
Upp við vitahúsið í Surtsey eru jarðhitasprungur og stiga gufur upp úr þeim. Móbergið umhverfis sprungurnar er mikið ummyndað og myndar hryggi. Í þessum sprungum hefur hiti mælst vel yfir 90°C á síðustu árum. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Gígurinn Strompur í norðanverðum hlíðum Austurbunka. Hann myndaðist þegar sprunga opnaðist í byrjun janúar 1967. Gosið stóð einungis yfir í fjóra daga og var með síðustu gosum Surtseyjarelda. Á myndinni má sjá hvar laus gjóska í hlíðum Austurbunka er á undanhaldi vegna rofs, en undir henni kemur hart móbergið í ljós. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.
- Erling Ólafsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir, 2014. Surtsey í sjónmáli. Reykjavík: Edda. 224 bls.
- Leifur A. Símonarson 1974. Fossils from Surtsey – A Preliminary Report. Surtsey Research Progress Report VII: 80–82.
- Snorri Baldursson og Álfheiður Ingadóttir, 2007. Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List. Icelandic Institute of Natural History. Hlemmur, Reykjavík.
- Vefur Surtseyjarfélagsins. Surtsey.
- Myndir: Lovísa Ásbjörnsdóttir.