Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason

Hér er líka að finna svar við spurningunni:

Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er mikilvægt að ákvarðanir og stefna meirihluta þingmanna endurspegli líka viðhorf kjósenda. Á milli kosninga fer Alþingi hinsvegar með löggjafarvaldið í umboði almennings og stundum gerist það að þingið fer tímabundið á svig við vilja almennings því það kemur fyrir að stjórnmálamenn telja sig knúna til að samþykkja lög sem meirihluti kjósenda styður ekki. Fyrir því geta verið góðar ástæður (þótt svo sé ekki alltaf): Þingmenn eiga að taka sameiginleg gæði fram yfir önnur gæði. Vald þeirra veitir þeim hlutverk og ábyrgð sem getur birst í að bjarga samfélaginu frá ákvörðunum teknum í skyndi eða vegna múgæsinga sem geta haft hörmulegar afleiðingar.

Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi. Slíka heimild er hægt að fá með ýmsu móti. Ein leiðin er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, önnur að krefjast aukins meirihluta á þingi en þá er gert ráð fyrir því að samstaða meðal þorra þingmanna, sé líkleg til að endurspegla líka meirihlutavilja í samfélaginu. Íslenska leiðin er að láta þingið samþykkja stjórnarskrárbreytingar tvisvar með kosningum á milli.

Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi.

En spurningin um stjórnarskrárgjafann ristir þó enn dýpra þegar betur er að gáð og varðar einmitt samspil almennings og kjörinna fulltrúa. Ef hugmyndin er sú að um stjórnarskrárbreytingar þurfi að vera víðtæk samstaða í samfélaginu nægir ekki að horfa til einnar þjóðaratkvæðagreiðslu eða samþykktar á þingi. Víðtæk samstaða þarf að ná til þversniðs samfélagsins en hún þarf líka að vera varanleg. Tveggja þinga leiðin hefur þann styrkleika að hún teygir úr ákvörðun yfir nokkurra vikna eða mánaða tímabil sem gefur bæði almenningi og kjörnum fulltrúum gott tækifæri til að rökræða og hugleiða breytinguna. Hún er því óbein leið til að stuðla að því að almenningur taki þátt í breytingunni.

En mörgum finnst óbein aðild engan veginn nóg. Benda má á að enn meiri hlutdeild almennings skapist við að hinn almenni borgari fá sem mest tækifæri til að koma beint að stefnumótandi umræðum um stjórnarskrárbreytingar, taka þátt í að móta þær, fremur en að leggja lóð sitt einvörðungu á vogarskálarnar í atkvæðagreiðslu til að veita stjórnarskrárbreytingum sem lagðar eru fram af þingmönnum brautargengi eða stöðva þær.

Stjórnlagaráð sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá 2011 opnaði ritunarferlið fyrir almenningi með því að birta reglulega þau drög sem ráðið vann með og gefa fólki kost á að ræða þau og einstök atriði þeirra á félagsmiðlum eða í beinum samskiptum við þá sem sátu í ráðinu.

Stjórnlagaráð sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá 2011 opnaði ritunarferlið fyrir almenningi. Mynd tekin á öðrum fundi Stjórnlagaráðs 2011.

Í þeirri endurskoðun á stjórnarskránni sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili hefur samráð við almenning farið fram með rökræðukönnun sem fól annars vegar í sér stóra viðhorfskönnun til nokkurra atriða í stjórnarskránni, hins vegar rökræðufund þar sem 230 einstaklingar sem höfðu áður tekið þátt í viðhorfskönnuninni rökræddu sömu atriði og svöruðu að því loknu nýrri könnun um viðhorf til fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga.

Áherslan á þjóðina sem stjórnarskrárgjafa hefur hún öðlast aukið vægi vegna samráðs Stjórnlagaráðs við almenning og vaxandi áhuga á almenningssamráði á undanförnum árum. Það er því erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna. Að þessu leyti hefur viðhorf til stjórnarskrárbreytinga – ekki bara á Íslandi heldur um allan heim – breyst á stuttum tíma.

Myndir:

Höfundar

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Sævar Ari Finnbogason

aðstoðarmaður og doktorsnemi á Hugvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

20.11.2020

Síðast uppfært

23.11.2020

Spyrjandi

Brynjar Páll Jóhannesson

Tilvísun

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. „Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2020, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80587.

