Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?

ÍDÞ

Með nútímatækni og þeim möguleikum sem Netið býður upp á er tiltölulega lítið mál að mæla fjarlægðir milli staða. Við áætlun vegalengda þarf hins vegar að athuga hvernig mælt er. Til dæmis stoðar lítið að vita hver loftlínan frá Reykjavík til Akureyrar er ef menn ætla að ferðast í bíl. Hún gagnast flugvélum þó vitanlega vel en samt sem áður fljúga þær ekki alltaf „stystu“ leiðina en það er annað mál.Vestmannaeyjabær

Með kortavef Já.is við höndina er unnt að finna loftlínu milli staða og ef menn vanda sig vel mætti finna þokkalega nákvæman kílómetrafjölda milli staða þegar ekið er. Aftur á móti sýnir vefur Vegagerðarinnar nákvæmar tölur á milli fjölmargra staða.

Um það bil 72 kílómetrar eru á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja í beinni loftlínu. Herjólfur fer aftur á móti örlítið lengri leið eða um 75 km. Með tilkomu Landeyjahafnar styttist sjóvegalengd á milli lands og Eyja töluvert eða niður í um 13 km. Á hinn bóginn eru 137 km frá Reykjavík til Landeyjahafnar en 51 km frá Reykjavík til Þorlákshafnar. Ferðalagið mun samt sem áður taka mun styttri tíma fyrir þá sem ferðast á milli Eyja og höfuðborgarsvæðisins þó heildarkílómetrafjöldinn verði meiri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

1.9.2010

Spyrjandi

Fanney Hrafnsdóttir, f. 1994

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?“ Vísindavefurinn, 1. september 2010, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52892.

ÍDÞ. (2010, 1. september). Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52892

ÍDÞ. „Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2010. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52892>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?
Með nútímatækni og þeim möguleikum sem Netið býður upp á er tiltölulega lítið mál að mæla fjarlægðir milli staða. Við áætlun vegalengda þarf hins vegar að athuga hvernig mælt er. Til dæmis stoðar lítið að vita hver loftlínan frá Reykjavík til Akureyrar er ef menn ætla að ferðast í bíl. Hún gagnast flugvélum þó vitanlega vel en samt sem áður fljúga þær ekki alltaf „stystu“ leiðina en það er annað mál.Vestmannaeyjabær

Með kortavef Já.is við höndina er unnt að finna loftlínu milli staða og ef menn vanda sig vel mætti finna þokkalega nákvæman kílómetrafjölda milli staða þegar ekið er. Aftur á móti sýnir vefur Vegagerðarinnar nákvæmar tölur á milli fjölmargra staða.

Um það bil 72 kílómetrar eru á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja í beinni loftlínu. Herjólfur fer aftur á móti örlítið lengri leið eða um 75 km. Með tilkomu Landeyjahafnar styttist sjóvegalengd á milli lands og Eyja töluvert eða niður í um 13 km. Á hinn bóginn eru 137 km frá Reykjavík til Landeyjahafnar en 51 km frá Reykjavík til Þorlákshafnar. Ferðalagið mun samt sem áður taka mun styttri tíma fyrir þá sem ferðast á milli Eyja og höfuðborgarsvæðisins þó heildarkílómetrafjöldinn verði meiri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...