Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

JMH og UÁ

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýra, og er oft þýtt með íslenska orðinu hind.Kvenkyns kanína (kæna?) og karlkyns (kani?) til hægri

Ekki hefur skapast föst venja um íslensk heiti á kynjum kanína svo höfundar þessa svars viti. Þess má þó geta að þegar innflutningur angórukanína hófst til landsins frá Vestur-Þýskalandi árið 1981, þótti tilefni til að finna nöfn á kynin en sú umræða bar ekki árangur. Ein tillaga hlaut nokkrar undirtektir og rétt að bera hana undir gesti Vísindavefsins: kani fyrir karlkanínur og kæna um kvenkanínur. Orðin eru mynduð eftir heitum karl- og kvenkyns hænsfugla, það er hani og hæna. Til dæmis eru þessi nöfn notuð á vef Húsdýragarðsins og kanínuunginn nefndur kjáni!

Orðið „kani“ hefur nokkrar merkingar í íslensku á ólíkum málsviðum og í dýrafræði er það notað sem seinni liður í nöfnum nokkurra fuglategunda. Kannski eru því ekki flokkunarfræðilegar forsendur fyrir notkun orðsins yfir karlkyns kanínur. „Kæna“ er hinsvegar eingöngu tengt bátum og sjómennsku og því líklega óhætt að bæta dýrafræðilegri merkingu við orðið. Kanínueigendum og öðrum áhugamönnum um dýr og málfar er velkomið að senda inn sínar hugmyndir. Góðum hugmyndum verður komið á framfæri á þessari síðu.

Heimildir og mynd:


Fyrir kanínuáhugamenn skal bent á eftirtalin svör á Vísindavefnum (sem einnig má nálgast með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu):

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

11.8.2003

Spyrjandi

Harpa Eik Guðmundsdóttir, f. 1994

Tilvísun

JMH og UÁ. „Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2003. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3648.

JMH og UÁ. (2003, 11. ágúst). Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3648

JMH og UÁ. „Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2003. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3648>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?
Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýra, og er oft þýtt með íslenska orðinu hind.Kvenkyns kanína (kæna?) og karlkyns (kani?) til hægri

Ekki hefur skapast föst venja um íslensk heiti á kynjum kanína svo höfundar þessa svars viti. Þess má þó geta að þegar innflutningur angórukanína hófst til landsins frá Vestur-Þýskalandi árið 1981, þótti tilefni til að finna nöfn á kynin en sú umræða bar ekki árangur. Ein tillaga hlaut nokkrar undirtektir og rétt að bera hana undir gesti Vísindavefsins: kani fyrir karlkanínur og kæna um kvenkanínur. Orðin eru mynduð eftir heitum karl- og kvenkyns hænsfugla, það er hani og hæna. Til dæmis eru þessi nöfn notuð á vef Húsdýragarðsins og kanínuunginn nefndur kjáni!

Orðið „kani“ hefur nokkrar merkingar í íslensku á ólíkum málsviðum og í dýrafræði er það notað sem seinni liður í nöfnum nokkurra fuglategunda. Kannski eru því ekki flokkunarfræðilegar forsendur fyrir notkun orðsins yfir karlkyns kanínur. „Kæna“ er hinsvegar eingöngu tengt bátum og sjómennsku og því líklega óhætt að bæta dýrafræðilegri merkingu við orðið. Kanínueigendum og öðrum áhugamönnum um dýr og málfar er velkomið að senda inn sínar hugmyndir. Góðum hugmyndum verður komið á framfæri á þessari síðu.

Heimildir og mynd:


Fyrir kanínuáhugamenn skal bent á eftirtalin svör á Vísindavefnum (sem einnig má nálgast með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu):...