Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um spóa?

Jón Már Halldórsson

Flestir Íslendingar þekkja sjálfsagt spóann (Numenius phaeopus) í sjón enda áberandi fugl í íslenskum móum á varptíma. Spóinn er mjög háfættur og með langt og íbjúgt nef. Hann er um 40 cm á lengd og með 25 cm vænghaf.

Spóinn er af ættkvíslinni Numenius, en orðið þýðir hálfmáni á grísku og vísar til hins íbjúgna nefs sem meðal annars einkennir tegundir ættkvíslarinnar. Nefið er næmt leitartæki með fjölda skynfruma og það notar spóinn í fjörusandi til að leita að burstaormum, lindýrum og öðrum hryggleysingum. Sérhæfðir vöðvar eru í nefi svo að fremsti hluti þess getur glennst upp eins og töng og gripið um bráðina. Bráðin á mjög erfitt með að sleppa því á innra borði skoltanna eru smágaddar sem sökkva inn í bráðina.



Spóinn er háfættur með langt og íbjúgt nef.

Spóinn er vaðfugl eins og einkenni hans bera með sér en gerist oft mófugl á varptíma og unir sér hérlendis best í kargaþýftu mólendi eða lyngmóum, helst á láglendi eða upp til heiða.

Spóinn er einkvænisfugl og virðist hjónatryggð hans vara ævilangt. Parið helgar sér óðal og hefur síðan ástarleiki með dillandi hljóðrunum sem þykja líkjast klúgg klúgg-hljóði þegar sýður í hafragraut. Er þá spóinn að vella graut. Þessi hljóð eru annars mjög misjöfn og ótal tilbrigði við þau. Stundum heyrist taktföst runa með nokkru bili á milli hljóðanna, það kallast „langvell“. Samfelld runa, sem myndar eins og svífandi fiðluóm kallast „hringvell“.

Hreiðurgerð spóans er einföld, sinuklædd laut við mosaþúfu. Eggin eru oftast fjögur talsins og skiptast hjónin á að sitja á. Ungarnir eru hreiðurfælnir, það er þeir fara strax eftir klak að bjarga sér með því að tína upp skordýr. Þeir verða fleygir um 6 vikna gamlir. Í lok ágúst og byrjun september fara spóarnir að safnast saman í hópa sunnanlands, en þó sjaldan í eins stóra hópa og lóur. Þá tekur við undirbúningur undir að yfirgefa landið og fljúga þeir stundum í oddaflugi líkt og gæsir. Stærsti hópurinn yfirgefur landið um miðjan september til vetursetu í Vestur-Afríku (Senegal). Þar halda þeir sig oft á kjarrsléttum og veiða sér engisprettur. Auk Íslands eru varpsvæði spóans meðal annars í Norður-Noregi, Finnlandi, Rússlandi og Alaska.

Spóinn er farfugl hér á landi og verða engir spóar eftir hér yfir veturinn. Áður töldu menn að hluti spóastofnsins dveldi hér yfir veturinn og héldi til í fjörum þar sem alltaf er eitthvað framboð á æti. Menn urðu varir við þessa spóa við og við en þeir virtust stærri en spóarnir sem voru yfir sumarið í mólendinu. Síðan hefur komið í ljós að hér er um aðra tegund að ræða, fjöruspóa sem sumir hafa einnig kallað stóra spóa, Numenius arquata, enda er hann nokkuð stærri en íslenski spóinn eða 58 cm á lengd.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.6.2010

Spyrjandi

Gígja Hrönn Þórðardóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um spóa?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2010, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56311.

Jón Már Halldórsson. (2010, 7. júní). Hvað getið þið sagt mér um spóa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56311

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um spóa?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2010. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56311>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um spóa?
Flestir Íslendingar þekkja sjálfsagt spóann (Numenius phaeopus) í sjón enda áberandi fugl í íslenskum móum á varptíma. Spóinn er mjög háfættur og með langt og íbjúgt nef. Hann er um 40 cm á lengd og með 25 cm vænghaf.

Spóinn er af ættkvíslinni Numenius, en orðið þýðir hálfmáni á grísku og vísar til hins íbjúgna nefs sem meðal annars einkennir tegundir ættkvíslarinnar. Nefið er næmt leitartæki með fjölda skynfruma og það notar spóinn í fjörusandi til að leita að burstaormum, lindýrum og öðrum hryggleysingum. Sérhæfðir vöðvar eru í nefi svo að fremsti hluti þess getur glennst upp eins og töng og gripið um bráðina. Bráðin á mjög erfitt með að sleppa því á innra borði skoltanna eru smágaddar sem sökkva inn í bráðina.



Spóinn er háfættur með langt og íbjúgt nef.

Spóinn er vaðfugl eins og einkenni hans bera með sér en gerist oft mófugl á varptíma og unir sér hérlendis best í kargaþýftu mólendi eða lyngmóum, helst á láglendi eða upp til heiða.

Spóinn er einkvænisfugl og virðist hjónatryggð hans vara ævilangt. Parið helgar sér óðal og hefur síðan ástarleiki með dillandi hljóðrunum sem þykja líkjast klúgg klúgg-hljóði þegar sýður í hafragraut. Er þá spóinn að vella graut. Þessi hljóð eru annars mjög misjöfn og ótal tilbrigði við þau. Stundum heyrist taktföst runa með nokkru bili á milli hljóðanna, það kallast „langvell“. Samfelld runa, sem myndar eins og svífandi fiðluóm kallast „hringvell“.

Hreiðurgerð spóans er einföld, sinuklædd laut við mosaþúfu. Eggin eru oftast fjögur talsins og skiptast hjónin á að sitja á. Ungarnir eru hreiðurfælnir, það er þeir fara strax eftir klak að bjarga sér með því að tína upp skordýr. Þeir verða fleygir um 6 vikna gamlir. Í lok ágúst og byrjun september fara spóarnir að safnast saman í hópa sunnanlands, en þó sjaldan í eins stóra hópa og lóur. Þá tekur við undirbúningur undir að yfirgefa landið og fljúga þeir stundum í oddaflugi líkt og gæsir. Stærsti hópurinn yfirgefur landið um miðjan september til vetursetu í Vestur-Afríku (Senegal). Þar halda þeir sig oft á kjarrsléttum og veiða sér engisprettur. Auk Íslands eru varpsvæði spóans meðal annars í Norður-Noregi, Finnlandi, Rússlandi og Alaska.

Spóinn er farfugl hér á landi og verða engir spóar eftir hér yfir veturinn. Áður töldu menn að hluti spóastofnsins dveldi hér yfir veturinn og héldi til í fjörum þar sem alltaf er eitthvað framboð á æti. Menn urðu varir við þessa spóa við og við en þeir virtust stærri en spóarnir sem voru yfir sumarið í mólendinu. Síðan hefur komið í ljós að hér er um aðra tegund að ræða, fjöruspóa sem sumir hafa einnig kallað stóra spóa, Numenius arquata, enda er hann nokkuð stærri en íslenski spóinn eða 58 cm á lengd.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:...