Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason

Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti ekki fínt hinsvegar að ganga í stagbættum fötum hér áður fyrr.

Bútasaumur íslensku stjórnarskrárinnar birtist í því að núgildandi stjórnarskrá er að upplagi lýðveldisstjórnarskráin frá árinu 1944. En sjálf byggði hún að stórum hluta á stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands sem tók gildi árið 1920. Sú stjórnarskrá var nátengd stjórnarskrá Danmerkur frá 1848 og sömuleiðis stjórnarskrá Íslands frá 1874. Allar þessar stjórnarskrár gengu í gegnum breytingar á gildistíma sínum og því endurspeglar núgildandi stjórnarskrá Íslands ýmsar aðstæður og stjórnarform fyrri tíma með orðalagi sínu, og túlkun á henni verður að taka mið af þessari sögu hennar.

Bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita.

Margir telja að vegna þessa þurfi Íslendingar að fá stjórnarskrá sem samin er frá grunni fyrir íslensk samfélag og iðulega er bent á að þetta hafi raunar alltaf staðið til. Við lýðveldisstofnun hafi jafnvel verið gert ráð fyrir að eitt fyrsta verkefni nýs lýðveldis væri að setja sjálfu sér nýja stjórnarskrá. Til stuðnings þessari skoðun er gjarnan bent á að þær greinar stjórnarskrárinnar sem fjalla um embætti forseta Íslands og framkvæmdavaldið í landinu séu ekki aðeins gamaldags heldur kolúreltar. Þar sé að finna setningar sem hafi merkingu þveröfuga þeirri sem skynsamur lesandi myndi ætla við fyrstu sýn. Sömuleiðis hefur verið bent á að stjórnarskrána skorti ákvæði sem stýra alþjóðasamvinnu með þeim hætti sem nauðsynlegt er í sjálfstæðu nútímaríki. Loks skortir ákvæði um auðlindir, náttúru, lýðræði og fleiri þætti nútímalífshátta sem almennt samkomulag þarf að vera um, lögfest með viðeigandi stjórnarskrárákvæðum.

En það er vissulega ekki óumdeild skoðun að brýnt sé að breyta stjórnarskránni. Þeir sem vilja fara sér hægar benda á að stjórnarskrár þurfi fyrst og fremst að innihalda ákvæði um þau grundvallarréttindi og grundvallarviðmið sem stjórnskipunin byggist á og erfitt sé að hagga. Þetta geri íslenska stjórnarskráin prýðilega, enda hafi margvísleg áföll ekki skapað neinar stjórnarkrísur. Stjórnarskráin segi nægilega vel til um hvernig haga skuli stjórn landsins til þess að stjórnkerfið geti brugðist við miklum erfiðleikum á borð við fjármálakreppur og farsóttir. Stjórnarskrár í lýðræðisríkjum séu og eigi að vera tregbreytanlegar og í því ljósi sé það fremur kostur en galli að stjórnarskráin byggi á gömlum grunni sem hafi þróast og þroskast á löngum tíma.

Mynd:


Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Lesendur Vísindavefsins og almenningur er hvattur til að senda inn allar þær spurningar sem upp kunna að koma um stjórnarskrána eða málefni tengd henni. Leitast verður við að gefa stutt en innihaldsrík svör. Þetta svar tilheyrir samstarfsverkefninu.

Höfundar

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Sævar Ari Finnbogason

aðstoðarmaður og doktorsnemi á Hugvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

30.10.2020

Síðast uppfært

11.11.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. „Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?“ Vísindavefurinn, 30. október 2020, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80418.

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. (2020, 30. október). Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80418

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. „Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2020. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80418>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?
Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti ekki fínt hinsvegar að ganga í stagbættum fötum hér áður fyrr.

Bútasaumur íslensku stjórnarskrárinnar birtist í því að núgildandi stjórnarskrá er að upplagi lýðveldisstjórnarskráin frá árinu 1944. En sjálf byggði hún að stórum hluta á stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands sem tók gildi árið 1920. Sú stjórnarskrá var nátengd stjórnarskrá Danmerkur frá 1848 og sömuleiðis stjórnarskrá Íslands frá 1874. Allar þessar stjórnarskrár gengu í gegnum breytingar á gildistíma sínum og því endurspeglar núgildandi stjórnarskrá Íslands ýmsar aðstæður og stjórnarform fyrri tíma með orðalagi sínu, og túlkun á henni verður að taka mið af þessari sögu hennar.

Bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita.

Margir telja að vegna þessa þurfi Íslendingar að fá stjórnarskrá sem samin er frá grunni fyrir íslensk samfélag og iðulega er bent á að þetta hafi raunar alltaf staðið til. Við lýðveldisstofnun hafi jafnvel verið gert ráð fyrir að eitt fyrsta verkefni nýs lýðveldis væri að setja sjálfu sér nýja stjórnarskrá. Til stuðnings þessari skoðun er gjarnan bent á að þær greinar stjórnarskrárinnar sem fjalla um embætti forseta Íslands og framkvæmdavaldið í landinu séu ekki aðeins gamaldags heldur kolúreltar. Þar sé að finna setningar sem hafi merkingu þveröfuga þeirri sem skynsamur lesandi myndi ætla við fyrstu sýn. Sömuleiðis hefur verið bent á að stjórnarskrána skorti ákvæði sem stýra alþjóðasamvinnu með þeim hætti sem nauðsynlegt er í sjálfstæðu nútímaríki. Loks skortir ákvæði um auðlindir, náttúru, lýðræði og fleiri þætti nútímalífshátta sem almennt samkomulag þarf að vera um, lögfest með viðeigandi stjórnarskrárákvæðum.

En það er vissulega ekki óumdeild skoðun að brýnt sé að breyta stjórnarskránni. Þeir sem vilja fara sér hægar benda á að stjórnarskrár þurfi fyrst og fremst að innihalda ákvæði um þau grundvallarréttindi og grundvallarviðmið sem stjórnskipunin byggist á og erfitt sé að hagga. Þetta geri íslenska stjórnarskráin prýðilega, enda hafi margvísleg áföll ekki skapað neinar stjórnarkrísur. Stjórnarskráin segi nægilega vel til um hvernig haga skuli stjórn landsins til þess að stjórnkerfið geti brugðist við miklum erfiðleikum á borð við fjármálakreppur og farsóttir. Stjórnarskrár í lýðræðisríkjum séu og eigi að vera tregbreytanlegar og í því ljósi sé það fremur kostur en galli að stjórnarskráin byggi á gömlum grunni sem hafi þróast og þroskast á löngum tíma.

Mynd:


Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Lesendur Vísindavefsins og almenningur er hvattur til að senda inn allar þær spurningar sem upp kunna að koma um stjórnarskrána eða málefni tengd henni. Leitast verður við að gefa stutt en innihaldsrík svör. Þetta svar tilheyrir samstarfsverkefninu.

...