Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra.

Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmis í Kollafirðinum. Má þar meðal annars nefna Lundey með um 10 þúsund pör og Akurey með yfir 12 þúsund pör. Lundabyggðin í Andríðsey úti fyrir Kjalarnesi er talsvert stærri en byggðirnar í Kollafirði og telst vera stærsta lundabyggðin í landi Reykjavíkur. Stöku sinnum slæðast til borgarinnar lundapysjur seint á sumrin og eru það eflaust fuglar sem komist hafa á legg úr einhverju varpinu við borgina.

Í Breiðafirði eru margar stórar lundabyggðir og hafa Breiðfirðingar frá örófi alda nýtt sér lundann til matar. Víða á Austurlandi eru stórar lundabyggðir og má þar nefna varpið í Hafnarhólmanum við Borgarfjörð eystri. Þekktasta lundavarpið á Austurlandi er sennilega í eynni Skrúði úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar. Fuglafræðingar hafa metið stærð varpsins þar um 150 þúsund lundapör.

Á Vestfjörðum eru einnig víða miklar lundabyggðir svo sem við hin miklu fuglabjörg og í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Á Suðurlandi má minnast á Lundabyggðir á Ingólfshöfða og í Reynisfjalli við Vík í Mýrdal.

Stærstu vörpin eru þó í Vestmannaeyjum, enda er lundinn öðrum fuglum fremur einkennisfugl eyjanna. Fjöldi varpfugla í Vestmannaeyjum er talinn vera nokkrar milljónir en alls er áætlað að vel yfir 10 miljónir fugla verpi hér á landi á hverju sumri. Lundinn er sá fugl sem hefur mestan einstaklingsfjölda af íslenskum varpfuglum.

Hægt er að lesa meira um lunda í svörum við spurningunum:

Mynd: L'Islandia di Alex

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.7.2004

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2004, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4384.

Jón Már Halldórsson. (2004, 1. júlí). Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4384

Jón Már Halldórsson. „Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2004. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4384>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?
Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra.

Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmis í Kollafirðinum. Má þar meðal annars nefna Lundey með um 10 þúsund pör og Akurey með yfir 12 þúsund pör. Lundabyggðin í Andríðsey úti fyrir Kjalarnesi er talsvert stærri en byggðirnar í Kollafirði og telst vera stærsta lundabyggðin í landi Reykjavíkur. Stöku sinnum slæðast til borgarinnar lundapysjur seint á sumrin og eru það eflaust fuglar sem komist hafa á legg úr einhverju varpinu við borgina.

Í Breiðafirði eru margar stórar lundabyggðir og hafa Breiðfirðingar frá örófi alda nýtt sér lundann til matar. Víða á Austurlandi eru stórar lundabyggðir og má þar nefna varpið í Hafnarhólmanum við Borgarfjörð eystri. Þekktasta lundavarpið á Austurlandi er sennilega í eynni Skrúði úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar. Fuglafræðingar hafa metið stærð varpsins þar um 150 þúsund lundapör.

Á Vestfjörðum eru einnig víða miklar lundabyggðir svo sem við hin miklu fuglabjörg og í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Á Suðurlandi má minnast á Lundabyggðir á Ingólfshöfða og í Reynisfjalli við Vík í Mýrdal.

Stærstu vörpin eru þó í Vestmannaeyjum, enda er lundinn öðrum fuglum fremur einkennisfugl eyjanna. Fjöldi varpfugla í Vestmannaeyjum er talinn vera nokkrar milljónir en alls er áætlað að vel yfir 10 miljónir fugla verpi hér á landi á hverju sumri. Lundinn er sá fugl sem hefur mestan einstaklingsfjölda af íslenskum varpfuglum.

Hægt er að lesa meira um lunda í svörum við spurningunum:

Mynd: L'Islandia di Alex...