Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?

Jón Már Halldórsson

Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gróðurrík svæði, sérstaklega á höfuborgarsvæðinu. Þótt hagamýs séu mjög algengar í Heiðmörkinni eru þær vandséðar. Refir halda þar einnig til en menn ganga alls ekki að þeim vísum þar.

En ekki eru allir sáttir við kanínur í náttúrunni hér á landi. Í Öskjuhlíðinni eiga þær til að éta ný blóm sem lögð hafa verið á leiði í Fossvogskirkjugarði. Á Heimaey, stærstu eyju Vestmannaeyja, hafa kanínur lagt undir sig lundaholur, breytt eftir sínu höfði og hrakið lundana burt. Þetta er áhyggjuefni því lundinn er afar viðkvæmur fyrir slíkum innrásum. Reynsla erlendis frá hefur sýnt fram á það.

Villtum kanínum virðist hafa fjölgað hér á landi á undanförnum árum. Er það sérstaklega að þakka mjög hagstæðu tíðarfari yfir vetrartímann sem gert hefur hluta stofnsins kleift að lifa frá hausti fram til vors. Ef fram fer sem horfir, sérstaklega með áframhaldandi hlýjum vetrum, mun útbreiðsla kanína aukast verulega.

Á sumrin lifa kanínur nær eingöngu á grasi en á veturna éta þær ber, rætur, jafnvel trjágreinar og annað sem er í boði úr jurtaríkinu hverju sinni. Helsta ógn þeirra hérlendis er sennilega fæðuskortur sem fylgir mjög snjóþungum vetrum en vetur hafa verið snjóléttir á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Villtar kanínur lifa á mjög köldum stöðum þannig að vetrarkuldinn einn og sér ætti ekki að vera nein fyrirstaða. Því má færa sterk vistfræðileg rök fyrir því að kanínur séu orðnar hluti af íslenskri náttúru.

Við hagstæð skilyrði geta kanínur tímgast ákaflega hratt. Þær verða kynþroska við 2-4 mánaða aldur og er meðgöngutíminn um 30 dagar að meðaltali. Ungafjöldinn getur verið æði mismunandi eða oftast á bilinu 2-12 ungar. Kanínur geta æxlast strax eftir got þannig að á löngu og góðu sumri getur hver kvenkyns kanína (eða kæna sambanber svar JMH og UÁ við spurningunni Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?) komið sér upp 2-3 ungahópum. Stofnstærð kanína getur því margfaldast við bestu skilyrði.

Ávallt verður einhver breyting á vistkerfi þegar ný tegund tekur sér þar búfestu. Helsta skaðsemi kanína virðist vera við lundabyggðir eins og áður segir, og þá helst í Vestmannaeyjum en þar hafa kanínur tekið sér búsetu. Eftir því sem Eyjamenn segja hefur þetta vandamál aukist síðustu misseri. Ef ekkert er að gert, er hætta á því að lundabyggðin fræga á Heimaey geti borið af varanlegan skaða.

Vistfræðilega er ekkert sem mælir gegn því að kanínur séu orðnar hluti af náttúrulegri fánu Íslands. En annað mál er hvort þær hafi fengið „samþykki“ okkar mannfólksins sem fullgildir meðlimir í spendýrafánunni eða hvort litið sé á þær sem óæskilega plágu sem beri að eyða sem fyrst. Vel þekkt er að innflutningur mannsins á dýrum til nýrra heimkynna hefur valdið miklu tjóni í vistkerfum víða um heim, þekktustu dæmin eru frá Nýja-Sjálandi og Hawaii-eyjum þar sem náttúrleg dýrafána hefur gjörbreyst með tilkomu nýrra tegunda. Rétt er að taka fram að þetta gerist ekki aðeins við það að ný dýrategund nær yfirráðum á svæði annarrar, líkt og á við um kanínur í lundabyggð í Heimaey, heldur einnig vegna sjúkdóma sem fylgt hafa í kjölfarið.

Mynd: Vefkort.is


Mörg svör eru til á Vísindavefnum um kanínur sem hægt er að nálgast með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.8.2003

Spyrjandi

Ásgrímur Þórhallsson, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni? “ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3673.

