Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?

Sigurður Steinþórsson

...

því hafgang þann ei hefta veður blíð

sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,

þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson sjávaröldunni sem sífellt nagar landið. Því hafaldan er alltaf að, þó að mest muni um öldugang í stórviðrum.

Um það efni lærðu jarðfræðingar merka lexíu í Surtseyjargosinu 1963-67. Þá hafði hraun runnið úr gígnum frá apríl 1964 og myndað dyngjulaga hraun um suðvestur-, suður- og suðausturströnd eyjarinnar sem hallaði jafnt frá sjávarmáli og upp að gígnum. Síðla vetrar 1965 gerði vikulangt stórviðri af suðaustan, og þegar að var komið höfðu myndast 12 metra háir sjávarhamrar í hrauninu og stórgrýtt hnullungafjara sem teygði sig norður alla austurströndina til nyrsta odda eyjarinnar. Eyjan leit í stuttu máli út eins og hún væri ævagömul. Í svipuðu stórviðri aldarfjórðungi seinna var ölduhæð við Vestmannaeyjar mæld og reyndist vera 28 metrar.

Surtsey, mynd frá 2016.

Tvær aðrar eyjar, Syrtlingur og Jólnir, mynduðust ásamt Surtsey sjálfri í Surtseyjargosinu. Hafaldan hefur fyrir löngu unnið á þessum eyjum og nú eru um 30 metrar niður á kolla þeirra. Um þetta má lesa nánar í bókinni Undur veraldar (Heimskringla, 1998) sem Þorsteinn Vilhjálmsson ritstýrði.

Sjávarrof verður annars með svipuðum hætti og rof straumvatna (sjá svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof?), nema hér er það sjávaraldan annars vegar og hafstraumar hins vegar sem rofinu valda. Þar sem standberg hefur myndast við sjó brotnar hafaldan á klettunum og brýtur þá en útsogið skolar mylsnunni frá ströndinni. Dæmi um þetta má sjá alls staðar hér á landi þar sem ströndin er úr föstu bergi.

Á suðurströndinni allri er hins vegar sandfjara sem gerð er úr framburði þeirra stórfljóta — ekki síst í jökulhlaupum — sem þar falla til sjávar. Í Kötlugosinu 1918 mun ströndin hafa færst eina 4 km til suðurs, þannig að um árabil var Kötlutangi syðsti oddi landsins. Síðan þá hefur sjórinn nagað ströndina og borið efnið annars vegar vestur með ströndinni, hins vegar út í hafsauga. Þegar hafaldan leikur um sandinn molnar hann smám saman og kornin verða minni og minni, fíngerða efnið berst út á meira dýpi en hið grófara heldur áfram að velkjast í fjörunni.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

1.6.2002

Spyrjandi

Guðrún Hjörleifsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2002. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2449.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 1. júní). Hvernig myndast sjávarrof við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2449

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2002. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2449>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?

...

því hafgang þann ei hefta veður blíð

sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,

þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson sjávaröldunni sem sífellt nagar landið. Því hafaldan er alltaf að, þó að mest muni um öldugang í stórviðrum.

Um það efni lærðu jarðfræðingar merka lexíu í Surtseyjargosinu 1963-67. Þá hafði hraun runnið úr gígnum frá apríl 1964 og myndað dyngjulaga hraun um suðvestur-, suður- og suðausturströnd eyjarinnar sem hallaði jafnt frá sjávarmáli og upp að gígnum. Síðla vetrar 1965 gerði vikulangt stórviðri af suðaustan, og þegar að var komið höfðu myndast 12 metra háir sjávarhamrar í hrauninu og stórgrýtt hnullungafjara sem teygði sig norður alla austurströndina til nyrsta odda eyjarinnar. Eyjan leit í stuttu máli út eins og hún væri ævagömul. Í svipuðu stórviðri aldarfjórðungi seinna var ölduhæð við Vestmannaeyjar mæld og reyndist vera 28 metrar.

Surtsey, mynd frá 2016.

Tvær aðrar eyjar, Syrtlingur og Jólnir, mynduðust ásamt Surtsey sjálfri í Surtseyjargosinu. Hafaldan hefur fyrir löngu unnið á þessum eyjum og nú eru um 30 metrar niður á kolla þeirra. Um þetta má lesa nánar í bókinni Undur veraldar (Heimskringla, 1998) sem Þorsteinn Vilhjálmsson ritstýrði.

Sjávarrof verður annars með svipuðum hætti og rof straumvatna (sjá svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof?), nema hér er það sjávaraldan annars vegar og hafstraumar hins vegar sem rofinu valda. Þar sem standberg hefur myndast við sjó brotnar hafaldan á klettunum og brýtur þá en útsogið skolar mylsnunni frá ströndinni. Dæmi um þetta má sjá alls staðar hér á landi þar sem ströndin er úr föstu bergi.

Á suðurströndinni allri er hins vegar sandfjara sem gerð er úr framburði þeirra stórfljóta — ekki síst í jökulhlaupum — sem þar falla til sjávar. Í Kötlugosinu 1918 mun ströndin hafa færst eina 4 km til suðurs, þannig að um árabil var Kötlutangi syðsti oddi landsins. Síðan þá hefur sjórinn nagað ströndina og borið efnið annars vegar vestur með ströndinni, hins vegar út í hafsauga. Þegar hafaldan leikur um sandinn molnar hann smám saman og kornin verða minni og minni, fíngerða efnið berst út á meira dýpi en hið grófara heldur áfram að velkjast í fjörunni.

Mynd:...