Sólin Sólin Rís 03:18 • sest 23:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:31 • Sest 02:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 24:17 í Reykjavík

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?

Ólína Þorvarðardóttir

Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulaust svo öldum skipti suður í Evrópu og barst hingað til Íslands undir lok 16. aldar (sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvers vegna voru galdrabrennur hafðar hér í gamla daga?)

Galdragangur sá er varð norður á Ströndum, nánar til tekið í Árneshreppi, á árunum 1652-54 átti rót sína að rekja til þess að stúlka nokkur sem um tíma var í vist hjá Þórði Guðbrandssyni í Munaðarnesi veiktist þegar hún var tekin úr vist hjá honum en varð albata við það að komast til hans aftur. Þegar hún svo var tekin af heimilinu á nýjan leik veiktist hún aftur. Af þessu fór af stað orðrómur um að Þórður hefði valdið veikindum hennar með göldrum. Svo virðist sem nágrannar Þórðar, þeir Egill Bjarnason og Grímur Jónsson hafi dregist inn í þennan galdraróg. Egill átti að hafa drepið sauði með göldrum og játaði um síðir að „hafa gert samband við djöfulinn til slíkra erindagjörða, með ristingum, blóðvökvum og naglaskurði, og hvort tveggja gefið andskotanum til sáttmála af eigin líkama“ (Ólafur Davíðsson 1940-43, bls. 50).

Þegar orðrómur var kominn af stað um galdra varð hann ekki svo auðveldlega kveðinn niður aftur. Svo virðist sem einhvers konar sefasýki hafi gripið um sig í hreppnum því að Ballarárannáll segir svo frá að haustið 1652 hafi „oft á einum degi og mest í kirkjunni, þá predikað var“ komið „ókyrrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík“ sem virtist hlaupa ofan í kverkar á fólki „svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér ekkert mein“. Þeir sem aðallega urðu fyrir þessum ósköpum voru „þær kvenpersónur, sem óspilltar píkur voru“ (Annálar III, bls. 210).

Reykjarneshyrna, Trekyllisvík í baksýn.

Þessi ósköp héldu áfram næstu misserin og kemur fram í Fitjaannál að messa hafi naumlega verið framin í kirkjunni fyrir hljóðum kvenna „mási, froðufalli og ofboði, svo oft voru út úr kirkjunni útbornar 4,5,10,12 og fleiri á einum helgum degi“ (Annálar II, 174).

Þeir þremenningar áttu það undir sveitungum sínum hvort þeir yrði teknir til rannsökunar sem galdramenn, því þá var til siðs að nágrannarnir væru látnir sverja sekt eða sýknu manna. Er skemmst frá því að segja að þeir náðu ekki fram sýknueiði og voru því allir dæmdir til þess að brennast á báli. Dómurinn var upp lesinn á alþingi sumarið 1655 og töldu „bæði lögmenn og aðrir guðhræddir menn, utan lögréttu og innan“ að þeir dómar „væru eftir lögum kristilega ályktaðir“ (Alþb. VI, bls. 3629). Ballarárannáll segir að eftir brennu þeirra þremenninga hafi orðið hlé „á harmkvælum fólksins fram að jólum“ en þá skall „plágan“ yfir aftur „og öllu meiri en fyrr“ (Annálar III, 212). Það er þessi galdrabrenna, og þeir atburðir sem hleyptu henni af stað, sem vafalítið hefur komið hinu margumtalaða galdraorði á þá Strandamenn.

Dóttir Þórðar Guðbrandssonar sem þarna var brenndur, Margrét Þórðardóttir, fékk á sig galdraorð og slapp naumlega undan réttvísinni þrem árum síðar. Hún var jafnan nefnd Galdra-Manga og er þekktust af þjóðsögum sem um hana gengu. Sagan segir að hún hafi um síðir verið dæm frið- og líflaus, „belgur dreginn á höfuð henni og hún flutt inn eftir Snæfjallaströnd og kæfð undir fossinum í Innri-Skarðsá“ (JÁ I, bls. 520). Svo illa fór þó ekki fyrir Möngu í raun og veru því hana er að finna í Manntalinu 1703, þar sem hún er búsett hjá syni sínum á Lónseyri á Snæfjallaströnd (Manntal á Íslandi, bls. 227).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

 • Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.
 • Annálar 1499-1800 I-VII. Reykjavík 1922-98.
 • Jón Árnason 1954-61 (safnaði): Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri I-VI. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðustu útgáfuna. Reykjavík.
 • Manntal á Íslandi árið 1703 tekið að tilhlutan Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Reykjavík 1924-47.
 • Ólafur Davíðsson 1940-43: Galdur og galdramál á Íslandi. Reykjavík.
 • Ólína Þorvarðardóttir 2000: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Dr. Phil. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði

Útgáfudagur

18.6.2004

Spyrjandi

Lilja Gísladóttir

Tilvísun

Ólína Þorvarðardóttir. „Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2004. Sótt 3. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4357.

