Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er útbreiðsla úlfa?

Jón Már Halldórsson

Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum stíl um margra alda skeið, aðallega í þeim tilgangi að verja búfé. Auk þess hefur töluvert verið gengið á búsvæði þeirra. Afleiðingin er sú að útbreiðsla úlfa er nú ekki nema hluti af því sem hún áður var.

Úlfar á Íberíuskaga.

Í dag finnast úlfar líklega í rétt um 30 ríkjum í Evrópu. Flestir eru úlfarnir í Rússlandi, 25-30.000 einstaklingar, en í sumum þessara ríkja er ekki hægt að tala um stofn þar sem aðeins örfá dýr hafa sést síðustu ár. Í Asíu lifa úlfar í um 14 ríkjum, flestir í Kasakstan, Mongólíu og Kína. Í Norður-Ameríku eru úlfar í Kanada líklega ríflega 60 þúsund, í Bandaríkjunum finnast um 9.000 úlfar, flestir í Alaska. Á Grænlandi finnst lítinn stofn úlfa, innan við 100 einstaklingar. Áður voru úlfar útbreiddir í Mexíkó en þar var um að ræða smávaxna undirtegund (Canis lupus baileyi) sem nú er talin útdauð þar í landi en einhverjir einstaklingar finnast í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum.

Núverandi og fyrrverandi útbreiðsla úlfa. Í sumum löndum eru stofnar mjög litlir, allt undir 100 einstaklingar en í nokkrum löndum eru stofnar sem telja þúsundir einstaklinga.

Viðhorf til úlfa hefur víða breyst undanfarna áratugi. Ekki er lengur litið á þá sem réttdræpa heldur vilja menn frekar reyna að vernda þá. Í Evrópu hefur þetta haft í för með sér að útbreiðsla þeirra er að aukast aftur, til dæmis hefur sést til úlfa bæði í Danmörku og Belgíu á síðust árum og eru það fyrstu dæmi um úlfa í þessum löndum í meira en 150 ár.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.2.2016

Spyrjandi

Alvin Máni Möller

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er útbreiðsla úlfa?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2016, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71247.

Jón Már Halldórsson. (2016, 12. febrúar). Hver er útbreiðsla úlfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71247

Jón Már Halldórsson. „Hver er útbreiðsla úlfa?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2016. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er útbreiðsla úlfa?
Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum stíl um margra alda skeið, aðallega í þeim tilgangi að verja búfé. Auk þess hefur töluvert verið gengið á búsvæði þeirra. Afleiðingin er sú að útbreiðsla úlfa er nú ekki nema hluti af því sem hún áður var.

Úlfar á Íberíuskaga.

Í dag finnast úlfar líklega í rétt um 30 ríkjum í Evrópu. Flestir eru úlfarnir í Rússlandi, 25-30.000 einstaklingar, en í sumum þessara ríkja er ekki hægt að tala um stofn þar sem aðeins örfá dýr hafa sést síðustu ár. Í Asíu lifa úlfar í um 14 ríkjum, flestir í Kasakstan, Mongólíu og Kína. Í Norður-Ameríku eru úlfar í Kanada líklega ríflega 60 þúsund, í Bandaríkjunum finnast um 9.000 úlfar, flestir í Alaska. Á Grænlandi finnst lítinn stofn úlfa, innan við 100 einstaklingar. Áður voru úlfar útbreiddir í Mexíkó en þar var um að ræða smávaxna undirtegund (Canis lupus baileyi) sem nú er talin útdauð þar í landi en einhverjir einstaklingar finnast í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum.

Núverandi og fyrrverandi útbreiðsla úlfa. Í sumum löndum eru stofnar mjög litlir, allt undir 100 einstaklingar en í nokkrum löndum eru stofnar sem telja þúsundir einstaklinga.

Viðhorf til úlfa hefur víða breyst undanfarna áratugi. Ekki er lengur litið á þá sem réttdræpa heldur vilja menn frekar reyna að vernda þá. Í Evrópu hefur þetta haft í för með sér að útbreiðsla þeirra er að aukast aftur, til dæmis hefur sést til úlfa bæði í Danmörku og Belgíu á síðust árum og eru það fyrstu dæmi um úlfa í þessum löndum í meira en 150 ár.

Myndir:

...