Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra?

JGÞ

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Sæl, varðandi eftirlitsmyndavél sem nágranni minn setti upp og mér sýnist beint m.a. að garðinum og húsinu mínu. Þannig háttar að hans hús er mun ofar en mitt og upplifi ég óþægindi. Hvað get ég gert til að þetta sé athugað?

Á vef Persónuverndar er sérstök upplýsingasíða um eftirlitsmyndavélar þar sem fjölmörgum spurningum um notkun slíkra tækja er svarað.

Þar kemur meðal annars fram að einstaklingar mega nýta eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með eigin lóðum og húseignum. Þeir þurfa þó að passa að sjónsvið vélanna beinist ekki að lóðum annarra, sameignum eða svæðum sem tilheyra almannarými.

Einstaklingar mega nýta eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með eigin lóðum og húseignum. Þeir þurfa þó að passa að sjónsvið vélanna beinist ekki að lóðum annarra, sameignum eða svæðum sem tilheyra almannarými.

Einfaldast fyrir þá sem telja að eftirlitsmyndavélar annarra beinist að sínum lóðum eða húsum, er að láta eigendur vélanna vita af því. Vel getur verið að eigendur vélanna viti ekki hvaða lög og reglur gilda um notkun eftirlitsmyndavéla og þá er hægur vandi að benda þeim á upplýsingasíðu Persónuverndar.

Annað úrræði er að senda inn rökstudda kvörtun til Persónuverndar á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast hér. Afgreiðslutími kvartana er hins vegar nokkuð langur eða allt að 18 mánuðir.

Við bendum lesendum sem vilja fræðast meira um notkun eftirlitsmyndavéla á greinargóða upplýsingasíðu Persónuverndar um málið.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.5.2024

Spyrjandi

Svanborg S. Magnúsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2024. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85998.

JGÞ. (2024, 23. maí). Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85998

JGÞ. „Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2024. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85998>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra?
Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Sæl, varðandi eftirlitsmyndavél sem nágranni minn setti upp og mér sýnist beint m.a. að garðinum og húsinu mínu. Þannig háttar að hans hús er mun ofar en mitt og upplifi ég óþægindi. Hvað get ég gert til að þetta sé athugað?

Á vef Persónuverndar er sérstök upplýsingasíða um eftirlitsmyndavélar þar sem fjölmörgum spurningum um notkun slíkra tækja er svarað.

Þar kemur meðal annars fram að einstaklingar mega nýta eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með eigin lóðum og húseignum. Þeir þurfa þó að passa að sjónsvið vélanna beinist ekki að lóðum annarra, sameignum eða svæðum sem tilheyra almannarými.

Einstaklingar mega nýta eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með eigin lóðum og húseignum. Þeir þurfa þó að passa að sjónsvið vélanna beinist ekki að lóðum annarra, sameignum eða svæðum sem tilheyra almannarými.

Einfaldast fyrir þá sem telja að eftirlitsmyndavélar annarra beinist að sínum lóðum eða húsum, er að láta eigendur vélanna vita af því. Vel getur verið að eigendur vélanna viti ekki hvaða lög og reglur gilda um notkun eftirlitsmyndavéla og þá er hægur vandi að benda þeim á upplýsingasíðu Persónuverndar.

Annað úrræði er að senda inn rökstudda kvörtun til Persónuverndar á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast hér. Afgreiðslutími kvartana er hins vegar nokkuð langur eða allt að 18 mánuðir.

Við bendum lesendum sem vilja fræðast meira um notkun eftirlitsmyndavéla á greinargóða upplýsingasíðu Persónuverndar um málið.

Mynd:

...