Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason

Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins.

Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum áhrifum ensku á íslenskt mál. Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um stjórnarskrárákvæði um íslenska tungu í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir:

[Í]slenska er ríkismál Íslands og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda. Íslenskt táknmál er tungumál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Skal ríkisvaldið styðja það og vernda.

Í rökstuðningi með frumvarpinu er vakin athygli á að á þessari öld hafa komið fram tillögur í þessa átt frá Íslenskri málnefnd og Félagi heyrnarlausra sem lagði til að íslenskt táknmál verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra Íslendinga.

Hingað til hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum áhrifum ensku á íslenskt mál.

Ekki verður reynt að leggja mat á það hér hvort að slík ákvæði ættu að vera í stjórnarskránni, en ýmis dæmi eru um að ríki hafi sambærileg ákvæði í stjórnarskrám sínum. Má þar til að mynda nefna Danmörk og Spán. Finnar hafa auk ákvæða um opinber tungumál landsins, finnsku og sænsku, ákvæði um táknmál í sinni stjórnarskrá.

Þó umræðan um þessi mál hafi ef til vill ekki verið sérlega áberandi síðustu árin má nefna að á þjóðfundi um stjórnarskrá Íslands, sem haldinn var árið 2010, birtist sterkur vilji í þá átt að efla og verja íslenska tungu. Í aðfararorðum frumvarps Stjórnlagaráðs var íslensk tunga nefnd á meðal nokkurra menningarverðmæta og sameiginlegra gilda þjóðarinnar.

Mynd:

Höfundar

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Sævar Ari Finnbogason

aðstoðarmaður og doktorsnemi á Hugvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

8.12.2020

Spyrjandi

Kristín Anna Hreinsdóttir

Tilvísun

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. „Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2020, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47821.

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. (2020, 8. desember). Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47821

Jón Ólafsson og Sævar Ari Finnbogason. „Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2020. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47821>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?
Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins.

Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum áhrifum ensku á íslenskt mál. Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um stjórnarskrárákvæði um íslenska tungu í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir:

[Í]slenska er ríkismál Íslands og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda. Íslenskt táknmál er tungumál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Skal ríkisvaldið styðja það og vernda.

Í rökstuðningi með frumvarpinu er vakin athygli á að á þessari öld hafa komið fram tillögur í þessa átt frá Íslenskri málnefnd og Félagi heyrnarlausra sem lagði til að íslenskt táknmál verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra Íslendinga.

Hingað til hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum áhrifum ensku á íslenskt mál.

Ekki verður reynt að leggja mat á það hér hvort að slík ákvæði ættu að vera í stjórnarskránni, en ýmis dæmi eru um að ríki hafi sambærileg ákvæði í stjórnarskrám sínum. Má þar til að mynda nefna Danmörk og Spán. Finnar hafa auk ákvæða um opinber tungumál landsins, finnsku og sænsku, ákvæði um táknmál í sinni stjórnarskrá.

Þó umræðan um þessi mál hafi ef til vill ekki verið sérlega áberandi síðustu árin má nefna að á þjóðfundi um stjórnarskrá Íslands, sem haldinn var árið 2010, birtist sterkur vilji í þá átt að efla og verja íslenska tungu. Í aðfararorðum frumvarps Stjórnlagaráðs var íslensk tunga nefnd á meðal nokkurra menningarverðmæta og sameiginlegra gilda þjóðarinnar.

Mynd:...