Ólína Þorvarðardóttir. (2004, 18. júní). Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4357

Ólína Þorvarðardóttir. „Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2004. Vefsíða. 3. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4357>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?
Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulaust svo öldum skipti suður í Evrópu og barst hingað til Íslands undir lok 16. aldar (sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvers vegna voru galdrabrennur hafðar hér í gamla daga?)

Galdragangur sá er varð norður á Ströndum, nánar til tekið í Árneshreppi, á árunum 1652-54 átti rót sína að rekja til þess að stúlka nokkur sem um tíma var í vist hjá Þórði Guðbrandssyni í Munaðarnesi veiktist þegar hún var tekin úr vist hjá honum en varð albata við það að komast til hans aftur. Þegar hún svo var tekin af heimilinu á nýjan leik veiktist hún aftur. Af þessu fór af stað orðrómur um að Þórður hefði valdið veikindum hennar með göldrum. Svo virðist sem nágrannar Þórðar, þeir Egill Bjarnason og Grímur Jónsson hafi dregist inn í þennan galdraróg. Egill átti að hafa drepið sauði með göldrum og játaði um síðir að „hafa gert samband við djöfulinn til slíkra erindagjörða, með ristingum, blóðvökvum og naglaskurði, og hvort tveggja gefið andskotanum til sáttmála af eigin líkama“ (Ólafur Davíðsson 1940-43, bls. 50).

Þegar orðrómur var kominn af stað um galdra varð hann ekki svo auðveldlega kveðinn niður aftur. Svo virðist sem einhvers konar sefasýki hafi gripið um sig í hreppnum því að Ballarárannáll segir svo frá að haustið 1652 hafi „oft á einum degi og mest í kirkjunni, þá predikað var“ komið „ókyrrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík“ sem virtist hlaupa ofan í kverkar á fólki „svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér ekkert mein“. Þeir sem aðallega urðu fyrir þessum ósköpum voru „þær kvenpersónur, sem óspilltar píkur voru“ (Annálar III, bls. 210).

Reykjarneshyrna, Trekyllisvík í baksýn.

Þessi ósköp héldu áfram næstu misserin og kemur fram í Fitjaannál að messa hafi naumlega verið framin í kirkjunni fyrir hljóðum kvenna „mási, froðufalli og ofboði, svo oft voru út úr kirkjunni útbornar 4,5,10,12 og fleiri á einum helgum degi“ (Annálar II, 174).

Þeir þremenningar áttu það undir sveitungum sínum hvort þeir yrði teknir til rannsökunar sem galdramenn, því þá var til siðs að nágrannarnir væru látnir sverja sekt eða sýknu manna. Er skemmst frá því að segja að þeir náðu ekki fram sýknueiði og voru því allir dæmdir til þess að brennast á báli. Dómurinn var upp lesinn á alþingi sumarið 1655 og töldu „bæði lögmenn og aðrir guðhræddir menn, utan lögréttu og innan“ að þeir dómar „væru eftir lögum kristilega ályktaðir“ (Alþb. VI, bls. 3629). Ballarárannáll segir að eftir brennu þeirra þremenninga hafi orðið hlé „á harmkvælum fólksins fram að jólum“ en þá skall „plágan“ yfir aftur „og öllu meiri en fyrr“ (Annálar III, 212). Það er þessi galdrabrenna, og þeir atburðir sem hleyptu henni af stað, sem vafalítið hefur komið hinu margumtalaða galdraorði á þá Strandamenn.

Dóttir Þórðar Guðbrandssonar sem þarna var brenndur, Margrét Þórðardóttir, fékk á sig galdraorð og slapp naumlega undan réttvísinni þrem árum síðar. Hún var jafnan nefnd Galdra-Manga og er þekktust af þjóðsögum sem um hana gengu. Sagan segir að hún hafi um síðir verið dæm frið- og líflaus, „belgur dreginn á höfuð henni og hún flutt inn eftir Snæfjallaströnd og kæfð undir fossinum í Innri-Skarðsá“ (JÁ I, bls. 520). Svo illa fór þó ekki fyrir Möngu í raun og veru því hana er að finna í Manntalinu 1703, þar sem hún er búsett hjá syni sínum á Lónseyri á Snæfjallaströnd (Manntal á Íslandi, bls. 227).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

 • Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.
 • Annálar 1499-1800 I-VII. Reykjavík 1922-98.
 • Jón Árnason 1954-61 (safnaði): Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri I-VI. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðustu útgáfuna. Reykjavík.
 • Manntal á Íslandi árið 1703 tekið að tilhlutan Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Reykjavík 1924-47.
 • Ólafur Davíðsson 1940-43: Galdur og galdramál á Íslandi. Reykjavík.
 • Ólína Þorvarðardóttir 2000: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.

Mynd:...