Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta kanínur orðið gamlar?

Jón Már Halldórsson

Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar.

Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculus en ýmis ræktunarafbrigði hennar eru kunn víða um Evrópu. Hér á landi er meira að segja kominn vísir að villtum stofnum kanína.

Kanínur sem eru gæludýr geta orðið 8 til 10 ára gamlar og örfáar kanínunar hafa orðið allt að 13 ára gamlar. Kanínur sem lifa úti í náttúrunni lifa sjaldnast lengur en í 3 til 4 ár.

Evrópskar villikanínur (Oryctolagus cuniculus).

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.7.2002

Síðast uppfært

14.3.2022

Spyrjandi

Hildur Björg Georgsdóttir,
Halldór Björnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta kanínur orðið gamlar?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2002, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2553.

Jón Már Halldórsson. (2002, 2. júlí). Hvað geta kanínur orðið gamlar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2553

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta kanínur orðið gamlar?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2002. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2553>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta kanínur orðið gamlar?
Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar.

Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculus en ýmis ræktunarafbrigði hennar eru kunn víða um Evrópu. Hér á landi er meira að segja kominn vísir að villtum stofnum kanína.

Kanínur sem eru gæludýr geta orðið 8 til 10 ára gamlar og örfáar kanínunar hafa orðið allt að 13 ára gamlar. Kanínur sem lifa úti í náttúrunni lifa sjaldnast lengur en í 3 til 4 ár.

Evrópskar villikanínur (Oryctolagus cuniculus).

Mynd:...