Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?

Lundinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Talið er að yfir 1 milljón varppara séu í Vestmannaeyjum en það er rúmlega þriðjungur af íslenska lundastofninum. Nánar má lesa um lundann í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um lundann?

Þótt lundinn sé mjög áberandi í Vestmannaeyjum þá eru þar fleiri sjófuglar. Til dæmis er þar stærsta sjósvölubyggð í Evrópu, en talið er að 85-100.000 sjósvölupör verpi í eyjunum. Nær allar íslenskar stormsvölur verpa í Vestmannaeyjum og er talið að varppörin þar séu á bilinu 50-100.000.Fýllinn (Fulmarus glacialis) er algengur fugl í Vestmannaeyjum. Áður fyrr var hann mikið veiddur til matar.

Af öðrum sjófuglum má nefna fýl en um 65.000 varppör eru í Vestmannaeyjum, um 57.000 langvíupör verpa í eyjunum, þar eru um 32.000 ritupör, 9.000 súlupör og um 5.600 álkupör. Loks má geta þess að Vestmannaeyjar eru eini varpstaður skrofu á Íslandi en 7-10.000 skrofupör verpa þar.

Hægt er að fræðast um allar þessar fuglategundir á vefnum Heimaslóð sem er sögu-, menningar- og náttúrufarsvefur um Vestmannaeyjar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

10.3.2008

Spyrjandi

Inga Hrönn Jónsdóttir, f. 1995

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2008. Sótt 25. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7207.

EDS. (2008, 10. mars). Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7207

EDS. „Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2008. Vefsíða. 25. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7207>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jónas R. Viðarsson

1971

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og Nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.