Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?

Árni Helgason

Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum.

Lög – í merkingunni lög frá Alþingi – fela raunar alls ekki alltaf í sér boð- og bannreglur líkt og þær sem lögreglan vinnur eftir. Algengt er að lög feli í sér fyrirmæli um skipulag á tilteknum sviðum og eru þá almennar reglur um ákveðin atriði. Mikið af lagaákvæðum er í gildi og fæst þeirra hafa að geyma handtökuheimildir. Núgildandi lagasafn er frá árinu 2003 og til að gefa lesendum einhverja hugmynd um þann aragrúa af lagaákvæðum sem í gildi eru má nefna að safnið er 1840 blaðsíður að lengd. Lagasafnið er gefið út á 4 ára fresti og verður lengra með hverri útgáfunni, enda mikið af lögum og löggjöf afgreitt frá Alþingi ár hvert.

Eins og áður segir þá eru lög frá Alþingi allajafna þannig að ekki er beinlínis refsivert að brjóta þau. Lögin eru frekar eins konar skipulags- og verklagsreglur á ákveðnu sviði, til dæmis fyrir ákveðna stofnun eða starfsemi.

Á heimasíðu Alþingis má meðal annars finna skrá yfir nýsamþykkt lög frá þinginu og sjá þannig handahófskennd dæmi um þau mál sem löggjafinn lætur til sín taka.

Nýlega voru til dæmis samþykkt lög um sölu kristfjárjarðarinnar Utanverðuness, lög um rannsóknarnefnd umferðarslysa og lög um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur. Hvergi í þessum lögum er að finna ákvæði sem eitt og sér myndi leiða til handtöku, væri það brotið heldur eru hér einmitt settar reglur um skipulag, tilkynningarskyldu, verklag, tímasetningar og fleira í þeim dúr. Væru þessi lög þverbrotin yrði lögregla ekki kölluð til og viðkomandi "brotamenn" handteknir. Viðurlög við slíkum brotum myndu sennilega beinast gegn þeim embættismanni sem ber ábyrgð á viðkomandi málaflokk, til dæmis forstöðumanni stofnunar og hann fengi þá áminningu eða væri hugsanlegt sagt upp starfi. Lögregla myndi hins vegar aldrei hafa afskipti af slíkum málum.

Ef við skoðum þetta nánar þá má taka dæmi af löggjöf sem Alþingi samþykkti fyrr í vetur um veðurþjónustu. Í 8. grein laga um veðurþjónustu er til dæmis kveðið á um að Veðurstofan skuli miðla upplýsingum um veður og veðurhorfur til fjölmiðla og annarra miðla. Hér er því á ferðinni dæmigert verklagslýsingarákvæði þar sem starfsmönnum Veðurstofu er sagt til um hvað þeir eigi að gera. En hvernig færi ef starfsmenn Veðurstofu myndu vanrækja skyldu sína? Lögregla gæti ekki handtekið umrædda starfsmenn eða neytt þá til þess að senda upplýsingarnar á rétta aðila.

Hér er miklu frekar um almennt ákvæði að ræða, sem felur í sér að Veðurstofan skuli koma upplýsingum áleiðis. Fari svo að þetta ákvæði væri ítrekað brotið, leiddi það ekki til lögreglurannsóknar, heldur aðkomu stjórnvalda að málinu, sem myndu ef til vill grípa til aðgerða til að koma upplýsingaflæðinu í gang aftur, til dæmis með því að veita yfirmanni tiltal eða áminningu.



Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að undirbúa veðurfréttir Sjónvarpsins.

Aðalatriðið er að lögregla hefur ekki afskipti af öllum mögulegum lagabrotum, heldur aðeins afmörkuðum hluta þeirra, enda eru ekki nærri því öll lög sem Alþingi samþykkir þess eðlis að brot á þeim varði við handtöku eða fangavist.

Álitaefnið sem er hér undirliggjandi hefur lengi verið réttarheimspekingum hugleikið. Sumir hafa haldið því fram að skýra megi lög á þann veg að þau séu skipanir sem skuli hlýða, ella verði viðurlögum, í einni eða annarri merkingu beitt. Meðal þeirra sem sett hafa fram slíkar hugmyndir er réttarheimspekingurinn John Austin. Annar réttarheimspekingur, Herbert Hart, hrakti þessar hugmyndir í riti sínu The Concept of Law, sem kom út árið. Til að reifa kenningar Harts í afar stuttu máli má segja að í riti sínu setji hann meðal annars fram þær kenningar að til að skilja hugtakið lög, sé ekki nóg að horfa á lög sem boð eða tilskipanir sem valdi því að viðurlögum verði beitt ef þeim er ekki fylgt eftir. Fylgni og hlýðni manna við lagareglur byggi á mörgu fleira en óttanum við viðurlög og mörgum lagaákvæðum sé ekki ætlað að fela í sér skipun, heldur almennar reglur um fyrirkomulag á tilteknu sviði.

Skoðið skyld svör á Vísindavefnum:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

31.3.2005

Spyrjandi

Haukur Sigmarsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4863.

