Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver var forfaðir timburúlfsins?

Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er þó enn talsverður ágreiningur meðal náttúrufræðinga um þetta. Sumir halda því fram að gráúlfurinn hafi komið fram í Norður-Ameríku og fært sig vestur yfir landbrúna til Asíu. Enn aðrir halda því fram að áar gráúlfsins hafi fyrst komið fram í Norður-Ameríku fært sig þaðan yfir til Asíu og svo seinna snúið aftur til Norður-Ameríku.

Í Norður-Ameríku var önnur úlfategund fyrir, ógnarúlfurinn (Canis dirus), sem var talsvert stærri og sterkbyggðari en gráúlfurinn. Þessar tvær tegundir deildu með sér veiðilendum Norður-Ameríku í tæplega 500.000 ár, en vistfræðileg staða þeirra var þó eitthvað frábrugðin. Áberandi munur er á beinagrindum tegundanna, hauskúpa ógnarúlfsins var umtalsvert stærri og breiðari en gráúlfsins og neðri hluti leggjanna var hlutfallslega styttri. Þetta gefur sterklega til kynna að hann hafi ekki verið eins mikið hlaupadýr og gráúlfurinn.

Ógnarúlfurinn hvarf af sjónarsviðinu fyrir um 8 þúsund árum síðan líkt og mörg önnur stórvaxin spendýr frá Pleistósen-tímanum. Það hafa þó fundist beinagrindur af þessum stórvaxna úlfi í Ozark fjöllum í Arkansas sem eru aðeins 4 þúsund ára gamlar. Gráúlfurinn hefur hins vegar verið ráðandi hunddýr í nýja-heiminum síðastliðin sjö þúsund ár, og í reynd á jörðinni allri. Útbreiðsla hans var víðfeðmust af öllum landrándýrum jarðar, allt þar til maðurinn kom til sögunnar og útrýmdi honum af stórum hluta útbreiðslusvæðis síns.

Canis ættkvíslin er talin vera aðeins nokkurra milljón ára gömul og eru refir til dæmis taldir mun eldri þróunarfræðilega séð. Þróunarfræðingar telja til dæmis að grárefurinn (Urocyon cinereogenteros) hafi verið uppi í meira en tíu milljón ár og er talin vera elsta núlifandi tegund hundadýra.

Fyrir um það bil 30 milljón árum var uppi hópur frumstæðra rándýra sem nefnd hafa verið rökkurúlfar (Cynodictis). Þessi hópur hafði ýmis einkenni sem núlifandi hunddýra og minntu mjög á dæmigerðan ref í útliti. Ólíkt núlifandi hunddýrum gátu þeir klifrað í trjám og stunduðu sennilega megnið af sínum veiðum þar. Þessi eiginleiki hefur hins vegar glatast hjá mörgum núlifandi tegundum hunddýra.

Rökkurúlfar kvísluðust seinna í tvo hópa Cynodesmus og Tomarctus. Þessi dýr höfðu mörg þau einkenni rökkurúlfa en lappirnar voru hins vegar lengri og sterklegri, rófan styttri og hauskúpan líkari því sem gerist hjá hunddýrum í dag.

Flestir þróunarfræðingar eru sammála um að úlfar og refir hafi þróast út frá Tomarctus hópnum. Latneska orðið Tomarctus þýðir: “næstum því eins og björn”. Það má því geta sér til um útlit þessara dýra sem lifðu á opnum svæðum Norður-Ameríku fyrir um 10 til 15 milljónum árum. Kunnust þessara tegunda er Tomarctus temeraries. Þetta voru sterkbyggð dýr, sem eins og nafnið gefur til kynna hafa líkst bjarndýrum að mörgu leyti. Þegar bjarnhundar og risamarðardýr hurfu af sjónarsviðinu fyrir um 10 milljónum árum síðan er talið að talsverð tegundaútgeislun hafi orðið meðal Tomarctus ættkvíslarinnar. Út frá þeim hafi svo þróast tvær línur hunddýra, refir og úlfar.

