Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað éta kanínur?

Eva María Oddsdóttir, Guðrún Þóra Atladóttir og Kristín Birta Atladóttir

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur.

Kanínur eru svokölluð fölsk jórturdýr og gefa frá sér tvær mismunandi gerðir hægða. Fyrri gerðin eru mjúkar og slímugar kúlur, ljósgrænar að lit. Þessar hægðir hafa ekki verið fullmeltar og kanínurnar éta þær strax eftir að þær gefa þær frá sér, gjarnan að nóttu til eða snemma morguns. Seinni gerð hægða eru fullmeltar en þær eru dökkar og harðar. Með því að láta matinn fara tvisvar í gegnum meltingarkerfið á þennan hátt ná kanínurnar að vinna næringarefnin úr fæðunni betur en ella.

Kanínum finnst gott að éta gras.

Þeir sem eiga kanínur sem gæludýr geta gefið þeim ýmsan mat. Framleiddar eru fóðurblöndur eða kjarnfóður fyrir kanínur en passa verður að gefa þeim ekki of stóra skammta af slíku því þá geta þær þyngst óhóflega og veikst. Gott er að fóðurblandan sé trefjarík og gæta verður að því að fóðrið sé ætlað kanínum en fóður sem ætlað er öðrum nagdýrategundum hentar kanínum oft illa.

Kanínur hafa gott af því að fá nóg af heyi og grasi og þær geta lifað á slíku fæði eintómu. Einnig er gott að gefa þeim ýmiss konar grænmeti, svo sem salat, kál, gulrætur og fleira. Þær geta líka étið ýmislegt úr garðinum, eins og fífla og arfa. Best er að hafa fæðuna fjölbreytta og gefa þeim grænmeti á hverjum degi. Hins vegar mega kanínur helst ekki borða brauð eða annað kornmeti og forðast ber að gefa þeim salt- og sykurríkar fæðutegundir.

Snöggar breytingar á fæðu geta farið illa í meltingarfæri kanína. Það borgar sig að venja þær við nýjar fæðutegundir smátt og smátt með því að gefa þeim lítinn skammt að smakka og fylgjast svo með því hvort þær fái niðurgang á næstu tveimur sólarhringum. Ef þær fá niðurgang skal hætta að gefa þeim fæðutegundina en annars má halda því áfram og gefa þeim jafnvel aðra nýja fæðutegund nokkrum dögum seinna. Kanínur þurfa líka að hafa aðgang að fersku vatni og nauðsynlegt er að gefa þeim hreint vatn reglulega.

Heimildir

Mynd:

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

28.6.2012

Spyrjandi

Valgerður Bjarnadóttir, Andrea Helgadóttir

Tilvísun

Eva María Oddsdóttir, Guðrún Þóra Atladóttir og Kristín Birta Atladóttir. „Hvað éta kanínur?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10877.

Eva María Oddsdóttir, Guðrún Þóra Atladóttir og Kristín Birta Atladóttir. (2012, 28. júní). Hvað éta kanínur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10877

Eva María Oddsdóttir, Guðrún Þóra Atladóttir og Kristín Birta Atladóttir. „Hvað éta kanínur?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10877>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta kanínur?
Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur.

Kanínur eru svokölluð fölsk jórturdýr og gefa frá sér tvær mismunandi gerðir hægða. Fyrri gerðin eru mjúkar og slímugar kúlur, ljósgrænar að lit. Þessar hægðir hafa ekki verið fullmeltar og kanínurnar éta þær strax eftir að þær gefa þær frá sér, gjarnan að nóttu til eða snemma morguns. Seinni gerð hægða eru fullmeltar en þær eru dökkar og harðar. Með því að láta matinn fara tvisvar í gegnum meltingarkerfið á þennan hátt ná kanínurnar að vinna næringarefnin úr fæðunni betur en ella.

Kanínum finnst gott að éta gras.

Þeir sem eiga kanínur sem gæludýr geta gefið þeim ýmsan mat. Framleiddar eru fóðurblöndur eða kjarnfóður fyrir kanínur en passa verður að gefa þeim ekki of stóra skammta af slíku því þá geta þær þyngst óhóflega og veikst. Gott er að fóðurblandan sé trefjarík og gæta verður að því að fóðrið sé ætlað kanínum en fóður sem ætlað er öðrum nagdýrategundum hentar kanínum oft illa.

Kanínur hafa gott af því að fá nóg af heyi og grasi og þær geta lifað á slíku fæði eintómu. Einnig er gott að gefa þeim ýmiss konar grænmeti, svo sem salat, kál, gulrætur og fleira. Þær geta líka étið ýmislegt úr garðinum, eins og fífla og arfa. Best er að hafa fæðuna fjölbreytta og gefa þeim grænmeti á hverjum degi. Hins vegar mega kanínur helst ekki borða brauð eða annað kornmeti og forðast ber að gefa þeim salt- og sykurríkar fæðutegundir.

Snöggar breytingar á fæðu geta farið illa í meltingarfæri kanína. Það borgar sig að venja þær við nýjar fæðutegundir smátt og smátt með því að gefa þeim lítinn skammt að smakka og fylgjast svo með því hvort þær fái niðurgang á næstu tveimur sólarhringum. Ef þær fá niðurgang skal hætta að gefa þeim fæðutegundina en annars má halda því áfram og gefa þeim jafnvel aðra nýja fæðutegund nokkrum dögum seinna. Kanínur þurfa líka að hafa aðgang að fersku vatni og nauðsynlegt er að gefa þeim hreint vatn reglulega.

Heimildir

Mynd:...