Jón Már Halldórsson. (2003, 21. ágúst). Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3673

Jón Már Halldórsson. „Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni? “ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3673>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?
Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gróðurrík svæði, sérstaklega á höfuborgarsvæðinu. Þótt hagamýs séu mjög algengar í Heiðmörkinni eru þær vandséðar. Refir halda þar einnig til en menn ganga alls ekki að þeim vísum þar.

En ekki eru allir sáttir við kanínur í náttúrunni hér á landi. Í Öskjuhlíðinni eiga þær til að éta ný blóm sem lögð hafa verið á leiði í Fossvogskirkjugarði. Á Heimaey, stærstu eyju Vestmannaeyja, hafa kanínur lagt undir sig lundaholur, breytt eftir sínu höfði og hrakið lundana burt. Þetta er áhyggjuefni því lundinn er afar viðkvæmur fyrir slíkum innrásum. Reynsla erlendis frá hefur sýnt fram á það.

Villtum kanínum virðist hafa fjölgað hér á landi á undanförnum árum. Er það sérstaklega að þakka mjög hagstæðu tíðarfari yfir vetrartímann sem gert hefur hluta stofnsins kleift að lifa frá hausti fram til vors. Ef fram fer sem horfir, sérstaklega með áframhaldandi hlýjum vetrum, mun útbreiðsla kanína aukast verulega.

Á sumrin lifa kanínur nær eingöngu á grasi en á veturna éta þær ber, rætur, jafnvel trjágreinar og annað sem er í boði úr jurtaríkinu hverju sinni. Helsta ógn þeirra hérlendis er sennilega fæðuskortur sem fylgir mjög snjóþungum vetrum en vetur hafa verið snjóléttir á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Villtar kanínur lifa á mjög köldum stöðum þannig að vetrarkuldinn einn og sér ætti ekki að vera nein fyrirstaða. Því má færa sterk vistfræðileg rök fyrir því að kanínur séu orðnar hluti af íslenskri náttúru.

Við hagstæð skilyrði geta kanínur tímgast ákaflega hratt. Þær verða kynþroska við 2-4 mánaða aldur og er meðgöngutíminn um 30 dagar að meðaltali. Ungafjöldinn getur verið æði mismunandi eða oftast á bilinu 2-12 ungar. Kanínur geta æxlast strax eftir got þannig að á löngu og góðu sumri getur hver kvenkyns kanína (eða kæna sambanber svar JMH og UÁ við spurningunni Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?) komið sér upp 2-3 ungahópum. Stofnstærð kanína getur því margfaldast við bestu skilyrði.

Ávallt verður einhver breyting á vistkerfi þegar ný tegund tekur sér þar búfestu. Helsta skaðsemi kanína virðist vera við lundabyggðir eins og áður segir, og þá helst í Vestmannaeyjum en þar hafa kanínur tekið sér búsetu. Eftir því sem Eyjamenn segja hefur þetta vandamál aukist síðustu misseri. Ef ekkert er að gert, er hætta á því að lundabyggðin fræga á Heimaey geti borið af varanlegan skaða.

Vistfræðilega er ekkert sem mælir gegn því að kanínur séu orðnar hluti af náttúrulegri fánu Íslands. En annað mál er hvort þær hafi fengið „samþykki“ okkar mannfólksins sem fullgildir meðlimir í spendýrafánunni eða hvort litið sé á þær sem óæskilega plágu sem beri að eyða sem fyrst. Vel þekkt er að innflutningur mannsins á dýrum til nýrra heimkynna hefur valdið miklu tjóni í vistkerfum víða um heim, þekktustu dæmin eru frá Nýja-Sjálandi og Hawaii-eyjum þar sem náttúrleg dýrafána hefur gjörbreyst með tilkomu nýrra tegunda. Rétt er að taka fram að þetta gerist ekki aðeins við það að ný dýrategund nær yfirráðum á svæði annarrar, líkt og á við um kanínur í lundabyggð í Heimaey, heldur einnig vegna sjúkdóma sem fylgt hafa í kjölfarið.

Mynd: Vefkort.is


Mörg svör eru til á Vísindavefnum um kanínur sem hægt er að nálgast með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu....