Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?

Magnús Viðar Skúlason

Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:
Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.
Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:
Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra.
Sem sagt er það meginregla í íslenskri stjórnsýslu að óheimilt sé að flytja dýr til landsins. Hinsvegar stendur nánar í 2. mgr. að landbúnaðarráðherra geti veitt undanþágur að fengnum meðmælum frá yfirdýralækni enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum sem felast í þessum lögum. Dýrum sem flutt eru ólöglega til landsins skal hins vegar tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af.

Til að geta fengið að flytja inn apa til landsins þarf því að leggja inn skriflega umsókn hjá Landbúnaðarráðuneytinu sem er til húsa að Sölvhólsgötu 7 og er opið frá 8:30 til 16:00, alla virka daga.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

7.5.2001

Spyrjandi

Sveinn Gauti Einarsson, f. 1989

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2001. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1573.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 7. maí). Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1573

Magnús Viðar Skúlason. „Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2001. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1573>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?
Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:

Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.
Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:
Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra.
Sem sagt er það meginregla í íslenskri stjórnsýslu að óheimilt sé að flytja dýr til landsins. Hinsvegar stendur nánar í 2. mgr. að landbúnaðarráðherra geti veitt undanþágur að fengnum meðmælum frá yfirdýralækni enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum sem felast í þessum lögum. Dýrum sem flutt eru ólöglega til landsins skal hins vegar tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af.

Til að geta fengið að flytja inn apa til landsins þarf því að leggja inn skriflega umsókn hjá Landbúnaðarráðuneytinu sem er til húsa að Sölvhólsgötu 7 og er opið frá 8:30 til 16:00, alla virka daga....