Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:
  • Heimaey 13,4 km2
  • Hrísey á Eyjafirði 8 km2
  • Hjörsey í Faxaflóa 5,5 km2
  • Grímsey 5,3 km2
Heimaey er ein þeirra 18 eyja sem ásamt fjölda skerja mynda Vestmannaeyjar. Eyjan er áþekk þríhyrningi í lögun, breiðust nyrst og mjókkar til suðurs. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni um aldur Vestmannaeyja kemur fram að elsti hluti Heimaeyjar, norðurhlutinn, sé talinn 10-13.000 ára. Hæsta fjall Heimaeyjar er Heimaklettur, 283 metrar yfir sjávarmál. Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir fjölskrúðugt fuglalíf og þar er meðal annars að finna allar tegundir sjávarfugla sem verpa við Ísland.

Heimaey er eina eyjan í Vestmannaeyjum sem er byggð en þar stendur Vestmannaeyjabær. Vestmannaeyjar eiga sér langa og merkilega sögu og eru henni gerð stuttlega skil á heimasíðu bæjarins. Einnig er ítarlegur kafli um Vestmannaeyjar eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson í Landið þitt Ísland, sjá heimildaskrá í lok svarsins.

Rannsóknir á mannvistarleifum í Herjólfsdal á Heimaey benda til þess að byggð hafi verið í Vestmannaeyjum talsvert fyrr en áður tímasett landnám á Íslandi, árið 874, en þetta er þó umdeilt meðal fræðimanna. Vestmannaeyjar voru í bændaeign fram á miðja 12. öld en komust þá undir biskupsstólinn í Skálholti. Eftir 1400 urðu eyjarnar einkaeign Noregskonunga og síðar Danakonunga og stóð það fram til 1874.Einn þekktasti atburður í sögu Vestmannaeyja er Tyrkjaránið árið 1627. Þá komu sjóræningjar frá Alsír til eyjanna á þremur skipum, tóku þeir um 240 manns höndum og fluttu í skip en drápu 34 aðra. Fangarnir voru seldir á þrælamarkaði í Alsír, en tíu árum síðar voru nokkrir þeirra leystir úr ánauð. Af þeim náðu 27 að komast aftur heim til Íslands.

Í gegnum aldirnar hefur sjósókn skipt miklu máli fyrir íbúa Vestmannaeyja. Fyrr á tímum var útræði stundað samhliða búskap en seinna urðu veiðar og fiskvinnsla aðal atvinnugreinarnar. Eftir að vélbátavæðing hófst snemma á síðustu öld og fram undir 1930 fjölgaði fólki ört í Vestmannaeyjum. Um tíma var bærinn annar fjölmennasti kaupstaður landsins á eftir Reykjavík og stærsta verstöð landsins.

Gróskumikið mannlíf hefur löngum verið í Vestmannaeyjum og íbúar þar staðið framarlega í ýmsum málum. Fyrsti barnaskóli á Íslandi var stofnaður í Vestmannaeyjum árið 1745 og þar er þriðja elsta steinkirkja landsins. Ein þekktasta útisamkoma á Íslandi er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum sem haldin hefur verið nánast árlega allt frá 1874.

Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey sem hafði í för með sér mikla eyðileggingu og röskun á högum Vestmannaeyinga. Um þriðjungur húsa í bænum fór undir hraun og ösku og annar þriðjungur skemmdist að meira eða minna leyti. Gosið stóð í rúma fimm mánuði en að því loknu hófst uppbygging af miklum krafti. Þegar eldgosið hófst voru íbúar Heimaeyjar, um 5.300 talsins, fluttir yfir á fastalandið. Talið er að allt að 1.700 hafi ekki snúið til baka að gosi loknu. Íbúum hefur fjölgað síðan en þó ekki upp í þann fjölda sem áður var. Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands voru íbúar Vestmannaeyja 4.282 þann 1. janúar 2016.

Viðbót við svarið

Glöggur lesandi benti okkur á að með aðeins annarri nálgun mætti segja að Hegranes í Skagafirði sé stærsta eyjan við Íslands. Máli sínu til stuðnings benti hann á að íslenskar eyjar væru ekki bara eyjar í sjó heldur einnig eyjar og hólmar í ferskvötnum og straumvatni, til dæmis Sandey í Þingvallavatni og Hrútey í Blöndu. Ef slíkar eyjar eru taldar með þá hefur Hegranes vinninginn, en það er til hálfs út í sjó og til hálfs afmarkað af eystri og vestari kvíslum Héraðsvatna. Í þessu svari er hins vegar kosið að fylgja þeirri hefð sem skapast hefur, til dæmis hjá Hagstofunni, og miða við eyjar í sjó.

