Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er gull svo verðmætt?

HMS

Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fellur á kopar og það fellur á silfur, svo að við nefnum nokkra þá málma sem menn þekktu best í öndverðu.

Inngangur að neðanjarðargullnámu í Ástralíu.

Ástæður þess að fólk vill eignast gull eru annars margvíslegar. Fyrir það fyrsta þykir mörgum það fallegt og því er það notað í alls konar skrautmuni og skartgripi. Einnig getur fólki fundist það merki um hærri samfélagslega stöðu þess sem á gullið eða ber það.

Gull er líka nytsamlegt til margra hluta og er til að mynda notað í ýmis tæki, svo sem vélbúnað tölva. Gull hefur líka löngum verið notað í mynt og var algengt að gjaldmiðlar hvíldu á svokölluðum gullfæti, eins og lesa má um í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Gold. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Mynd:
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

4.10.2006

Spyrjandi

Rakel Hjartardóttir, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Af hverju er gull svo verðmætt?“ Vísindavefurinn, 4. október 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6242.

HMS. (2006, 4. október). Af hverju er gull svo verðmætt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6242

HMS. „Af hverju er gull svo verðmætt?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6242>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er gull svo verðmætt?
Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fellur á kopar og það fellur á silfur, svo að við nefnum nokkra þá málma sem menn þekktu best í öndverðu.

Inngangur að neðanjarðargullnámu í Ástralíu.

Ástæður þess að fólk vill eignast gull eru annars margvíslegar. Fyrir það fyrsta þykir mörgum það fallegt og því er það notað í alls konar skrautmuni og skartgripi. Einnig getur fólki fundist það merki um hærri samfélagslega stöðu þess sem á gullið eða ber það.

Gull er líka nytsamlegt til margra hluta og er til að mynda notað í ýmis tæki, svo sem vélbúnað tölva. Gull hefur líka löngum verið notað í mynt og var algengt að gjaldmiðlar hvíldu á svokölluðum gullfæti, eins og lesa má um í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Gold. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Mynd:
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....