Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?

Magnús Viðar Skúlason

Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar.

Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“

Vafamál getur leikið á því hvað teljist lög. Er þá verið að tala um lög sem einungis eru komin frá löggjafanum (Alþingi)? Eða tekur orðið til allra reglna, hvort sem þær eru lögbundnar eða ekki og hvort sem þær eru komnar beint frá löggjafanum eða frá handhöfum framkvæmdavalds? Á þá einnig að taka tillit til allra þeirra réttarheimilda sem íslenskur réttur styðst við eins og eðli máls, meginreglur laga, venjur og svo framvegis? Hægt væri að skrifa langa og góða ritgerð um þetta álitamál en almennt er talið að í þessu ákvæði sé einmitt verið að tala um 1) lög frá hinu háa Alþingi og 2) reglugerðir sem ráðherrar gefa út fyrir viðeigandi ráðuneyti með stoð í lögum.

Almennt er litið svo á að lög taki ekki gildi fyrr en við birtingu. Birting er því yfirleitt síðasti liður í ferlinu sem lög ganga gegnum, frá fyrstu umræðu á Alþingi og til gildistöku.

Lög sem Alþingi hefur samþykkt og þær reglugerðir sem komnar eru frá ráðherrum eru öll birt í heftinu Stjórnartíðindi, sem dómsmálaráðuneytið gefur út. Um heftið eru lög nr. 64/1943. Stjórnartíðindi skiptast upp í þrjár deildir: A-deild, B-deild og C-deild. Í A-deildinni eru birt öll lög frá Alþingi, sem og þingsályktanir er kveða á um framkvæmd almennra málefna. Í B-deildinni eru birtar allar reglugerðir sem ráðherrar hafa gefið út, ásamt öðrum almennu tilkynningum, ákvörðunum frá ráðuneytum og þess háttar. Í C-deildinni eru birtir samningar sem Ísland gerir við önnur ríki.

Í þessum lögum eru líka ákvæði um Lögbirtingarblaðið, einnig útgefið af dómsmálaráðuneytinu. Í niðurmáli laganna er þar tekið skýrt fram að þau ákvæði sem lög og reglugerðir geyma teljast ekki hafa almennt gildi fyrr en þau hafa verið birt.

Í takt við tímann og nýja tækni hefur verið sett upp mjög fullkomin leitarvél á heimasíðu Alþingis á netinu (http://www.althingi.is), þar sem hægt er að leita uppi lög og reglugerðir sem hafa verið birt hér á landi.

Reglugerðir útgefnar af ráðuneytum eru enn sem komið er einungis fáanlegar í einu lagi í formi Stjórnartíðinda sem útgefin eru af dómsmálaráðuneytinu. Hægt er að nálgast lagasafnið í tölvutæku formi á geisladiski en þar finnast einungis sett lög frá Alþingi og alþjóðasamningar sem Ísland er aðili að.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Þröstur Freyr Gylfason

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1171.

Magnús Viðar Skúlason. (2000, 24. nóvember). Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1171

Magnús Viðar Skúlason. „Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1171>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?
Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar.

Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“

Vafamál getur leikið á því hvað teljist lög. Er þá verið að tala um lög sem einungis eru komin frá löggjafanum (Alþingi)? Eða tekur orðið til allra reglna, hvort sem þær eru lögbundnar eða ekki og hvort sem þær eru komnar beint frá löggjafanum eða frá handhöfum framkvæmdavalds? Á þá einnig að taka tillit til allra þeirra réttarheimilda sem íslenskur réttur styðst við eins og eðli máls, meginreglur laga, venjur og svo framvegis? Hægt væri að skrifa langa og góða ritgerð um þetta álitamál en almennt er talið að í þessu ákvæði sé einmitt verið að tala um 1) lög frá hinu háa Alþingi og 2) reglugerðir sem ráðherrar gefa út fyrir viðeigandi ráðuneyti með stoð í lögum.

Almennt er litið svo á að lög taki ekki gildi fyrr en við birtingu. Birting er því yfirleitt síðasti liður í ferlinu sem lög ganga gegnum, frá fyrstu umræðu á Alþingi og til gildistöku.

Lög sem Alþingi hefur samþykkt og þær reglugerðir sem komnar eru frá ráðherrum eru öll birt í heftinu Stjórnartíðindi, sem dómsmálaráðuneytið gefur út. Um heftið eru lög nr. 64/1943. Stjórnartíðindi skiptast upp í þrjár deildir: A-deild, B-deild og C-deild. Í A-deildinni eru birt öll lög frá Alþingi, sem og þingsályktanir er kveða á um framkvæmd almennra málefna. Í B-deildinni eru birtar allar reglugerðir sem ráðherrar hafa gefið út, ásamt öðrum almennu tilkynningum, ákvörðunum frá ráðuneytum og þess háttar. Í C-deildinni eru birtir samningar sem Ísland gerir við önnur ríki.

Í þessum lögum eru líka ákvæði um Lögbirtingarblaðið, einnig útgefið af dómsmálaráðuneytinu. Í niðurmáli laganna er þar tekið skýrt fram að þau ákvæði sem lög og reglugerðir geyma teljast ekki hafa almennt gildi fyrr en þau hafa verið birt.

Í takt við tímann og nýja tækni hefur verið sett upp mjög fullkomin leitarvél á heimasíðu Alþingis á netinu (http://www.althingi.is), þar sem hægt er að leita uppi lög og reglugerðir sem hafa verið birt hér á landi.

Reglugerðir útgefnar af ráðuneytum eru enn sem komið er einungis fáanlegar í einu lagi í formi Stjórnartíðinda sem útgefin eru af dómsmálaráðuneytinu. Hægt er að nálgast lagasafnið í tölvutæku formi á geisladiski en þar finnast einungis sett lög frá Alþingi og alþjóðasamningar sem Ísland er aðili að....