Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?

Emelía Eiríksdóttir

Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu. Helstu einkenni þessara málma eru að þeir hvarfast ekki við súrefni og raka í andrúmsloftinu og þeir þola flestir nokkuð vel helstu sýrur. Einnig er hægt að finna þá á hreinu formi í náttúrunni.

Helstu einkenni eðalmálma eru að þeir hvarfast ekki við súrefni og raka í andrúmsloftinu og flestir þola helstu sýrur nokkuð vel.

Gull og platína þola sýrur á meðan saltpétursýra (e. nitric acid, HNO3) leysir upp palladín og silfur. Hins vegar getur svokallað kóngavatn (lat. aqua regia), sem er blanda saltpéturssýru og saltsýru (HCl), leyst upp gull og platínu. Efnahvörfin sem eiga sér stað þar eru mun flóknari en einföld sýruhvörf og verða ekki rædd hér.

Margir af eðalmálmunum hafa frá fornu fari verið notaðir sem gjaldmiðlar vegna þess að þeir eru fágætir og þykja fallegir. Eðalmálmar halda nefnilega útliti sínu vel þar sem þeir tærast ekki vegna efna í andrúmsloftinu. Því skal þó haldið til haga að það fellur á silfur (það dekkist) vegna brennisteinsvetnis (HS) í andrúmsloftinu en húðin sem myndast verndar málminn sem er undir. Allir þessir málmar eru mjúkir og auðvelt er að móta þá í skartgripi sem er ein af ástæðunum fyrir vinsældum þeirra.

Eðalmálmarnir finnast í lotum 4, 5 og 6 í lotukerfinu. Þeir málmar sem alltaf eru taldir til eðalmálma eru merktir grænir auk þess sem silfur (merkt gult) er langoftast talið með. Kopar og kvikasilfur (bleikt) eru stundum flokkað sem eðalmálmar og einstaka sinnum málmarnir sem merktir eru bláir á þessari mynd.

Aðrar skilgreiningar á eðalmálmum tiltaka einnig kopar (Cu) og kvikasilfur (Hg). Hægt er að finna báða málmana hreina í náttúrunni og þola þeir báðir sýrur vel. Kopar hvarfast við súrefni og önnur efni í andrúmsloftinu en myndar húð á yfirborðinu sem verndar málminn sem er undir. Við myndun þessarar húðar breytir koparinn úr ferskjulit í rauðbrúnan, bláleitan og grænan lit, eftir því hvaða efnahvörf eiga sér stað.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.5.2023

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson Lukeš

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða málmar teljast eðalmálmar?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2023, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53540.

Emelía Eiríksdóttir. (2023, 22. maí). Hvaða málmar teljast eðalmálmar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53540

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða málmar teljast eðalmálmar?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2023. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?
Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu. Helstu einkenni þessara málma eru að þeir hvarfast ekki við súrefni og raka í andrúmsloftinu og þeir þola flestir nokkuð vel helstu sýrur. Einnig er hægt að finna þá á hreinu formi í náttúrunni.

Helstu einkenni eðalmálma eru að þeir hvarfast ekki við súrefni og raka í andrúmsloftinu og flestir þola helstu sýrur nokkuð vel.

Gull og platína þola sýrur á meðan saltpétursýra (e. nitric acid, HNO3) leysir upp palladín og silfur. Hins vegar getur svokallað kóngavatn (lat. aqua regia), sem er blanda saltpéturssýru og saltsýru (HCl), leyst upp gull og platínu. Efnahvörfin sem eiga sér stað þar eru mun flóknari en einföld sýruhvörf og verða ekki rædd hér.

Margir af eðalmálmunum hafa frá fornu fari verið notaðir sem gjaldmiðlar vegna þess að þeir eru fágætir og þykja fallegir. Eðalmálmar halda nefnilega útliti sínu vel þar sem þeir tærast ekki vegna efna í andrúmsloftinu. Því skal þó haldið til haga að það fellur á silfur (það dekkist) vegna brennisteinsvetnis (HS) í andrúmsloftinu en húðin sem myndast verndar málminn sem er undir. Allir þessir málmar eru mjúkir og auðvelt er að móta þá í skartgripi sem er ein af ástæðunum fyrir vinsældum þeirra.

Eðalmálmarnir finnast í lotum 4, 5 og 6 í lotukerfinu. Þeir málmar sem alltaf eru taldir til eðalmálma eru merktir grænir auk þess sem silfur (merkt gult) er langoftast talið með. Kopar og kvikasilfur (bleikt) eru stundum flokkað sem eðalmálmar og einstaka sinnum málmarnir sem merktir eru bláir á þessari mynd.

Aðrar skilgreiningar á eðalmálmum tiltaka einnig kopar (Cu) og kvikasilfur (Hg). Hægt er að finna báða málmana hreina í náttúrunni og þola þeir báðir sýrur vel. Kopar hvarfast við súrefni og önnur efni í andrúmsloftinu en myndar húð á yfirborðinu sem verndar málminn sem er undir. Við myndun þessarar húðar breytir koparinn úr ferskjulit í rauðbrúnan, bláleitan og grænan lit, eftir því hvaða efnahvörf eiga sér stað.

Heimildir og myndir:

...