Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju var Surtsey friðlýst?

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur og Jólnir. Aðeins á Surtsey rann hraun sem hindraði það í fyrstu að hún hyrfi í sæinn, ólíkt hinum eyjunum sem voru skammlífar. Strax frá upphafi var vel fylgst með gosinu og framgangi þess lýst. Í ferðum til eyjarinnar sáust sjófuglar tylla sér á eyna milli goshrina og strax 1965 sást fyrsta æðplantan sem numið hafði land. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi.

Surtsey séð úr suðri. Hraun og gjóska þekja suðurhluta eyjunnar en ljósleitt móberg rís hæst. Tangi skagar út frá eynni til norðurs, samsettur úr efni sem rofnað hefur úr hraunum Surtseyjar og borist norður fyrir eyna með öldum og sjávarstraumum. Með tilkomu máfavarps á sunnanverðri eynni hefur eyjan grænkað umtalsvert hin síðari ár. Ljósm. Erling Ólafsson.

Eyjan var friðlýst 1965 með það að markmiði að tryggja að þróun hennar verði eftir lögmálum náttúrunnar sjálfrar og að landnám plantna og dýra, framvinda lífríkis og mótun jarðmyndana verði með sem eðlilegustum hætti og truflun af völdum manna sem minnst. Samhliða var umferð manna til eyjarinnar takmörkuð til að vernda viðkvæmt lífríki hennar og jarðminjar. Verndargildi Surtseyjar felst því í háu vísinda- og náttúruverndargildi á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða. Á þessum grundvelli var Surtsey samþykkt á Heimsminjaskrá UNESCO árið 2008.

Allt frá myndun Surtseyjar hafa fjölmargar rannsóknir farið þar fram og spanna margar þeirra nú langt tímabil. Með slíkri langtímavöktun fæst mikilvæg innsýn í jarðmyndanir og virka landmótunarferla, landnám lífríkis og þróun vistkerfis í eynni. Margir hafa komið að rannsóknunum frá upphafi og hafa niðurstöður birst á ýmsum vettvangi. Áhugasömum er sérstaklega bent á vef Surtseyjarfélagsins en félagið hefur stuðlað að skipulagi og eflingu rannsókna í eynni frá stofnun þess 1965 og sér meðal annars um útgáfu á fræðiritinu Surtsey Research þar sem niðurstöður vísindarannsókna í eynni hafa verið birtar.

Heimildir og mynd:
  • Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon, Pawel Wasowicz, Járngerður Grétarsdóttir, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2023. Surtsey 60 ára: Landnám plantna og framvinda. Náttúrufræðingurinn 93 (1-2): 6–26.
  • Erling Ólafsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir, 2014. Surtsey í sjónmáli. Reykjavík: Edda. 224 bls.
  • Snorri Baldursson og Álfheiður Ingadóttir, 2007. Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List. Icelandic Institute of Natural History. Hlemmur, Reykjavík.
  • Vefur Surtseyjarfélagsins. Surtsey.
  • Mynd: Erling Ólafsson.

Höfundar

Olga Kolbrún Vilmundardóttir

landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Lovísa Ásbjörnsdóttir

jarðfræðingur við Náttúrfræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

14.11.2023

Spyrjandi

María Sól Kjartansdóttir

Tilvísun

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Af hverju var Surtsey friðlýst?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85773.

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. (2023, 14. nóvember). Af hverju var Surtsey friðlýst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85773

Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Lovísa Ásbjörnsdóttir. „Af hverju var Surtsey friðlýst?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85773>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var Surtsey friðlýst?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur og Jólnir. Aðeins á Surtsey rann hraun sem hindraði það í fyrstu að hún hyrfi í sæinn, ólíkt hinum eyjunum sem voru skammlífar. Strax frá upphafi var vel fylgst með gosinu og framgangi þess lýst. Í ferðum til eyjarinnar sáust sjófuglar tylla sér á eyna milli goshrina og strax 1965 sást fyrsta æðplantan sem numið hafði land. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi.

Surtsey séð úr suðri. Hraun og gjóska þekja suðurhluta eyjunnar en ljósleitt móberg rís hæst. Tangi skagar út frá eynni til norðurs, samsettur úr efni sem rofnað hefur úr hraunum Surtseyjar og borist norður fyrir eyna með öldum og sjávarstraumum. Með tilkomu máfavarps á sunnanverðri eynni hefur eyjan grænkað umtalsvert hin síðari ár. Ljósm. Erling Ólafsson.

Eyjan var friðlýst 1965 með það að markmiði að tryggja að þróun hennar verði eftir lögmálum náttúrunnar sjálfrar og að landnám plantna og dýra, framvinda lífríkis og mótun jarðmyndana verði með sem eðlilegustum hætti og truflun af völdum manna sem minnst. Samhliða var umferð manna til eyjarinnar takmörkuð til að vernda viðkvæmt lífríki hennar og jarðminjar. Verndargildi Surtseyjar felst því í háu vísinda- og náttúruverndargildi á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða. Á þessum grundvelli var Surtsey samþykkt á Heimsminjaskrá UNESCO árið 2008.

Allt frá myndun Surtseyjar hafa fjölmargar rannsóknir farið þar fram og spanna margar þeirra nú langt tímabil. Með slíkri langtímavöktun fæst mikilvæg innsýn í jarðmyndanir og virka landmótunarferla, landnám lífríkis og þróun vistkerfis í eynni. Margir hafa komið að rannsóknunum frá upphafi og hafa niðurstöður birst á ýmsum vettvangi. Áhugasömum er sérstaklega bent á vef Surtseyjarfélagsins en félagið hefur stuðlað að skipulagi og eflingu rannsókna í eynni frá stofnun þess 1965 og sér meðal annars um útgáfu á fræðiritinu Surtsey Research þar sem niðurstöður vísindarannsókna í eynni hafa verið birtar.

Heimildir og mynd:
  • Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon, Pawel Wasowicz, Járngerður Grétarsdóttir, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2023. Surtsey 60 ára: Landnám plantna og framvinda. Náttúrufræðingurinn 93 (1-2): 6–26.
  • Erling Ólafsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir, 2014. Surtsey í sjónmáli. Reykjavík: Edda. 224 bls.
  • Snorri Baldursson og Álfheiður Ingadóttir, 2007. Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List. Icelandic Institute of Natural History. Hlemmur, Reykjavík.
  • Vefur Surtseyjarfélagsins. Surtsey.
  • Mynd: Erling Ólafsson.
...