Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er hreint gull mörg karöt?

ÓPJ



Hreinleiki gulls er mældur í karötum og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Hreint gull er því 24 karöt, en algengt er að skartgripir séu búnir til úr gulli sem er í kringum 14 karöt. Gullblanda sem inniheldur 16 hluta gulls og 8 hluta af öðrum málmi, til dæmis kopar, er 16 karöt.

Þessi háttur á að mæla hreinleika gulls á rætur að rekja til miðalda. Á 11. öld var orðið mark notað yfir mælieiningu fyrir þyngd í Þýskalandi, einkum þegar vega þurfti gull og silfur. Orðið mark var síðar notað um myntina en orðið karat var notað sem þyngdareining; eitt mark vó 24 karöt.

Hreint gull er of mjúkt til smíða og því jafnan blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á gripi úr gulli. Hreinleiki málmsins var síðan gefinn upp sem sá hluti þyngdar hans sem var gull. 16 karata peningur var því búinn til úr 16 hlutum gulls á móti 8 hlutum af einhverjum öðrum málmi. Í dag er karat ekki þyngdareining heldur hlutfallseining um hreinleika gulls en mark er enn haft um gjaldmiðil Þýskalands sem kunnugt er.

Sjá einnig svör við spurningunum Hvað kostar gull? og

Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?

Heimild

Encyclopaedia Britannica



Mynd: HB

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

5.8.2001

Spyrjandi

Marteinn Sigurðsson, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

ÓPJ. „Hvað er hreint gull mörg karöt?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2001. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1825.

ÓPJ. (2001, 5. ágúst). Hvað er hreint gull mörg karöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1825

ÓPJ. „Hvað er hreint gull mörg karöt?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2001. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1825>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hreint gull mörg karöt?


Hreinleiki gulls er mældur í karötum og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Hreint gull er því 24 karöt, en algengt er að skartgripir séu búnir til úr gulli sem er í kringum 14 karöt. Gullblanda sem inniheldur 16 hluta gulls og 8 hluta af öðrum málmi, til dæmis kopar, er 16 karöt.

Þessi háttur á að mæla hreinleika gulls á rætur að rekja til miðalda. Á 11. öld var orðið mark notað yfir mælieiningu fyrir þyngd í Þýskalandi, einkum þegar vega þurfti gull og silfur. Orðið mark var síðar notað um myntina en orðið karat var notað sem þyngdareining; eitt mark vó 24 karöt.

Hreint gull er of mjúkt til smíða og því jafnan blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á gripi úr gulli. Hreinleiki málmsins var síðan gefinn upp sem sá hluti þyngdar hans sem var gull. 16 karata peningur var því búinn til úr 16 hlutum gulls á móti 8 hlutum af einhverjum öðrum málmi. Í dag er karat ekki þyngdareining heldur hlutfallseining um hreinleika gulls en mark er enn haft um gjaldmiðil Þýskalands sem kunnugt er.

Sjá einnig svör við spurningunum Hvað kostar gull? og

Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?

Heimild

Encyclopaedia Britannica



Mynd: HB...