Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:

Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því?

Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að sleppa þeim lausum. Slíkar tilraunir hafa hins vegar endað frekar illa. Fyrst voru hérar fluttir til Íslands árið 1784 en þeir drápust sennilega vegna ágangs tófu. Árið 1861 voru nokkrir hérar fluttir út í Viðey en þar sem þeir þóttu frekar aðgangsharðir í æðavarpinu voru þeir drepnir.

Fyrri tilraunir manna til að koma á fót íslenskum hérastofni hafa ekki tekist og afar litlar líkur eru á því að reynt verði að endurtaka leikinn nú á dögum. Viðhorf til innflutnings á dýrum í villta náttúru landsins hafa gjörbreyst frá því sem fyrr var. Áhrifin af slíkum tilraunum kynnu að verða umtalsverð á vistkerfi landsins.

Fjallahéri (Lepus timidus) á Hjaltlandseyjum.

Þess má að lokum geta að fjallahérar (Lepus timidus) lifa villtir í Færeyjum og virðist dýrunum vegna þar vel. Enginn refastofn er í Færeyjum og hérarnir eru því lausir við ágang refa. Refir hafa engu að síður sloppið við og við af refabúum í Færeyjum en ekki náð að hasla sér völl. Alls var þremur hérum sleppt lausum nærri Þórshöfn árið 1854 og er talið að allir hérar á eyjunum séu komnir af þessum dýrum. Færeyski hérastofninn telur nú í kringum 15 þúsund dýr!

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2021. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81722.

Jón Már Halldórsson. (2021, 19. maí). Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81722

Jón Már Halldórsson. „Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2021. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81722>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var:

Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því?

Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að sleppa þeim lausum. Slíkar tilraunir hafa hins vegar endað frekar illa. Fyrst voru hérar fluttir til Íslands árið 1784 en þeir drápust sennilega vegna ágangs tófu. Árið 1861 voru nokkrir hérar fluttir út í Viðey en þar sem þeir þóttu frekar aðgangsharðir í æðavarpinu voru þeir drepnir.

Fyrri tilraunir manna til að koma á fót íslenskum hérastofni hafa ekki tekist og afar litlar líkur eru á því að reynt verði að endurtaka leikinn nú á dögum. Viðhorf til innflutnings á dýrum í villta náttúru landsins hafa gjörbreyst frá því sem fyrr var. Áhrifin af slíkum tilraunum kynnu að verða umtalsverð á vistkerfi landsins.

Fjallahéri (Lepus timidus) á Hjaltlandseyjum.

Þess má að lokum geta að fjallahérar (Lepus timidus) lifa villtir í Færeyjum og virðist dýrunum vegna þar vel. Enginn refastofn er í Færeyjum og hérarnir eru því lausir við ágang refa. Refir hafa engu að síður sloppið við og við af refabúum í Færeyjum en ekki náð að hasla sér völl. Alls var þremur hérum sleppt lausum nærri Þórshöfn árið 1854 og er talið að allir hérar á eyjunum séu komnir af þessum dýrum. Færeyski hérastofninn telur nú í kringum 15 þúsund dýr!

Frekara lesefni:

Mynd: