Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða lög til?

Magnús Viðar Skúlason

Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir.

Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu.

Lög í þrengri merkingu má flokka í þrjá undirflokka sem í rauninni eru allir runnir af sama meiði. Í fyrsta lagi eru lög sem Alþingi hefur samþykkt og sent forseta Íslands til staðfestingar. Í öðru lagi eru svokölluð bráðabirgðalög sem eru sett þegar Alþingi er ekki saman komið, eins og til dæmis yfir sumartímann. Þau eru sett að frumkvæði ráðherra innan ríkisstjórnarinnar og staðfest af forseta Íslands. Í þriðja lagi eru svonefnd grundvallarlög sem eru í rauninni stjórnarskrá Íslands. Það eru æðstu lög landsins og öll stjórnsýsla, bæði innan Alþingis og allra ríkisstofnana, miðast við það sem fram kemur í stjórnarskránni. Lög eða almenn lög sem Alþingi hefur samþykkt mega ekki stangast á við stjórnarskrá.

Sett lög í rýmri merkingu ná í rauninni yfir sama flokk og sett lög í þrengri merkingu nema innan þessa flokks eru líka svokallaðar stjórnvaldsákvarðanir, það er reglugerðir og aðrar skipanir sem hið opinbera gefur út.

Almenn lög frá Alþingi verða til fyrir frumkvæði þingmanna sem sitja á þingi. Allir þingmenn geta lagt fram svokölluð lagafrumvörp sem eru eins konar gróf mynd af almennum lögum. Í lagafrumvörpum er skýrt frá tilgangi laganna og skilgreint á hvaða sviði þau eiga að gilda.

Lagafrumvörp sem eru lögð fram á Alþingi eru tekin til umræðu meðal þingmanna og ef frumvarpið er samþykkt eftir fyrstu umræðu er það sent til viðeigandi nefndar innan Alþingis. Frumvarp tengt menntamálum eða grunnskólum er til dæmis sent til menntamálanefndar. Nefndin ræðir um frumvarpið, gerir breytingar á því og fær sérfróða aðila til álitsgjafar.

Eftir þetta er hægt að taka frumvarpið til annarrar umræðu sem snýst aðallega um þær breytingar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu. Ef frumvarpið fær meirihlutasamþykki eftir aðra umræðu þá er það aftur sent til viðeigandi nefndar þar sem frekar er rætt um frumvarpið og reynt að laga það að þeim breytingum sem hugsanlega hafa komið fram. Eftir þessa vinnu fer frumvarpið fyrir þriðju umræðu og að henni lokinni er það lagt fram til atkvæðagreiðslu.

Ef frumvarpið er samþykkt er það sent forseta Íslands til staðfestingar og öðlast síðan lagagildi. Ef forsetinn staðfestir ekki lögin þá taka þau engu að síður gildi en þá þarf að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin falla þá úr gildi ef þeim er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni, annars halda þau gildi sínu.

Ef frumvarpið er ekki samþykkt, hvort sem er það er eftir fyrstu, aðra eða þriðju umræðu, þá er því vísað frá og óheimilt er að leggja það aftur fram á sama þingi.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.8.2003

Síðast uppfært

15.3.2017

Spyrjandi

Halldór Guðmundsson, f. 1987

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvernig verða lög til?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2003, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3668.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 20. ágúst). Hvernig verða lög til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3668

Magnús Viðar Skúlason. „Hvernig verða lög til?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2003. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3668>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða lög til?
Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir.

Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu.

Lög í þrengri merkingu má flokka í þrjá undirflokka sem í rauninni eru allir runnir af sama meiði. Í fyrsta lagi eru lög sem Alþingi hefur samþykkt og sent forseta Íslands til staðfestingar. Í öðru lagi eru svokölluð bráðabirgðalög sem eru sett þegar Alþingi er ekki saman komið, eins og til dæmis yfir sumartímann. Þau eru sett að frumkvæði ráðherra innan ríkisstjórnarinnar og staðfest af forseta Íslands. Í þriðja lagi eru svonefnd grundvallarlög sem eru í rauninni stjórnarskrá Íslands. Það eru æðstu lög landsins og öll stjórnsýsla, bæði innan Alþingis og allra ríkisstofnana, miðast við það sem fram kemur í stjórnarskránni. Lög eða almenn lög sem Alþingi hefur samþykkt mega ekki stangast á við stjórnarskrá.

Sett lög í rýmri merkingu ná í rauninni yfir sama flokk og sett lög í þrengri merkingu nema innan þessa flokks eru líka svokallaðar stjórnvaldsákvarðanir, það er reglugerðir og aðrar skipanir sem hið opinbera gefur út.

Almenn lög frá Alþingi verða til fyrir frumkvæði þingmanna sem sitja á þingi. Allir þingmenn geta lagt fram svokölluð lagafrumvörp sem eru eins konar gróf mynd af almennum lögum. Í lagafrumvörpum er skýrt frá tilgangi laganna og skilgreint á hvaða sviði þau eiga að gilda.

Lagafrumvörp sem eru lögð fram á Alþingi eru tekin til umræðu meðal þingmanna og ef frumvarpið er samþykkt eftir fyrstu umræðu er það sent til viðeigandi nefndar innan Alþingis. Frumvarp tengt menntamálum eða grunnskólum er til dæmis sent til menntamálanefndar. Nefndin ræðir um frumvarpið, gerir breytingar á því og fær sérfróða aðila til álitsgjafar.

Eftir þetta er hægt að taka frumvarpið til annarrar umræðu sem snýst aðallega um þær breytingar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu. Ef frumvarpið fær meirihlutasamþykki eftir aðra umræðu þá er það aftur sent til viðeigandi nefndar þar sem frekar er rætt um frumvarpið og reynt að laga það að þeim breytingum sem hugsanlega hafa komið fram. Eftir þessa vinnu fer frumvarpið fyrir þriðju umræðu og að henni lokinni er það lagt fram til atkvæðagreiðslu.

Ef frumvarpið er samþykkt er það sent forseta Íslands til staðfestingar og öðlast síðan lagagildi. Ef forsetinn staðfestir ekki lögin þá taka þau engu að síður gildi en þá þarf að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin falla þá úr gildi ef þeim er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni, annars halda þau gildi sínu.

Ef frumvarpið er ekki samþykkt, hvort sem er það er eftir fyrstu, aðra eða þriðju umræðu, þá er því vísað frá og óheimilt er að leggja það aftur fram á sama þingi....