Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:53 • Sest 07:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:00 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík

Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?

Baldur S. Blöndal

Hér koma ýmis lög til greina og svarið við spurningunni fer meðal annars eftir því við hvað er miðað. Hægt er að meta lengd lagabálka með hliðsjón af greinarfjölda laganna og einnig blaðsíðufjölda þeirra, þá kemur líka til skoðunar hvort viðaukar og fylgiskjöl séu talin með eða ekki.

Sé miðað við fjölda greina eru þær flestar í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. Sá lagabálkur telur 267 greinar en það segir ekki alla söguna. Á þeim 80 árum síðan lögin voru sett hafa verið gerðar á þeim fjölmargar breytingar, nýjum greinum hefur verið bætt við og aðrar felldar brott. Upphaflega voru greinarnar 271 en þegar greinanúmerin eru talin nú er fjöldinn 292. Nokkrar þeirra eru hins vegar tómar og „virkar“ greinar í lögunum eru nú um 266.

Sama hvaða aðferð er notuð við að telja greinarnar eru þær alltaf flestar í hegningarlögunum. Hegningarlögin eru því sá lagabálkur sem hefur flestar greinar, en lengd þeirra í blaðsíðum er 26 í tveggja dálka prentforminu á vef Alþingis.

Næstflestar greinar eru í siglingalögum, nr. 34/1985. Þar er hæsta númerið 244, fjöldi greinarnúmera er 260 og bálkurinn telur 25 útprentaðar blaðsíður.

Sama hvaða aðferð er notuð við að telja greinarnar eru þær alltaf flestar í hegningarlögunum.

Ef miðað er við blaðsíðulengd eru lengstu lög í lagasafninu hins vegar lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Þau eru 61 síða í tveggja dálka forminu. Það sem gerir þessi lög svona löng er fylgiskjal með reglugerð ESB númer 2016/679 sem hefur lagagildi hér á landi. Lagatextinn sjálfur er aðeins 10 síður en fylgiskjalið 51 síða.

Næstlengstu lögin í blaðsíðum talið (og þau lengstu án fylgiskjals) eru lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, alls 50 síður.

Hins vegar er ekki allt efni laga birt í lagasafninu, af ýmsum ástæðum. Þannig eru viðaukar við tollalög, nr. 88/2005, ekki birtir, þar á meðal viðauki I sem er tollskráin sem aðgengileg er á vef Skattsins. Þegar lög nr. 88/2005 voru birt í Stjórnartíðindum voru þau alls 544 síður, lagagreinar 59 síður og tollskráin 485. Það er væntanlega lengsti lagabálkurinn sé viðauki talinn með.

Ef litið er til reglugerða og lagagagna í víðari skilningi má benda á þessar þrjár reglugerðir og fylgiskjöl þeirra.

Mynd:

Eygló Harðardóttir, ritstjóri Stjórnartíðinda, og skrifstofa Alþingis fá þakkir fyrir veitta aðstoð við gerð svarsins.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

M.A.-nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.2.2021

Spyrjandi

Kristín Alexandra Gísladóttir

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2021. Sótt 2. apríl 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=80201.

Baldur S. Blöndal. (2021, 8. febrúar). Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80201

Baldur S. Blöndal. „Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2021. Vefsíða. 2. apr. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80201>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?
Hér koma ýmis lög til greina og svarið við spurningunni fer meðal annars eftir því við hvað er miðað. Hægt er að meta lengd lagabálka með hliðsjón af greinarfjölda laganna og einnig blaðsíðufjölda þeirra, þá kemur líka til skoðunar hvort viðaukar og fylgiskjöl séu talin með eða ekki.

Sé miðað við fjölda greina eru þær flestar í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. Sá lagabálkur telur 267 greinar en það segir ekki alla söguna. Á þeim 80 árum síðan lögin voru sett hafa verið gerðar á þeim fjölmargar breytingar, nýjum greinum hefur verið bætt við og aðrar felldar brott. Upphaflega voru greinarnar 271 en þegar greinanúmerin eru talin nú er fjöldinn 292. Nokkrar þeirra eru hins vegar tómar og „virkar“ greinar í lögunum eru nú um 266.

Sama hvaða aðferð er notuð við að telja greinarnar eru þær alltaf flestar í hegningarlögunum. Hegningarlögin eru því sá lagabálkur sem hefur flestar greinar, en lengd þeirra í blaðsíðum er 26 í tveggja dálka prentforminu á vef Alþingis.

Næstflestar greinar eru í siglingalögum, nr. 34/1985. Þar er hæsta númerið 244, fjöldi greinarnúmera er 260 og bálkurinn telur 25 útprentaðar blaðsíður.

Sama hvaða aðferð er notuð við að telja greinarnar eru þær alltaf flestar í hegningarlögunum.

Ef miðað er við blaðsíðulengd eru lengstu lög í lagasafninu hins vegar lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Þau eru 61 síða í tveggja dálka forminu. Það sem gerir þessi lög svona löng er fylgiskjal með reglugerð ESB númer 2016/679 sem hefur lagagildi hér á landi. Lagatextinn sjálfur er aðeins 10 síður en fylgiskjalið 51 síða.

Næstlengstu lögin í blaðsíðum talið (og þau lengstu án fylgiskjals) eru lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, alls 50 síður.

Hins vegar er ekki allt efni laga birt í lagasafninu, af ýmsum ástæðum. Þannig eru viðaukar við tollalög, nr. 88/2005, ekki birtir, þar á meðal viðauki I sem er tollskráin sem aðgengileg er á vef Skattsins. Þegar lög nr. 88/2005 voru birt í Stjórnartíðindum voru þau alls 544 síður, lagagreinar 59 síður og tollskráin 485. Það er væntanlega lengsti lagabálkurinn sé viðauki talinn með.

Ef litið er til reglugerða og lagagagna í víðari skilningi má benda á þessar þrjár reglugerðir og fylgiskjöl þeirra.

Mynd:

Eygló Harðardóttir, ritstjóri Stjórnartíðinda, og skrifstofa Alþingis fá þakkir fyrir veitta aðstoð við gerð svarsins....