Refir hafa í tímans rás ekki stækkað neitt að ráði ólíkt úlfum sem hafa orðið sífellt stærri. Fyrir fáeinum milljónum árum komu fram fjölmargar tegundir sem tilheyra Canis ættkvíslinni. Flestar þeirra dóu út en aðrar þróuðust í þær tegundir sem við þekkjum í dag. Flestir fræðimenn eru sammála um að gráúlfurinn sé kominn af tegund sem nefnist Canis Edwardii eða Edwardsúlfur.

Canis ættkvíslin er merkileg að mörgu leyti og þeirra tegunda sem tilheyrðu henni biðu margvísleg örlög. Ógnarúlfurinn þoldi ekki þær miklu veðurfarsbreytingar sem urðu fyrir um tíu þúsund árum síðan, en gráúlfinum vegnaði hins vegar vel eins og áður hefur komið fram. Aðrar núlifandi tegundir ættkvíslarinnar er rauðúlfurinn (Canis rufus) og sléttuúlfurinn (Canis latrans) og að lokum hundurinn (Canis familiaris). Nánar má lesa um þróun hunda í svari Margrét Bjarkar Sigurðardóttur við spurningunni: Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Hunt, R.M., Jr. 1996. Biogeography of the Order Carnivora. Í: J.L. Gittleman (ritstj). Carnivore Behavior, Ecology, and Evolution, Vol. 2: 485 - 541. Comstock Publishing Associates: Ithaca.
  • Nowak, R. 1992. Wolves: The great travelers of evolution. International Wolf 2(4):3 - 7.
  • Vaughan, T.A. 1985. Mammalogy. Saunders College Publishing: Fort Worth.
  • SearchingWolf.com

Útgáfudagur

21.3.2007

Spyrjandi

Sigurður Rúnar
Alda Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2007, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6548.

Jón Már Halldórsson. (2007, 21. mars). Getið þið sagt mér frá þróun úlfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6548

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2007. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6548>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hver var forfaðir timburúlfsins?

Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er þó enn talsverður ágreiningur meðal náttúrufræðinga um þetta. Sumir halda því fram að gráúlfurinn hafi komið fram í Norður-Ameríku og fært sig vestur yfir landbrúna til Asíu. Enn aðrir halda því fram að áar gráúlfsins hafi fyrst komið fram í Norður-Ameríku fært sig þaðan yfir til Asíu og svo seinna snúið aftur til Norður-Ameríku.

Í Norður-Ameríku var önnur úlfategund fyrir, ógnarúlfurinn (Canis dirus), sem var talsvert stærri og sterkbyggðari en gráúlfurinn. Þessar tvær tegundir deildu með sér veiðilendum Norður-Ameríku í tæplega 500.000 ár, en vistfræðileg staða þeirra var þó eitthvað frábrugðin. Áberandi munur er á beinagrindum tegundanna, hauskúpa ógnarúlfsins var umtalsvert stærri og breiðari en gráúlfsins og neðri hluti leggjanna var hlutfallslega styttri. Þetta gefur sterklega til kynna að hann hafi ekki verið eins mikið hlaupadýr og gráúlfurinn.

Ógnarúlfurinn hvarf af sjónarsviðinu fyrir um 8 þúsund árum síðan líkt og mörg önnur stórvaxin spendýr frá Pleistósen-tímanum. Það hafa þó fundist beinagrindur af þessum stórvaxna úlfi í Ozark fjöllum í Arkansas sem eru aðeins 4 þúsund ára gamlar. Gráúlfurinn hefur hins vegar verið ráðandi hunddýr í nýja-heiminum síðastliðin sjö þúsund ár, og í reynd á jörðinni allri. Útbreiðsla hans var víðfeðmust af öllum landrándýrum jarðar, allt þar til maðurinn kom til sögunnar og útrýmdi honum af stórum hluta útbreiðslusvæðis síns.