Árni Helgason. (2005, 31. mars). Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4863

Árni Helgason. „Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4863>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?
Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum.

Lög – í merkingunni lög frá Alþingi – fela raunar alls ekki alltaf í sér boð- og bannreglur líkt og þær sem lögreglan vinnur eftir. Algengt er að lög feli í sér fyrirmæli um skipulag á tilteknum sviðum og eru þá almennar reglur um ákveðin atriði. Mikið af lagaákvæðum er í gildi og fæst þeirra hafa að geyma handtökuheimildir. Núgildandi lagasafn er frá árinu 2003 og til að gefa lesendum einhverja hugmynd um þann aragrúa af lagaákvæðum sem í gildi eru má nefna að safnið er 1840 blaðsíður að lengd. Lagasafnið er gefið út á 4 ára fresti og verður lengra með hverri útgáfunni, enda mikið af lögum og löggjöf afgreitt frá Alþingi ár hvert.

Eins og áður segir þá eru lög frá Alþingi allajafna þannig að ekki er beinlínis refsivert að brjóta þau. Lögin eru frekar eins konar skipulags- og verklagsreglur á ákveðnu sviði, til dæmis fyrir ákveðna stofnun eða starfsemi.

Á heimasíðu Alþingis má meðal annars finna skrá yfir nýsamþykkt lög frá þinginu og sjá þannig handahófskennd dæmi um þau mál sem löggjafinn lætur til sín taka.

Nýlega voru til dæmis samþykkt lög um sölu kristfjárjarðarinnar Utanverðuness, lög um rannsóknarnefnd umferðarslysa og lög um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur. Hvergi í þessum lögum er að finna ákvæði sem eitt og sér myndi leiða til handtöku, væri það brotið heldur eru hér einmitt settar reglur um skipulag, tilkynningarskyldu, verklag, tímasetningar og fleira í þeim dúr. Væru þessi lög þverbrotin yrði lögregla ekki kölluð til og viðkomandi "brotamenn" handteknir. Viðurlög við slíkum brotum myndu sennilega beinast gegn þeim embættismanni sem ber ábyrgð á viðkomandi málaflokk, til dæmis forstöðumanni stofnunar og hann fengi þá áminningu eða væri hugsanlegt sagt upp starfi. Lögregla myndi hins vegar aldrei hafa afskipti af slíkum málum.

Ef við skoðum þetta nánar þá má taka dæmi af löggjöf sem Alþingi samþykkti fyrr í vetur um veðurþjónustu. Í 8. grein laga um veðurþjónustu er til dæmis kveðið á um að Veðurstofan skuli miðla upplýsingum um veður og veðurhorfur til fjölmiðla og annarra miðla. Hér er því á ferðinni dæmigert verklagslýsingarákvæði þar sem starfsmönnum Veðurstofu er sagt til um hvað þeir eigi að gera. En hvernig færi ef starfsmenn Veðurstofu myndu vanrækja skyldu sína? Lögregla gæti ekki handtekið umrædda starfsmenn eða neytt þá til þess að senda upplýsingarnar á rétta aðila.

Hér er miklu frekar um almennt ákvæði að ræða, sem felur í sér að Veðurstofan skuli koma upplýsingum áleiðis. Fari svo að þetta ákvæði væri ítrekað brotið, leiddi það ekki til lögreglurannsóknar, heldur aðkomu stjórnvalda að málinu, sem myndu ef til vill grípa til aðgerða til að koma upplýsingaflæðinu í gang aftur, til dæmis með því að veita yfirmanni tiltal eða áminningu.



Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að undirbúa veðurfréttir Sjónvarpsins.

Aðalatriðið er að lögregla hefur ekki afskipti af öllum mögulegum lagabrotum, heldur aðeins afmörkuðum hluta þeirra, enda eru ekki nærri því öll lög sem Alþingi samþykkir þess eðlis að brot á þeim varði við handtöku eða fangavist.

Álitaefnið sem er hér undirliggjandi hefur lengi verið réttarheimspekingum hugleikið. Sumir hafa haldið því fram að skýra megi lög á þann veg að þau séu skipanir sem skuli hlýða, ella verði viðurlögum, í einni eða annarri merkingu beitt. Meðal þeirra sem sett hafa fram slíkar hugmyndir er réttarheimspekingurinn John Austin. Annar réttarheimspekingur, Herbert Hart, hrakti þessar hugmyndir í riti sínu The Concept of Law, sem kom út árið. Til að reifa kenningar Harts í afar stuttu máli má segja að í riti sínu setji hann meðal annars fram þær kenningar að til að skilja hugtakið lög, sé ekki nóg að horfa á lög sem boð eða tilskipanir sem valdi því að viðurlögum verði beitt ef þeim er ekki fylgt eftir. Fylgni og hlýðni manna við lagareglur byggi á mörgu fleira en óttanum við viðurlög og mörgum lagaákvæðum sé ekki ætlað að fela í sér skipun, heldur almennar reglur um fyrirkomulag á tilteknu sviði.

Skoðið skyld svör á Vísindavefnum: