Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?

Sigurður Guðmundsson



Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu.

Eina heimild lögreglunnar til að fara inn á heimili fólks án samþykkis þess er vegna húsleitar en um hana gilda ákveðnar reglur. Svarið sem hér fylgir á eftir gerir grein fyrir þeim.

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu er verndað af 71. gr. stjórnarskrár og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt var lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994. Fyrstu tvær málsgreinar 71. gr. stjórnarskrárinnar hljóma svo eins og þeim var breytt með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Hér þarf augljóslega annað tveggja svo stjórnvöld geti framkvæmt húsleit á heimili þínu: dómsúrskurð eða sérstaka lagaheimild. Ein helsta lagaheimildin í íslenskum rétti til húsleitar er í XI. kafla laga um meðferð opinberra mála (OML). Í 89. gr. þeirra segir:
1. Heimilt er að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum og öðrum farartækjum í því skyni að handataka hann, rannsaka ummerki brots eða hafa uppi á munum eða gögnum sem hald skal leggja á.

2. Leita má hjá öðrum mönnum en sökuðum þegar brot hefur verið framið þar eða sakaður maður handtekinn. Einnig ef gildar ástæður eru til að ætla að sakborningur haldi sig þar eða þar sé að finna muni eða gögn sem hald skal leggja á.
Samkvæmt þessum málsgreinum er húsleit heimiluð ef eitt þeirra skilyrða, sem koma fram í ákvæðinu, er til staðar. Í 1. mgr. 90. gr. OML segir hins vegar: “1. Leit skv. 89. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema sá sem í hlut á samþykki hana.”

Meginreglan samkvæmt OML er sem sagt sú að stjórnvöld (í þínu tilviki lögreglan) þurfa dómsúrskurð til húsleitar. Án hans má lögreglan ekki fara inn á heimili þitt (og jafnvel ekki einu sinni inn í garðinn þinn.) Samþykkir þú (sem ég býst við að sé húseigandi) hins vegar húsleitina er lögreglunni heimilt að framkvæma hana, sbr. 1. mgr. 90. gr. OML. Sé um leiguhúsnæði að ræða er það skilyrði að samþykki leigutaka sé fyrir hendi, en sé um hótelherbergi að ræða þyrfti samþykki hótelgests; samþykki eiganda húsnæðis er ekki nóg í því tilfelli.

Um beiðni rannsóknaraðila til að beita þvingunarúrræðum eins og húsleit er fjallað í 74. gr. OML en samkvæmt þeirri grein skal leggja skriflega beiðni fyrir dómara eða bera upp munnlega á dómþingi og skulu beiðninni fylgja öll nauðsynleg gögn.

Í 2. mgr. 90. gr. OML koma fram undantekningar frá meginreglunni um að dómsúrskurð þurfi til húsleitar þegar “hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum” og leitað er eftir “manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar.” Ég get hins vegar ekki séð að þessar undantekningar eigi við í þínu tilviki, en þær ber í öðrum tilvikum að skýra þröngt, enda er með 2. mgr. 90. gr. OML verið að takmarka réttindi sem eru varin af stjórnvarskrá.

Lagaheimildir til húsleitar koma einnig fram í 91. gr. OML, 42. og 43. gr. tollalaga nr. 55/1987 og fleiri lögum, en þau lagaákvæði koma ekki til álita hér.

Heimild: Eiríkur Tómasson, Þvingunarráðstafanir í þágu opinberra mála, Úlfljótur, Reykjavík, 2000.

Mynd: Lögregluvefurinn - Lögregluskólinn

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

14.4.2003

Spyrjandi

Ingvar Gíslason

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3336.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 14. apríl). Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3336

Sigurður Guðmundsson. „Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3336>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?


Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu.

Eina heimild lögreglunnar til að fara inn á heimili fólks án samþykkis þess er vegna húsleitar en um hana gilda ákveðnar reglur. Svarið sem hér fylgir á eftir gerir grein fyrir þeim.

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu er verndað af 71. gr. stjórnarskrár og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt var lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994. Fyrstu tvær málsgreinar 71. gr. stjórnarskrárinnar hljóma svo eins og þeim var breytt með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Hér þarf augljóslega annað tveggja svo stjórnvöld geti framkvæmt húsleit á heimili þínu: dómsúrskurð eða sérstaka lagaheimild. Ein helsta lagaheimildin í íslenskum rétti til húsleitar er í XI. kafla laga um meðferð opinberra mála (OML). Í 89. gr. þeirra segir:
1. Heimilt er að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum og öðrum farartækjum í því skyni að handataka hann, rannsaka ummerki brots eða hafa uppi á munum eða gögnum sem hald skal leggja á.

2. Leita má hjá öðrum mönnum en sökuðum þegar brot hefur verið framið þar eða sakaður maður handtekinn. Einnig ef gildar ástæður eru til að ætla að sakborningur haldi sig þar eða þar sé að finna muni eða gögn sem hald skal leggja á.
Samkvæmt þessum málsgreinum er húsleit heimiluð ef eitt þeirra skilyrða, sem koma fram í ákvæðinu, er til staðar. Í 1. mgr. 90. gr. OML segir hins vegar: “1. Leit skv. 89. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema sá sem í hlut á samþykki hana.”

Meginreglan samkvæmt OML er sem sagt sú að stjórnvöld (í þínu tilviki lögreglan) þurfa dómsúrskurð til húsleitar. Án hans má lögreglan ekki fara inn á heimili þitt (og jafnvel ekki einu sinni inn í garðinn þinn.) Samþykkir þú (sem ég býst við að sé húseigandi) hins vegar húsleitina er lögreglunni heimilt að framkvæma hana, sbr. 1. mgr. 90. gr. OML. Sé um leiguhúsnæði að ræða er það skilyrði að samþykki leigutaka sé fyrir hendi, en sé um hótelherbergi að ræða þyrfti samþykki hótelgests; samþykki eiganda húsnæðis er ekki nóg í því tilfelli.

Um beiðni rannsóknaraðila til að beita þvingunarúrræðum eins og húsleit er fjallað í 74. gr. OML en samkvæmt þeirri grein skal leggja skriflega beiðni fyrir dómara eða bera upp munnlega á dómþingi og skulu beiðninni fylgja öll nauðsynleg gögn.

Í 2. mgr. 90. gr. OML koma fram undantekningar frá meginreglunni um að dómsúrskurð þurfi til húsleitar þegar “hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum” og leitað er eftir “manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar.” Ég get hins vegar ekki séð að þessar undantekningar eigi við í þínu tilviki, en þær ber í öðrum tilvikum að skýra þröngt, enda er með 2. mgr. 90. gr. OML verið að takmarka réttindi sem eru varin af stjórnvarskrá.

Lagaheimildir til húsleitar koma einnig fram í 91. gr. OML, 42. og 43. gr. tollalaga nr. 55/1987 og fleiri lögum, en þau lagaákvæði koma ekki til álita hér.

Heimild: Eiríkur Tómasson, Þvingunarráðstafanir í þágu opinberra mála, Úlfljótur, Reykjavík, 2000.

Mynd: Lögregluvefurinn - Lögregluskólinn...