Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 15 svör fundust

Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?

Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna...

Nánar

Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol?

Svarið er að við höfum ekki trú á þessu af ýmsum ástæðum. Svarthol eru ekki þægilegir nágrannar og athuganda sýnist ekki að hlutir falli nokkurn tímann inn fyrir sjónhvörfin. Við mundum því geta skynjað rafsegulgeislun frá ruslinu til eilífðarnóns eða jafnlengi og svartholið varir! Þyngdarkraftar frá svartholinu y...

Nánar

Hvaða málmar eru í messing?

Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað. Messing hefur verið notað um la...

Nánar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

Nánar

Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?

Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefn...

Nánar

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?

Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...

Nánar

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

Nánar

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?

Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...

Nánar

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...

Nánar

Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?

Kutubu er nafn á stöðuvatni, sem er að finna nálægt sjöttu gráðu suðlægrar breiddar og 143. lengdargráðu í suðurhlíð fjallgarðsins sem liggur eftir Nýju Gíneu miðri frá austri til vesturs. Kutubuvatnið er í héraði sem heitir Southern Highlands Province. Hverjir eru Kutubumenn? Grannar þeirra sem búa við Kutubu...

Nánar

Hver kom inn um baðherbergisgluggann?

Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum...

Nánar

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

Nánar

Fleiri niðurstöður