Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé raunveruleg og náttúruleg rannsóknastofa sem veitir einstakar upplýsingar sem auka skilning okkar á jarðfræðilegum og vistfræðilegum ferlum er móta eyjuna og vistkerfi hennar.

Upp við vitahúsið í Surtsey eru jarðhitasprungur og stiga gufur upp úr þeim. Móbergið umhverfis sprungurnar er mikið ummyndað og myndar hryggi. Í þessum sprungum hefur hiti mælst vel yfir 90°C á síðustu árum. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Einstakar rannsóknir á myndun móbergs og útbreiðslu þess voru gerðar í Surtsey. Kom það jarðvísindamönnum á óvart að einungis tók nokkur ár fyrir gjóskuna að umbreytast í móberg við ákveðin skilyrði. Móberg er algeng bergtegund á Íslandi en er sjaldgæf erlendis og fyrir tíma Surtseyjar var talið að það tæki mun lengri tíma fyrir það að myndast en raunin var. Þetta þóttu, og þykja enn, merkar rannsóknir. Í dag hefur mestur hluti gjóskubunka Surtseyjar ummyndast yfir í móberg. Jarðhiti í Surtsey er hitaútstreymi og er bundinn við sprungur í móberginu. Yfirborðshiti mælist enn nokkuð hár og er á nokkrum stöðum yfir 90°C.

Surtseyjargosið stóð yfir nærri óslitið í tæp þrjú ár og er enn lengsta eldgos á Íslandi eftir landnám. Rannsóknir hafa sýnt að hraunflæði í Surtsey varð til þess að verja óharðnaða gjósku eyjarinnar þannig að sjórinn átti erfiðara með að sópa henni með sér á haf út. Nú hefur gjóskan orðið að hörðu móbergi og í dag á sjórinn auðveldara með að brjóta niður hraun eyjarinnar heldur en móbergið. Surtsey hefur veitt jarðvísindamönnum miklar upplýsingar um myndun og mótun eldfjallaeyju. Áhugavert hefur verið að fylgjast með öflugu strandrofi Surtseyjar og síbreytilegri myndun tangans í norðurhluta eyjarinnar. Í framtíðinni mun Surtsey líkjast öðrum móbergseyjum Vestmannaeyja.

Við goslok mældist flatarmál Surtseyjar 2,65 km2. Árið 2023 mældist flatarmál hennar 1,21 km2 en á um sextíu árum hefur eyjan minnkað um meira en helming vegna sjávarrofs. Loftmyndin sýnir eyjuna árið 1967 og er tekin af Landmælingum Íslands.

Upphafsfasi Surtseyjargossins var sprengigos en því var ítarlega lýst af jarðfræðingum sem fylgdust með gangi gossins. Þessi gerð af sprengigosi, eða tætigosi, var síðar kennd við Surtsey og nefnist surtseysk eldgos innan alþjóðlegrar eldfjallafræða. Á meðan sprengivirkni varði reif kvikan með sér brot og steina af hafsbotninum og úr gosrásinni. Í dag má finna þessi brot sem hnyðlinga eða framandsteina í móberginu. Algengustu hnyðlingarnir eru úr fíngerðu seti þar sem stundum má finna fornskeljar. Þær hafa verið aldursgreindar og reyndust um 6.200 og 11.000 ára. Framandsteinarnir í Surtsey eiga flestir uppruna sinn að rekja til berggrunns við austurströnd Grænlands. Talið er líklegt að þeir hafi borist með hafís suður fyrir Ísland og fallið þar til botns þegar ísinn bráðnaði.

Surtsey í upphafi gossins 1963. Ljósmynd Sigurjón Einarsson.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Olga Kolbrún Vilmundardóttir

landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Lovísa Ásbjörnsdóttir

jarðfræðingur við Náttúrfræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

21.11.2023

Síðast uppfært

22.11.2023

Spyrjandi

Björgvin M. Ársælsson

Tilvísun

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2023, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85776.