Vísindavefurinn þakkar Hjörvari Péturssyni fyrir þessa ábendingu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.3.2002

Spyrjandi

Ragnar Freyr Kristinsson, f. 1993

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er stærsta eyjan við Ísland?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2002. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2188.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 14. mars). Hver er stærsta eyjan við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2188

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er stærsta eyjan við Ísland?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2002. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2188>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta eyjan við Ísland?
Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:

  • Heimaey 13,4 km2
  • Hrísey á Eyjafirði 8 km2
  • Hjörsey í Faxaflóa 5,5 km2
  • Grímsey 5,3 km2
Heimaey er ein þeirra 18 eyja sem ásamt fjölda skerja mynda Vestmannaeyjar. Eyjan er áþekk þríhyrningi í lögun, breiðust nyrst og mjókkar til suðurs. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni um aldur Vestmannaeyja kemur fram að elsti hluti Heimaeyjar, norðurhlutinn, sé talinn 10-13.000 ára. Hæsta fjall Heimaeyjar er Heimaklettur, 283 metrar yfir sjávarmál. Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir fjölskrúðugt fuglalíf og þar er meðal annars að finna allar tegundir sjávarfugla sem verpa við Ísland.

Heimaey er eina eyjan í Vestmannaeyjum sem er byggð en þar stendur Vestmannaeyjabær. Vestmannaeyjar eiga sér langa og merkilega sögu og eru henni gerð stuttlega skil á heimasíðu bæjarins. Einnig er ítarlegur kafli um Vestmannaeyjar eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson í Landið þitt Ísland, sjá heimildaskrá í lok svarsins.

Rannsóknir á mannvistarleifum í Herjólfsdal á Heimaey benda til þess að byggð hafi verið í Vestmannaeyjum talsvert fyrr en áður tímasett landnám á Íslandi, árið 874, en þetta er þó umdeilt meðal fræðimanna. Vestmannaeyjar voru í bændaeign fram á miðja 12. öld en komust þá undir biskupsstólinn í Skálholti. Eftir 1400 urðu eyjarnar einkaeign Noregskonunga og síðar Danakonunga og stóð það fram til 1874.Einn þekktasti atburður í sögu Vestmannaeyja er Tyrkjaránið árið 1627. Þá komu sjóræningjar frá Alsír til eyjanna á þremur skipum, tóku þeir um 240 manns höndum og fluttu í skip en drápu 34 aðra. Fangarnir voru seldir á þrælamarkaði í Alsír, en tíu árum síðar voru nokkrir þeirra leystir úr ánauð. Af þeim náðu 27 að komast aftur heim til Íslands.

Í gegnum aldirnar hefur sjósókn skipt miklu máli fyrir íbúa Vestmannaeyja. Fyrr á tímum var útræði stundað samhliða búskap en seinna urðu veiðar og fiskvinnsla aðal atvinnugreinarnar. Eftir að vélbátavæðing hófst snemma á síðustu öld og fram undir 1930 fjölgaði fólki ört í Vestmannaeyjum. Um tíma var bærinn annar fjölmennasti kaupstaður landsins á eftir Reykjavík og stærsta verstöð landsins.

Gróskumikið mannlíf hefur löngum verið í Vestmannaeyjum og íbúar þar staðið framarlega í ýmsum málum. Fyrsti barnaskóli á Íslandi var stofnaður í Vestmannaeyjum árið 1745 og þar er þriðja elsta steinkirkja landsins. Ein þekktasta útisamkoma á Íslandi er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum sem haldin hefur verið nánast árlega allt frá 1874.

Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey sem hafði í för með sér mikla eyðileggingu og röskun á högum Vestmannaeyinga. Um þriðjungur húsa í bænum fór undir hraun og ösku og annar þriðjungur skemmdist að meira eða minna leyti. Gosið stóð í rúma fimm mánuði en að því loknu hófst uppbygging af miklum krafti. Þegar eldgosið hófst voru íbúar Heimaeyjar, um 5.300 talsins, fluttir yfir á fastalandið. Talið er að allt að 1.700 hafi ekki snúið til baka að gosi loknu. Íbúum hefur fjölgað síðan en þó ekki upp í þann fjölda sem áður var. Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands voru íbúar Vestmannaeyja 4.282 þann 1. janúar 2016.

Viðbót við svarið

Glöggur lesandi benti okkur á að með aðeins annarri nálgun mætti segja að Hegranes í Skagafirði sé stærsta eyjan við Íslands. Máli sínu til stuðnings benti hann á að íslenskar eyjar væru ekki bara eyjar í sjó heldur einnig eyjar og hólmar í ferskvötnum og straumvatni, til dæmis Sandey í Þingvallavatni og Hrútey í Blöndu. Ef slíkar eyjar eru taldar með þá hefur Hegranes vinninginn, en það er til hálfs út í sjó og til hálfs afmarkað af eystri og vestari kvíslum Héraðsvatna. Í þessu svari er hins vegar kosið að fylgja þeirri hefð sem skapast hefur, til dæmis hjá Hagstofunni, og miða við eyjar í sjó.

Vísindavefurinn þakkar Hjörvari Péturssyni fyrir þessa ábendingu.

Heimildir og mynd:

...