Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvað geta úlfar orðið stórir?

Jón Már Halldórsson

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfirborðsflatarmál hafa þau hlutfallslega og hitatap verður þess vegna ekki eins mikið. Þetta getur skipt miklu máli fyrir dýr sem lifa á heimskautasvæðunum. Regla Bergmanns á vel við þegar fjallað er um líkamsstærð úlfsins (Canus lupus) þar sem þessi tegund hefur sögulega afar mikla útbreiðslu.

Úlfar í Evrópu og Asíu eru oft á bilinu 35-40 kg en stærstu dýrin sem lifa lengst í norðri geta orðið um eða yfir 80 kg.

Fullvaxnir úlfar eru gjarnan á bilinu 105–160 cm að lengd og 80–85 cm á hæð á herðakamb en það er þó breytilegt eftir heimkynnum. Úlfar sem finnast á Indlandi og Arabíuskaga eru að jafnaði rétt rúmlega 20 kg að þyngd en úlfar í Evrópu og Norður-Ameríku eru oft 35-40 kg. Úlfar sem lifa hvað lengst í norðri, á eyjum Kanada og á túndrusvæðum Alaska og Rússlands, geta hins vegar orðið um 70 kg.

Stærsti úlfur sem veiðst hefur í Norður-Ameríku var karldýr sem var fellt í Alaska árið 1939 og reyndist vera 79,3 kg. Enn stærra dýr hefur verið veitt í Evrasíu því skömmu eftir seinna stríð var felldur úlfur í Poltravskí-héraði í Úkraínu sem vó hvorki meira né minna en 86 kg. Sögusagnir eru um enn stærri úlfa sem hafa vegið allt að 100 kg en þær eru óstaðfestar.

Samanburður á beinagrindum úlfs (Canis lupus) og ógnarúlfs (Canis dirus).

Þegar talað er um stórvaxna úlfa þá er varla hægt að sleppa hinum útdauða ógnarúlfi (Canis dirus) sem lifði á sléttlendi Norður-Ameríku og dó sennilega út fyrir um 10 þúsund árum síðan. Þessir stórvöxnu úlfar gátu líklega vegið allt að 90 kg.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.3.2016

Spyrjandi

Alvin Máni Möller

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta úlfar orðið stórir? “ Vísindavefurinn, 14. mars 2016. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71363.

Jón Már Halldórsson. (2016, 14. mars). Hvað geta úlfar orðið stórir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71363

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta úlfar orðið stórir? “ Vísindavefurinn. 14. mar. 2016. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71363>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta úlfar orðið stórir?
Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfirborðsflatarmál hafa þau hlutfallslega og hitatap verður þess vegna ekki eins mikið. Þetta getur skipt miklu máli fyrir dýr sem lifa á heimskautasvæðunum. Regla Bergmanns á vel við þegar fjallað er um líkamsstærð úlfsins (Canus lupus) þar sem þessi tegund hefur sögulega afar mikla útbreiðslu.

Úlfar í Evrópu og Asíu eru oft á bilinu 35-40 kg en stærstu dýrin sem lifa lengst í norðri geta orðið um eða yfir 80 kg.

Fullvaxnir úlfar eru gjarnan á bilinu 105–160 cm að lengd og 80–85 cm á hæð á herðakamb en það er þó breytilegt eftir heimkynnum. Úlfar sem finnast á Indlandi og Arabíuskaga eru að jafnaði rétt rúmlega 20 kg að þyngd en úlfar í Evrópu og Norður-Ameríku eru oft 35-40 kg. Úlfar sem lifa hvað lengst í norðri, á eyjum Kanada og á túndrusvæðum Alaska og Rússlands, geta hins vegar orðið um 70 kg.

Stærsti úlfur sem veiðst hefur í Norður-Ameríku var karldýr sem var fellt í Alaska árið 1939 og reyndist vera 79,3 kg. Enn stærra dýr hefur verið veitt í Evrasíu því skömmu eftir seinna stríð var felldur úlfur í Poltravskí-héraði í Úkraínu sem vó hvorki meira né minna en 86 kg. Sögusagnir eru um enn stærri úlfa sem hafa vegið allt að 100 kg en þær eru óstaðfestar.

Samanburður á beinagrindum úlfs (Canis lupus) og ógnarúlfs (Canis dirus).

Þegar talað er um stórvaxna úlfa þá er varla hægt að sleppa hinum útdauða ógnarúlfi (Canis dirus) sem lifði á sléttlendi Norður-Ameríku og dó sennilega út fyrir um 10 þúsund árum síðan. Þessir stórvöxnu úlfar gátu líklega vegið allt að 90 kg.

Myndir:

...