Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er bræðslumark gulls?

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason

Bræðslumark gulls er við 1064,18 °C en við það hitastig er efnið ekki lengur á föstu formi og fer að bráðna. Suðumarkið er hins vegar við 2856 °C en þá er ómögulegt að hita efnið meira sem vökva og það breytist í gas. Sambærilegar upplýsingar um önnur frumefni er að finna á síðunni WebElements.

Gull hefur sætistöluna 79 í lotukerfinu og er táknað með stöfunum ‘Au’. Hreint gull er 24 karöt en sú eining er notuð til að mæla hreinleika gulls. Þegar skartgripir eru búnir til úr gulli er það blandað öðrum málmum, til dæmis kopar (Cu). Koparinn gefur gullinu rauðleitan blæ.

Lítið sem ekkert fyrir utan gullstangir er hægt að búa til úr hreinu gulli vegna þess að það er svo mjúkt. Skartgripir eru oftast úr 14 karata gulli. Gull leiðir hita og rafmagn vel og tærist ekki auðveldlega. Ekki fellur heldur á gull eins og marga aðra málma, svo sem silfur og kopar, en þá verða efnahvörf milli málmsins og efna í andrúmsloftinu, einkum súrefnis.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Grunnskólanum í Borgarnesi

nemandi í Grunnskólanum í Borgarnesi

Útgáfudagur

14.11.2003

Spyrjandi

Heiðar Sigurjónsson

Tilvísun

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason. „Hvert er bræðslumark gulls?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2003, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3861.

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason. (2003, 14. nóvember). Hvert er bræðslumark gulls? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3861

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason. „Hvert er bræðslumark gulls?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2003. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3861>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er bræðslumark gulls?
Bræðslumark gulls er við 1064,18 °C en við það hitastig er efnið ekki lengur á föstu formi og fer að bráðna. Suðumarkið er hins vegar við 2856 °C en þá er ómögulegt að hita efnið meira sem vökva og það breytist í gas. Sambærilegar upplýsingar um önnur frumefni er að finna á síðunni WebElements.

Gull hefur sætistöluna 79 í lotukerfinu og er táknað með stöfunum ‘Au’. Hreint gull er 24 karöt en sú eining er notuð til að mæla hreinleika gulls. Þegar skartgripir eru búnir til úr gulli er það blandað öðrum málmum, til dæmis kopar (Cu). Koparinn gefur gullinu rauðleitan blæ.

Lítið sem ekkert fyrir utan gullstangir er hægt að búa til úr hreinu gulli vegna þess að það er svo mjúkt. Skartgripir eru oftast úr 14 karata gulli. Gull leiðir hita og rafmagn vel og tærist ekki auðveldlega. Ekki fellur heldur á gull eins og marga aðra málma, svo sem silfur og kopar, en þá verða efnahvörf milli málmsins og efna í andrúmsloftinu, einkum súrefnis.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....