Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...
Lundinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Talið er að yfir 1 milljón varppara séu í Vestmannaeyjum en það er rúmlega þriðjungur af íslenska lundastofninum. Nánar má lesa um lundann í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um lundann?
Þótt lundi...
Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...
Fyrir eldgosið í Heimaey árið 1973 var eyjan um 11,20 km2. Strax eftir gos mældist eyjan um 13.44 km2 en síðan hefur hún minnkað eitthvað vegna rofs.
Mesta lengd Heimaeyjar er frá NNA til SSV, það er frá Ystakletti til Stórhöfða. Fyrir gos var vegalengdin á milli þessara staða um 6,98 km og breyttist hún ekk...
Eins og fram kemur í svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? þá er víkingaöld tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e.Kr.
Í svari Orra segir enn fremur að víkingaöldin hafi í fyrstu einkennst af:ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyju...
Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna...
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu.
Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...
Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis.
Þrír síldarstofna...
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um mö...
Margir hafa væntanlega heyrt rómantískar sögur um hjónaleysi um borð í farþegaskipi sem er við það að sökkva. Þau grípa tækifærið og láta skipstjórann gifta sig til að eiga von um að eyða eilífðinni saman ef svo óskemmtilega vildi til að þau lifi sjóferðina ekki af.
Þessi rómantíska aðferð til að gefa saman hjó...
Með nútímatækni og þeim möguleikum sem Netið býður upp á er tiltölulega lítið mál að mæla fjarlægðir milli staða. Við áætlun vegalengda þarf hins vegar að athuga hvernig mælt er. Til dæmis stoðar lítið að vita hver loftlínan frá Reykjavík til Akureyrar er ef menn ætla að ferðast í bíl. Hún gagnast flugvélum þó vit...
Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...
í svari Olgeirs Sigmarssonar við spurningunni Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? er sagt frá Vestmannaeyjaeldstöðinni sem hefur miðju í Heimaey en nær yfir stórt svæði í kring. Surtseyjargosið árið 1963 var í þessari eldstöð og Olgeir lýsir því hvernig það hafi síðan leitt til gossins í Heimaey 1973. Meðal annars se...
Já það er líklegt að aftur gjósi í Vestmannaeyjum og reikna má með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni.
Eldvirkni á Íslandi er núna aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað er frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt er frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu.
Mynd af gosinu í Vestma...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!