæðuvali eins og kemur fram í töflunni hér að framan.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. Landvernd og Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík, bls. 15-48.
  • Mynd: Melrakkasetur Íslands. Ljósmyndari ERU. Sótt 15. 3. 2010

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.3.2010

Spyrjandi

Sunna Dís Hilmarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2010. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=55327.

Jón Már Halldórsson. (2010, 16. mars). Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55327

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2010. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?
Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á árunum 1979 til 1988 má sjá í töflunni hér fyrir neðan, en þar er sýnd tíðni helstu fæðuleifa sem fundust við refagreni á landinu. Tafla sýnir mun á tíðni milli grenja sem voru innan við 5 km frá sjávarströnd (396 greni) og fjær en 5 km frá sjó (406 greni) og byggja upplýsingarnar á gögnum frá refaskyttum.

TegundGreni nærri sjóGreni fjarri sjó
Fjöldi%Fjöldi%
Fýll140373810
Svartfugl491321
Æðarfugl411151
Aðrar endur236298
Mávar371082
Vaðfuglar44116918
Rjúpa451210226
Gæsir14412432
Spörfuglar726818
Ótilgreindir fuglar1363610527
Ótilgreind egg41113810
Hrognkelsi491300
Aðrir fiskara14410
Hreindýr00133
Sauðfé50c1595d24
Annaðb113195
Engar fæðuleifar174215

aAðallega marhnútur og sprettfiskur.

bM.a. hagamús, minkur, selshreifar, silungur, hildir og hangikjötslæri.

cUpplýsingar frá 344 grenjum.

dUpplýsingar frá 396 grenjum.

Í töflunni kemur fram að fæða refs sem hefur gert sér greni nærri sjó er mun fjölbreyttari en hjá refum sem eru með greni inn til landsins. Hann veiðir sér ýmsa sjófugla meðal annars bjargfugla og æðarfugl en einnig éta refir töluvert magn af hryggleysingjum svo sem lirfur og púpur þangflugunnar og krabbadýr svo sem þangflær og marflær. Selshræ eru einnig mikilvæg fyrir refi nærri sjó.Mórauð læða leitar að æti í fjörunni í Hornvík. Matseðill refa sem eiga greni nálægt sjó er ekki sá sami og refa sem eiga greni inn til landsins.

Fæðan getur einnig verið breytileg eftir árstímum. Samkvæmt rannsóknum Páls sem voru gerðar í Ófeigsfirði á Ströndum árin 1978 og 1979 voru sjófuglar 60% af rúmmáli fæðuleifa í saur á vorin og sumrin en á haustin voru sjófuglar komnir niður í 20%. Hins vegar voru hryggleysingjar (krabbadýr, kræklingar og þangflugur) og krækiber mikilvægust á haustin.

Refir leggjast stundum á fé eins og er vel þekkt. Oftast eru það unglömb snemma á sumrin en einnig er þekkt að þeir ráðist á stálpuð lömb síðsumars og fullorðið fé á veturna. Þeir leggjast einnig á hræ enda finnast oft lambshræ við greni sérstaklega greni sem eru nærri sauðfjárbýlum þar sem fallþungi lamba er lítill á haustin. Þetta bendir til þess að refirnir leggi helst að velli veikburða lömb á slíkum svæðum.

Spyrjanda leikur einnig forvitni á að vita hvort refir éti krumma. Hrafninn er ekki reglubundin fæða melrakkans líkt og æðarfugl, bjargfuglar og rjúpur en vissulega hirðir hann hræ af hrafninum ef hann kemst í það enda er melrakkinn mikill tækifærissinni í fæðuvali eins og kemur fram í töflunni hér að framan.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. Landvernd og Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík, bls. 15-48.
  • Mynd: Melrakkasetur Íslands. Ljósmyndari ERU. Sótt 15. 3. 2010
...