Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver fann upp tónlistina?

HMS

Enginn veit hver fann upp tónlistina, en víst er að hún hefur verið með mönnunum ótrúlega lengi. Sumir halda því meira að segja fram að tónlist sé ekki bundin við nútímamanninn Homo sapiens sapiens heldur hafi hún einnig verið til hjá öðrum tegundum manna. Í því samhengi er oft talað um svokallaða Neanderdalsflautu sem fannst á uppgraftarstaðnum Divje Babe í Slóveníu. "Flautan" er holt bein með götum sem talið er vera um 45.000 ára gamalt. Ekki eru þó allir sammála um að þar sé komin flauta, og sumt bendir til að götin séu ekki manngerð heldur séu þau bitför eftir tennur rándýra.


Deilt er um hvort Neanderdalsflautan sé raunverulegt hljóðfæri.

Elsta staðfesta hljóðfærið sem fundist hefur er aftur á móti 36.000 ára gömul flauta út beini sem fannst nálægt Württemberg í Þýskalandi, og er talið að hún hafi verið notuð af nútímamönnum. Næsta víst er þó að tónlist hafi verið til í mun lengri tíma því tónlist er hægt að skapa án hljóðfæra, til dæmis með manns eigin rödd.

Margt bendir til að tónlist sé ekki eingöngu menningarlegt fyrirbæri, þótt vissulega sé hún það líka, heldur virðist tónlistargáfa að einhverju leyti hafa þróast með manninum á sama hátt og önnur líffræðileg einkenni. Tónlist virðist til að mynda vera sammannlegt fyrirbæri og fyrirfinnst í öllum samfélögum heims. Að auki virðist sem sumir tónlistarhæfileikar séu meðfæddir. Þar má nefna afstæða tónheyrn (e. relative pitch), skynjun á tóntegundum og að finnast tónar sem aðskildir eru með áttund hljóma eins. Einnig er mögulegt að þetta eigi að einhverju leyti líka við um tónlistarsmekk og að það sé því ekki bara háð duttlungum hvers og eins hvað honum finnist hljóma fallega og hvað sé fremur skilgreint sem hávaði.

Ef tónlist hefur þróast með mannfólkinu eins og virðist vera vaknar strax sú spurning hvaða aðlögunargildi hún hafi; hvers vegna ætti tónlistargáfa að hafa valist úr með náttúruvali og orðið hluti af eiginleikum tegundarinnar? Um þetta eru fræðimenn ekki sammála, en kenningar eru margar og margvíslegar. Sumir telja að tónlistargáfa sé gagnleg í sjálfu sér; tónlist geti til að mynda verið frumstætt samskiptakerfi. Aðrir segja að hún sé fremur aukaafurð annarra hæfileika, svo sem að geta greint blæbrigði í tungumáli.

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Dagbjört Rúriksdóttir, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

HMS. „Hver fann upp tónlistina?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5804.

HMS. (2006, 6. apríl). Hver fann upp tónlistina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5804

HMS. „Hver fann upp tónlistina?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5804>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp tónlistina?
Enginn veit hver fann upp tónlistina, en víst er að hún hefur verið með mönnunum ótrúlega lengi. Sumir halda því meira að segja fram að tónlist sé ekki bundin við nútímamanninn Homo sapiens sapiens heldur hafi hún einnig verið til hjá öðrum tegundum manna. Í því samhengi er oft talað um svokallaða Neanderdalsflautu sem fannst á uppgraftarstaðnum Divje Babe í Slóveníu. "Flautan" er holt bein með götum sem talið er vera um 45.000 ára gamalt. Ekki eru þó allir sammála um að þar sé komin flauta, og sumt bendir til að götin séu ekki manngerð heldur séu þau bitför eftir tennur rándýra.


Deilt er um hvort Neanderdalsflautan sé raunverulegt hljóðfæri.

Elsta staðfesta hljóðfærið sem fundist hefur er aftur á móti 36.000 ára gömul flauta út beini sem fannst nálægt Württemberg í Þýskalandi, og er talið að hún hafi verið notuð af nútímamönnum. Næsta víst er þó að tónlist hafi verið til í mun lengri tíma því tónlist er hægt að skapa án hljóðfæra, til dæmis með manns eigin rödd.

Margt bendir til að tónlist sé ekki eingöngu menningarlegt fyrirbæri, þótt vissulega sé hún það líka, heldur virðist tónlistargáfa að einhverju leyti hafa þróast með manninum á sama hátt og önnur líffræðileg einkenni. Tónlist virðist til að mynda vera sammannlegt fyrirbæri og fyrirfinnst í öllum samfélögum heims. Að auki virðist sem sumir tónlistarhæfileikar séu meðfæddir. Þar má nefna afstæða tónheyrn (e. relative pitch), skynjun á tóntegundum og að finnast tónar sem aðskildir eru með áttund hljóma eins. Einnig er mögulegt að þetta eigi að einhverju leyti líka við um tónlistarsmekk og að það sé því ekki bara háð duttlungum hvers og eins hvað honum finnist hljóma fallega og hvað sé fremur skilgreint sem hávaði.

Ef tónlist hefur þróast með mannfólkinu eins og virðist vera vaknar strax sú spurning hvaða aðlögunargildi hún hafi; hvers vegna ætti tónlistargáfa að hafa valist úr með náttúruvali og orðið hluti af eiginleikum tegundarinnar? Um þetta eru fræðimenn ekki sammála, en kenningar eru margar og margvíslegar. Sumir telja að tónlistargáfa sé gagnleg í sjálfu sér; tónlist geti til að mynda verið frumstætt samskiptakerfi. Aðrir segja að hún sé fremur aukaafurð annarra hæfileika, svo sem að geta greint blæbrigði í tungumáli.

Heimildir og mynd

...