
Það er líklega ekki góð hugmynd að flytja úlfa til Íslands.
Bændum yrði varla skemmt ef innflutningur úlfa yrði að veruleika. Sennilega myndu úlfar fyrst og fremst leggjast á sauðfé á sumrin og gæti tjónið orðið umtalsvert. Á veturna er hætt við að hungrið þvingaði þá til að sækja í mannabyggðir í fæðuleit og eflaust gæti skapast umtalsverð hætta á því að þeir réðust á fólk. Það er því ekki hægt að taka undir þá hugmynd að flytja inn úlfa til að halda hreindýrum, kanínum og minkum í skefjum. Slíkt myndi varla leysa neinn vanda en gæti skapað ótal önnur vandamál og tekjurýrnun fyrir suma hópa samfélagsins. Mynd: SunSite.