Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?

Númi Steinn Möller Hallgrímsson og Sindri Smárason

Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:
Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá honum. Hafa kanínurnar síðan tímgast þar í nágrenninu, og jafnvel heyrst að þeirra hafi orðið vart inni í Botnsdal, hvort sem þær eru frá Litla-Sands-stofninum, ellegar þær hafa sloppið úr eldi frá öðrum bæjum.
Kanínur hafa þannig að minnsta kosti verið komnar til Íslands um og eftir 1930. Einhverjar þeirra hafa sloppið úr eldi og fjölgað sér í náttúrunni. Slíkt hefur vafalítið gerst reglulega.

Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands en þær hafa að minnsta kosti verið komnar hingað til lands um og eftir 1930.

Ekki er vitað hvort áðurnefndar kanínur hafi lifað af í lengri tíma. Þær kanínur sem nú er að finna í Öskjuhlíðinni og í Elliðaárdal voru langflestar gæludýr sem hafa annaðhvort sloppið frá eigendum sínum eða verið sleppt út í náttúruna.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

4.7.2013

Spyrjandi

Rakel Árnadóttir

Tilvísun

Númi Steinn Möller Hallgrímsson og Sindri Smárason. „Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2013, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61300.

Númi Steinn Möller Hallgrímsson og Sindri Smárason. (2013, 4. júlí). Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61300

Númi Steinn Möller Hallgrímsson og Sindri Smárason. „Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2013. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61300>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?
Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:

Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá honum. Hafa kanínurnar síðan tímgast þar í nágrenninu, og jafnvel heyrst að þeirra hafi orðið vart inni í Botnsdal, hvort sem þær eru frá Litla-Sands-stofninum, ellegar þær hafa sloppið úr eldi frá öðrum bæjum.
Kanínur hafa þannig að minnsta kosti verið komnar til Íslands um og eftir 1930. Einhverjar þeirra hafa sloppið úr eldi og fjölgað sér í náttúrunni. Slíkt hefur vafalítið gerst reglulega.

Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands en þær hafa að minnsta kosti verið komnar hingað til lands um og eftir 1930.

Ekki er vitað hvort áðurnefndar kanínur hafi lifað af í lengri tíma. Þær kanínur sem nú er að finna í Öskjuhlíðinni og í Elliðaárdal voru langflestar gæludýr sem hafa annaðhvort sloppið frá eigendum sínum eða verið sleppt út í náttúruna.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....