Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?

Trausti Jónsson

Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu.

Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (kl. 3, kl. 6 og kl. 9), en sjaldgæfari yfir daginn. Munur á þokutíðni á nóttu og degi er þó ekki mjög mikill og munur á tíðni kl. 18 og 24 er ekki marktækur. Svipað á við um slæmt skyggni yfirleitt, skyggni minna en einn kílómetri er algengast kl. 3 að nóttu á sumrin, en sjaldgæfast um hádegið. Slæmt skyggni á sumrin stafar af þoku í um þriðjungi tilvika, en annars af rigningu eða súld.

Ástæður þoku í Vestmannaeyjum eru mjög fjölbreyttar og ekki hægt með nokkru móti að rekja þær allar. Sumar tengjast veðrakerfum sem leið eiga hjá. Stærri veðrakerfi vita lítið um hvað klukkan er, en séu þau víðs fjarri ræðst veðurlag mjög af sólargangi, ekki síst á sumrin. Vestmannaeyjar eru umluktar hafi og dregur það mjög úr dægursveiflu hitans miðað við það sem er í landi. Meðaldægursveifla hitans í Vestmannaeyjabæ í léttskýjuðu veðri á sumrin er 4,3 stig, en ekki nema um 1,3 stig í skýjuðu.Lág þokuský í innsiglingunni í Vestmannaeyjum.

Í umfjöllun um þoku skiptir daggarmark máli en daggarmark hitans er mælikvarði á rakainnihald loftsins. Ef loft kólnar fer raki í því að þéttast þegar hiti fellur niður í daggarmarkið. Skilgreiningu daggarmarks má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Skýjað veður

Í skýjuðu veðri er loft rakt og þá er dægursveifla daggarmarksins um 0,6 stig í Vestmannaeyjum. Raki er svipaður kvölds og morgna og dægursveifla þokumyndunartíðni ekki áberandi.

Bjart veður

Þegar bjart er í veðri er dægursveifla daggarmarksins rúm 2 stig. Það byrjar að hækka milli sex og sjö að morgni þegar sólin fer að hita yfirborð lands og sjávar. Hækkunin heldur jafnt og þétt áfram, er mest milli kl. 14 og 15. Daggarmarkið er í hámarki kl. 19, síðan breytist það lítið. Það er uppgufun úr sjó sem eykur raka í lofti og hækkar daggarmarkið þar með. Lítið gufar hins vegar upp eftir að sól tekur að lækka á lofti eftir kl. 19.

Á tímabilinu frá kl. 19 til 24 breytist daggarmarkið lítið en hitinn fellur á sama tíma um nærri 3 stig (í björtu veðri). Á þessum tíma er því líklegt að þoka eða lág þokuský geti farið að myndast vegna rakaþéttingar. Þoka sem myndast að deginum yfir sjó breiðist stundum inn á land þegar kólnar að kvöldlagi. Annars fer það eftir aðstæðum hverju sinni hvort þokan myndast fyrst yfir landi eða sjó. Það auðveldar myndun yfir landi að landið kólnar hraðar en sjórinn og hiti fellur því fyrr að daggarmarki þar en yfir sjónum.

Sé einhver vindur er einnig mun líklegra að þokan myndist fyrst yfir hæðum á landi þar sem uppstreymi er. Meira uppstreymi er yfir eyjum heldur en yfir sjó á daginn, en oftast veldur það aukinni blöndun við þurrara loft sem er ofar og heldur þokumyndun í skefjum. Þar með er þoka líklegri yfir sjó heldur en landi á hlýjasta tíma dagsins. Það hindrar myndun þoku á eyjum á kvöldin að kólnun lands veldur útstreymi lofts frá eyjunni og þar með niðurstreymi yfir henni. Það dregur úr þokulíkum.

Myndist þoka á annað borð getur hún bæði breiðst út eða rýrnað mjög hratt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvernig stendur á þoku eins myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna? Gerist mjög oft á sumarkvöldum.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

1.7.2010

Spyrjandi

Ólafur Björgvin Jóhannesson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2010. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=56238.