Canis ættkvíslin er talin vera aðeins nokkurra milljón ára gömul og eru refir til dæmis taldir mun eldri þróunarfræðilega séð. Þróunarfræðingar telja til dæmis að grárefurinn (Urocyon cinereogenteros) hafi verið uppi í meira en tíu milljón ár og er talin vera elsta núlifandi tegund hundadýra.

Fyrir um það bil 30 milljón árum var uppi hópur frumstæðra rándýra sem nefnd hafa verið rökkurúlfar (Cynodictis). Þessi hópur hafði ýmis einkenni sem núlifandi hunddýra og minntu mjög á dæmigerðan ref í útliti. Ólíkt núlifandi hunddýrum gátu þeir klifrað í trjám og stunduðu sennilega megnið af sínum veiðum þar. Þessi eiginleiki hefur hins vegar glatast hjá mörgum núlifandi tegundum hunddýra.

Rökkurúlfar kvísluðust seinna í tvo hópa Cynodesmus og Tomarctus. Þessi dýr höfðu mörg þau einkenni rökkurúlfa en lappirnar voru hins vegar lengri og sterklegri, rófan styttri og hauskúpan líkari því sem gerist hjá hunddýrum í dag.

Flestir þróunarfræðingar eru sammála um að úlfar og refir hafi þróast út frá Tomarctus hópnum. Latneska orðið Tomarctus þýðir: “næstum því eins og björn”. Það má því geta sér til um útlit þessara dýra sem lifðu á opnum svæðum Norður-Ameríku fyrir um 10 til 15 milljónum árum. Kunnust þessara tegunda er Tomarctus temeraries. Þetta voru sterkbyggð dýr, sem eins og nafnið gefur til kynna hafa líkst bjarndýrum að mörgu leyti. Þegar bjarnhundar og risamarðardýr hurfu af sjónarsviðinu fyrir um 10 milljónum árum síðan er talið að talsverð tegundaútgeislun hafi orðið meðal Tomarctus ættkvíslarinnar. Út frá þeim hafi svo þróast tvær línur hunddýra, refir og úlfar.

Refir hafa í tímans rás ekki stækkað neitt að ráði ólíkt úlfum sem hafa orðið sífellt stærri. Fyrir fáeinum milljónum árum komu fram fjölmargar tegundir sem tilheyra Canis ættkvíslinni. Flestar þeirra dóu út en aðrar þróuðust í þær tegundir sem við þekkjum í dag. Flestir fræðimenn eru sammála um að gráúlfurinn sé kominn af tegund sem nefnist Canis Edwardii eða Edwardsúlfur.

Canis ættkvíslin er merkileg að mörgu leyti og þeirra tegunda sem tilheyrðu henni biðu margvísleg örlög. Ógnarúlfurinn þoldi ekki þær miklu veðurfarsbreytingar sem urðu fyrir um tíu þúsund árum síðan, en gráúlfinum vegnaði hins vegar vel eins og áður hefur komið fram. Aðrar núlifandi tegundir ættkvíslarinnar er rauðúlfurinn (Canis rufus) og sléttuúlfurinn (Canis latrans) og að lokum hundurinn (Canis familiaris). Nánar má lesa um þróun hunda í svari Margrét Bjarkar Sigurðardóttur við spurningunni: Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Hunt, R.M., Jr. 1996. Biogeography of the Order Carnivora. Í: J.L. Gittleman (ritstj). Carnivore Behavior, Ecology, and Evolution, Vol. 2: 485 - 541. Comstock Publishing Associates: Ithaca.
  • Nowak, R. 1992. Wolves: The great travelers of evolution. International Wolf 2(4):3 - 7.
  • Vaughan, T.A. 1985. Mammalogy. Saunders College Publishing: Fort Worth.
  • SearchingWolf.com
...