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. (2023, 21. nóvember). Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85776

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2023. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85776>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé raunveruleg og náttúruleg rannsóknastofa sem veitir einstakar upplýsingar sem auka skilning okkar á jarðfræðilegum og vistfræðilegum ferlum er móta eyjuna og vistkerfi hennar.

Upp við vitahúsið í Surtsey eru jarðhitasprungur og stiga gufur upp úr þeim. Móbergið umhverfis sprungurnar er mikið ummyndað og myndar hryggi. Í þessum sprungum hefur hiti mælst vel yfir 90°C á síðustu árum. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Einstakar rannsóknir á myndun móbergs og útbreiðslu þess voru gerðar í Surtsey. Kom það jarðvísindamönnum á óvart að einungis tók nokkur ár fyrir gjóskuna að umbreytast í móberg við ákveðin skilyrði. Móberg er algeng bergtegund á Íslandi en er sjaldgæf erlendis og fyrir tíma Surtseyjar var talið að það tæki mun lengri tíma fyrir það að myndast en raunin var. Þetta þóttu, og þykja enn, merkar rannsóknir. Í dag hefur mestur hluti gjóskubunka Surtseyjar ummyndast yfir í móberg. Jarðhiti í Surtsey er hitaútstreymi og er bundinn við sprungur í móberginu. Yfirborðshiti mælist enn nokkuð hár og er á nokkrum stöðum yfir 90°C.

Surtseyjargosið stóð yfir nærri óslitið í tæp þrjú ár og er enn lengsta eldgos á Íslandi eftir landnám. Rannsóknir hafa sýnt að hraunflæði í Surtsey varð til þess að verja óharðnaða gjósku eyjarinnar þannig að sjórinn átti erfiðara með að sópa henni með sér á haf út. Nú hefur gjóskan orðið að hörðu móbergi og í dag á sjórinn auðveldara með að brjóta niður hraun eyjarinnar heldur en móbergið. Surtsey hefur veitt jarðvísindamönnum miklar upplýsingar um myndun og mótun eldfjallaeyju. Áhugavert hefur verið að fylgjast með öflugu strandrofi Surtseyjar og síbreytilegri myndun tangans í norðurhluta eyjarinnar. Í framtíðinni mun Surtsey líkjast öðrum móbergseyjum Vestmannaeyja.

Við goslok mældist flatarmál Surtseyjar 2,65 km2. Árið 2023 mældist flatarmál hennar 1,21 km2 en á um sextíu árum hefur eyjan minnkað um meira en helming vegna sjávarrofs. Loftmyndin sýnir eyjuna árið 1967 og er tekin af Landmælingum Íslands.

Upphafsfasi Surtseyjargossins var sprengigos en því var ítarlega lýst af jarðfræðingum sem fylgdust með gangi gossins. Þessi gerð af sprengigosi, eða tætigosi, var síðar kennd við Surtsey og nefnist surtseysk eldgos innan alþjóðlegrar eldfjallafræða. Á meðan sprengivirkni varði reif kvikan með sér brot og steina af hafsbotninum og úr gosrásinni. Í dag má finna þessi brot sem hnyðlinga eða framandsteina í móberginu. Algengustu hnyðlingarnir eru úr fíngerðu seti þar sem stundum má finna fornskeljar. Þær hafa verið aldursgreindar og reyndust um 6.200 og 11.000 ára. Framandsteinarnir í Surtsey eiga flestir uppruna sinn að rekja til berggrunns við austurströnd Grænlands. Talið er líklegt að þeir hafi borist með hafís suður fyrir Ísland og fallið þar til botns þegar ísinn bráðnaði.

Surtsey í upphafi gossins 1963. Ljósmynd Sigurjón Einarsson.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Surtsey hafa birst á ýmsum vettvangi, meðal annars í fræðiritinu Surtsey Research sem Surtseyjarfélagið gefur út.

Heimildir og myndir:...