Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir

Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð.

Jarðfræðirannsóknir voru margbreytilegar á meðan á gosinu stóð; gerðar voru segulmælingar, jarðskjálftamælingar og þyngdarmælingar. Hitastig var mælt við yfirborð kvikunnar, eldfjallagösum safnað til að kanna samsetningu þeirra og bergsýnum safnað til berg- og steindafræðilegra rannsókna. Gerðar voru tilraunir með vatnskælingu á kviku sem síðan var þróuð áfram í Heimeyjargosinu 1973. Þá voru gerðar rannsóknir á virkni eldinga í gosmekki Surtseyjar.

Upp við vitahúsið í Surtsey eru jarðhitasprungur og stiga gufur upp úr þeim. Móbergið umhverfis sprungurnar er mikið ummyndað og myndar hryggi. Í þessum sprungum hefur hiti mælst vel yfir 90°C á síðustu árum. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Haldið var áfram að fylgjast með jarðfræðilegri þróun eyjarinnar eftir að gosi lauk 1967. Í dag eru reglulega tekin sýni af móbergi og fylgst með myndun og útbreiðslu þess í gjósku Surtseyjar. Reglulega er mældur yfirborðshiti í sprungum móbergsbunkanna. Á tíu ára fresti fara fram hallamælingar sem gefa upplýsingar um jarðskorpuhreyfingar.

Eftir gos tóku við virk landmótunaröfl, það er sjávarrof, veðrun og vatnsrof. Reglulegar loftmyndatökur af Surtsey frá upphafi gefa mikilvægar upplýsingar um myndun eyjarinnar meðan á gosi stóð en í dag gefa þær kost á að fylgjast með virkum landmótunarferlum og hvernig eyjan minnkar ár frá ári. Gerð hafa verið jarðfræðikort af Surtsey. Árið 1979 og aftur 2017 voru teknar rannsóknarborholur í Surtsey og hafa þær gefið mikilvægar upplýsingar um innri gerð eyjarinnar. Áhugaverðar rannsóknir eru nú í gangi um örverulíf í iðrum Surtseyjar.

Gígurinn Strompur í norðanverðum hlíðum Austurbunka. Hann myndaðist þegar sprunga opnaðist í byrjun janúar 1967. Gosið stóð einungis yfir í fjóra daga og var með síðustu gosum Surtseyjarelda. Á myndinni má sjá hvar laus gjóska í hlíðum Austurbunka er á undanhaldi vegna rofs, en undir henni kemur hart móbergið í ljós. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Olga Kolbrún Vilmundardóttir

landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Lovísa Ásbjörnsdóttir

jarðfræðingur við Náttúrfræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

15.11.2023

Spyrjandi

Valdís A.

Tilvísun

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2023, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85774.

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. (2023, 15. nóvember). Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85774

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2023. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85774>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?
Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð.

Jarðfræðirannsóknir voru margbreytilegar á meðan á gosinu stóð; gerðar voru segulmælingar, jarðskjálftamælingar og þyngdarmælingar. Hitastig var mælt við yfirborð kvikunnar, eldfjallagösum safnað til að kanna samsetningu þeirra og bergsýnum safnað til berg- og steindafræðilegra rannsókna. Gerðar voru tilraunir með vatnskælingu á kviku sem síðan var þróuð áfram í Heimeyjargosinu 1973. Þá voru gerðar rannsóknir á virkni eldinga í gosmekki Surtseyjar.

Upp við vitahúsið í Surtsey eru jarðhitasprungur og stiga gufur upp úr þeim. Móbergið umhverfis sprungurnar er mikið ummyndað og myndar hryggi. Í þessum sprungum hefur hiti mælst vel yfir 90°C á síðustu árum. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Haldið var áfram að fylgjast með jarðfræðilegri þróun eyjarinnar eftir að gosi lauk 1967. Í dag eru reglulega tekin sýni af móbergi og fylgst með myndun og útbreiðslu þess í gjósku Surtseyjar. Reglulega er mældur yfirborðshiti í sprungum móbergsbunkanna. Á tíu ára fresti fara fram hallamælingar sem gefa upplýsingar um jarðskorpuhreyfingar.

Eftir gos tóku við virk landmótunaröfl, það er sjávarrof, veðrun og vatnsrof. Reglulegar loftmyndatökur af Surtsey frá upphafi gefa mikilvægar upplýsingar um myndun eyjarinnar meðan á gosi stóð en í dag gefa þær kost á að fylgjast með virkum landmótunarferlum og hvernig eyjan minnkar ár frá ári. Gerð hafa verið jarðfræðikort af Surtsey. Árið 1979 og aftur 2017 voru teknar rannsóknarborholur í Surtsey og hafa þær gefið mikilvægar upplýsingar um innri gerð eyjarinnar. Áhugaverðar rannsóknir eru nú í gangi um örverulíf í iðrum Surtseyjar.

Gígurinn Strompur í norðanverðum hlíðum Austurbunka. Hann myndaðist þegar sprunga opnaðist í byrjun janúar 1967. Gosið stóð einungis yfir í fjóra daga og var með síðustu gosum Surtseyjarelda. Á myndinni má sjá hvar laus gjóska í hlíðum Austurbunka er á undanhaldi vegna rofs, en undir henni kemur hart móbergið í ljós. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir og myndir:...