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. (2020, 20. nóvember). Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80587

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. „Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2020. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80587>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?
Hér er líka að finna svar við spurningunni:

Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er mikilvægt að ákvarðanir og stefna meirihluta þingmanna endurspegli líka viðhorf kjósenda. Á milli kosninga fer Alþingi hinsvegar með löggjafarvaldið í umboði almennings og stundum gerist það að þingið fer tímabundið á svig við vilja almennings því það kemur fyrir að stjórnmálamenn telja sig knúna til að samþykkja lög sem meirihluti kjósenda styður ekki. Fyrir því geta verið góðar ástæður (þótt svo sé ekki alltaf): Þingmenn eiga að taka sameiginleg gæði fram yfir önnur gæði. Vald þeirra veitir þeim hlutverk og ábyrgð sem getur birst í að bjarga samfélaginu frá ákvörðunum teknum í skyndi eða vegna múgæsinga sem geta haft hörmulegar afleiðingar.

Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi. Slíka heimild er hægt að fá með ýmsu móti. Ein leiðin er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, önnur að krefjast aukins meirihluta á þingi en þá er gert ráð fyrir því að samstaða meðal þorra þingmanna, sé líkleg til að endurspegla líka meirihlutavilja í samfélaginu. Íslenska leiðin er að láta þingið samþykkja stjórnarskrárbreytingar tvisvar með kosningum á milli.

Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi.

En spurningin um stjórnarskrárgjafann ristir þó enn dýpra þegar betur er að gáð og varðar einmitt samspil almennings og kjörinna fulltrúa. Ef hugmyndin er sú að um stjórnarskrárbreytingar þurfi að vera víðtæk samstaða í samfélaginu nægir ekki að horfa til einnar þjóðaratkvæðagreiðslu eða samþykktar á þingi. Víðtæk samstaða þarf að ná til þversniðs samfélagsins en hún þarf líka að vera varanleg. Tveggja þinga leiðin hefur þann styrkleika að hún teygir úr ákvörðun yfir nokkurra vikna eða mánaða tímabil sem gefur bæði almenningi og kjörnum fulltrúum gott tækifæri til að rökræða og hugleiða breytinguna. Hún er því óbein leið til að stuðla að því að almenningur taki þátt í breytingunni.

En mörgum finnst óbein aðild engan veginn nóg. Benda má á að enn meiri hlutdeild almennings skapist við að hinn almenni borgari fá sem mest tækifæri til að koma beint að stefnumótandi umræðum um stjórnarskrárbreytingar, taka þátt í að móta þær, fremur en að leggja lóð sitt einvörðungu á vogarskálarnar í atkvæðagreiðslu til að veita stjórnarskrárbreytingum sem lagðar eru fram af þingmönnum brautargengi eða stöðva þær.

Stjórnlagaráð sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá 2011 opnaði ritunarferlið fyrir almenningi með því að birta reglulega þau drög sem ráðið vann með og gefa fólki kost á að ræða þau og einstök atriði þeirra á félagsmiðlum eða í beinum samskiptum við þá sem sátu í ráðinu.

Stjórnlagaráð sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá 2011 opnaði ritunarferlið fyrir almenningi. Mynd tekin á öðrum fundi Stjórnlagaráðs 2011.

Í þeirri endurskoðun á stjórnarskránni sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili hefur samráð við almenning farið fram með rökræðukönnun sem fól annars vegar í sér stóra viðhorfskönnun til nokkurra atriða í stjórnarskránni, hins vegar rökræðufund þar sem 230 einstaklingar sem höfðu áður tekið þátt í viðhorfskönnuninni rökræddu sömu atriði og svöruðu að því loknu nýrri könnun um viðhorf til fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga.

Áherslan á þjóðina sem stjórnarskrárgjafa hefur hún öðlast aukið vægi vegna samráðs Stjórnlagaráðs við almenning og vaxandi áhuga á almenningssamráði á undanförnum árum. Það er því erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna. Að þessu leyti hefur viðhorf til stjórnarskrárbreytinga – ekki bara á Íslandi heldur um allan heim – breyst á stuttum tíma.

Myndir:...