Trausti Jónsson. (2010, 1. júlí). Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56238

Trausti Jónsson. „Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2010. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56238>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu.

Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (kl. 3, kl. 6 og kl. 9), en sjaldgæfari yfir daginn. Munur á þokutíðni á nóttu og degi er þó ekki mjög mikill og munur á tíðni kl. 18 og 24 er ekki marktækur. Svipað á við um slæmt skyggni yfirleitt, skyggni minna en einn kílómetri er algengast kl. 3 að nóttu á sumrin, en sjaldgæfast um hádegið. Slæmt skyggni á sumrin stafar af þoku í um þriðjungi tilvika, en annars af rigningu eða súld.

Ástæður þoku í Vestmannaeyjum eru mjög fjölbreyttar og ekki hægt með nokkru móti að rekja þær allar. Sumar tengjast veðrakerfum sem leið eiga hjá. Stærri veðrakerfi vita lítið um hvað klukkan er, en séu þau víðs fjarri ræðst veðurlag mjög af sólargangi, ekki síst á sumrin. Vestmannaeyjar eru umluktar hafi og dregur það mjög úr dægursveiflu hitans miðað við það sem er í landi. Meðaldægursveifla hitans í Vestmannaeyjabæ í léttskýjuðu veðri á sumrin er 4,3 stig, en ekki nema um 1,3 stig í skýjuðu.Lág þokuský í innsiglingunni í Vestmannaeyjum.

Í umfjöllun um þoku skiptir daggarmark máli en daggarmark hitans er mælikvarði á rakainnihald loftsins. Ef loft kólnar fer raki í því að þéttast þegar hiti fellur niður í daggarmarkið. Skilgreiningu daggarmarks má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Skýjað veður

Í skýjuðu veðri er loft rakt og þá er dægursveifla daggarmarksins um 0,6 stig í Vestmannaeyjum. Raki er svipaður kvölds og morgna og dægursveifla þokumyndunartíðni ekki áberandi.

Bjart veður

Þegar bjart er í veðri er dægursveifla daggarmarksins rúm 2 stig. Það byrjar að hækka milli sex og sjö að morgni þegar sólin fer að hita yfirborð lands og sjávar. Hækkunin heldur jafnt og þétt áfram, er mest milli kl. 14 og 15. Daggarmarkið er í hámarki kl. 19, síðan breytist það lítið. Það er uppgufun úr sjó sem eykur raka í lofti og hækkar daggarmarkið þar með. Lítið gufar hins vegar upp eftir að sól tekur að lækka á lofti eftir kl. 19.

Á tímabilinu frá kl. 19 til 24 breytist daggarmarkið lítið en hitinn fellur á sama tíma um nærri 3 stig (í björtu veðri). Á þessum tíma er því líklegt að þoka eða lág þokuský geti farið að myndast vegna rakaþéttingar. Þoka sem myndast að deginum yfir sjó breiðist stundum inn á land þegar kólnar að kvöldlagi. Annars fer það eftir aðstæðum hverju sinni hvort þokan myndast fyrst yfir landi eða sjó. Það auðveldar myndun yfir landi að landið kólnar hraðar en sjórinn og hiti fellur því fyrr að daggarmarki þar en yfir sjónum.

Sé einhver vindur er einnig mun líklegra að þokan myndist fyrst yfir hæðum á landi þar sem uppstreymi er. Meira uppstreymi er yfir eyjum heldur en yfir sjó á daginn, en oftast veldur það aukinni blöndun við þurrara loft sem er ofar og heldur þokumyndun í skefjum. Þar með er þoka líklegri yfir sjó heldur en landi á hlýjasta tíma dagsins. Það hindrar myndun þoku á eyjum á kvöldin að kólnun lands veldur útstreymi lofts frá eyjunni og þar með niðurstreymi yfir henni. Það dregur úr þokulíkum.

Myndist þoka á annað borð getur hún bæði breiðst út eða rýrnað mjög hratt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvernig stendur á þoku eins myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna? Gerist mjög oft á sumarkvöldum.
...