Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?

Guðrún Kvaran

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
Hvaða kostir og ókostir eru við fleiri en eitt tungumál? Hvað heldur okkur frá því að hafa bara eitt mál fyrir alla jörðina?

Endur fyrir löngu trúðu menn því að eitt mál hefði verið talað um alla jörðina. Í 11. kafla Fyrstu Mósebókar segir:
Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð.
Síðar í sama kafla segir frá því að ættkvíslir Nóa höfðu sest að í Sínearlandi og tóku að hnoða tígulsteina til húsagerðar í stað grjóts og nota jarðbik í stað kalks. Og þeir hófu að reisa borg og turn sem ná skyldi til himins. Guð steig niður til að líta á borgina og turninn mikla sem fólkið hafði reist sem minnismerki. Hann sagði:
Sjá þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra. Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál.
Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina. Þess vegna heitir hún Babel því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann mönnunum um alla jörðina.



Fræg mynd af Babelsturninum eftir Pieter Bruegel eldri (um 1525-1569).

Þetta var þeirra tíma skilningur á því hvers vegna töluð eru mörg mál í heiminum. Drottni líkaði ekki hvers fólkið var orðið megnugt. Hann hefur séð einhverja hættu í því fólgna og dreifði því fólkinu um jörðina og lét það tala ýmis mál.

Málvísindamenn og mannfræðingar hafa sýnt fram á að mismunandi málaættir hafa þróast frá einu frummáli hver en breyst vegna nábýlis við önnur skyld eða óskyld mál. Þannig eru indóevrópsk mál (ellefu undirættir) runnin frá sama frummálinu en dreifðust um Evrópu og hluta Asíu.

Reynslan hefur sýnt að þjóðum er afar annt um tungu sína. Því er harla ótrúlegt að samstaða næðist um eitt alheimstungumál. Til þess eru of miklar deilur milli ríkja og innbyrðist valdaátök. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að búa til alþjóðleg mál og er esperantó þekktast þeirra. Höfundur þess var L. L. Zamenhof og kom hann fram með mál sem byggt var á rómönskum málum frá 1887. Þótt margir kunni esperantó náði Zamenhof þó ekki markmiði sínu um alheimsmál.

Vissulega fylgdu því ýmsir kostir ef allar þjóðir heims færu að nota sama tungumálið, ensku eða eitthvert annað mál. Engir erfiðleikar yrðu í tjáskiptum, tími og fé sparaðist þar sem ekki þyrfti að kenna tungumál og ekki þyrfti að þýða bækur og greinar. En ókostirnir vega mun þyngra. Smám saman myndu tungumál þjóðanna falla í gleymsku, menn hættu að geta lesið rit á upphaflega móðurmálinu og mikill menningararfur færi forgörðum. Fjölbreytnin hyrfi, þjóðirnar yrðu einsleitari ef þær misstu tengslin við þjóðararfinn. Einmitt vegna þessa hafa allar hugmyndir um alþjóðamál orðið að engu.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Warburg Electronic Library

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.7.2004

Spyrjandi

Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Lárus Þór Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4423.

Guðrún Kvaran. (2004, 27. júlí). Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4423

Guðrún Kvaran. „Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4423>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Hvaða kostir og ókostir eru við fleiri en eitt tungumál? Hvað heldur okkur frá því að hafa bara eitt mál fyrir alla jörðina?

Endur fyrir löngu trúðu menn því að eitt mál hefði verið talað um alla jörðina. Í 11. kafla Fyrstu Mósebókar segir:
Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð.
Síðar í sama kafla segir frá því að ættkvíslir Nóa höfðu sest að í Sínearlandi og tóku að hnoða tígulsteina til húsagerðar í stað grjóts og nota jarðbik í stað kalks. Og þeir hófu að reisa borg og turn sem ná skyldi til himins. Guð steig niður til að líta á borgina og turninn mikla sem fólkið hafði reist sem minnismerki. Hann sagði:
Sjá þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra. Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál.
Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina. Þess vegna heitir hún Babel því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann mönnunum um alla jörðina.



Fræg mynd af Babelsturninum eftir Pieter Bruegel eldri (um 1525-1569).

Þetta var þeirra tíma skilningur á því hvers vegna töluð eru mörg mál í heiminum. Drottni líkaði ekki hvers fólkið var orðið megnugt. Hann hefur séð einhverja hættu í því fólgna og dreifði því fólkinu um jörðina og lét það tala ýmis mál.

Málvísindamenn og mannfræðingar hafa sýnt fram á að mismunandi málaættir hafa þróast frá einu frummáli hver en breyst vegna nábýlis við önnur skyld eða óskyld mál. Þannig eru indóevrópsk mál (ellefu undirættir) runnin frá sama frummálinu en dreifðust um Evrópu og hluta Asíu.

Reynslan hefur sýnt að þjóðum er afar annt um tungu sína. Því er harla ótrúlegt að samstaða næðist um eitt alheimstungumál. Til þess eru of miklar deilur milli ríkja og innbyrðist valdaátök. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að búa til alþjóðleg mál og er esperantó þekktast þeirra. Höfundur þess var L. L. Zamenhof og kom hann fram með mál sem byggt var á rómönskum málum frá 1887. Þótt margir kunni esperantó náði Zamenhof þó ekki markmiði sínu um alheimsmál.

Vissulega fylgdu því ýmsir kostir ef allar þjóðir heims færu að nota sama tungumálið, ensku eða eitthvert annað mál. Engir erfiðleikar yrðu í tjáskiptum, tími og fé sparaðist þar sem ekki þyrfti að kenna tungumál og ekki þyrfti að þýða bækur og greinar. En ókostirnir vega mun þyngra. Smám saman myndu tungumál þjóðanna falla í gleymsku, menn hættu að geta lesið rit á upphaflega móðurmálinu og mikill menningararfur færi forgörðum. Fjölbreytnin hyrfi, þjóðirnar yrðu einsleitari ef þær misstu tengslin við þjóðararfinn. Einmitt vegna þessa hafa allar hugmyndir um alþjóðamál orðið að engu.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Warburg Electronic Library...