Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Í heild sinni var spurningin svona:

Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi?

Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða slíku. Almennt er heimilt að taka myndir af dauðum hlutum sé það ekki sérstaklega bannað eða í því felist árás á eignarrétt eða friðhelgi annarra. Víða erlendis tíðkast að myndataka er alfarið bönnuð á ákveðnum stöðum, svo sem á söfnum og í verslunum.

Hér stangast á tvenn stjórnarskrárbundin réttindi; rétturinn til að tjá sig og rétturinn til friðhelgi einkalífs. Það er alltaf áhætta að vega að mannréttindum og því er það erfitt og viðkvæmt mál þegar tvenns konar mannréttindi skarast á þennan hátt.

Vissulega líta fæstir á það sem árás á friðhelgi einkalífsins þótt tekin sé mynd af þeim að versla mjólk eða kjöthakk í Hagkaupum en vel má ímynda sér tilvik þar sem menn vilja ekki að aðrir forvitnist um ferðir þeirra. Engin lög eða reglur eru til sem beinlínis fjalla um ljósmyndun á almannafæri. Um upptökur úr öryggismyndavélum gilda hins vegar reglur laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Myndir úr öryggismyndavélum má almennt ekki gera opinberar.Verslað í stórmarkaði.

Það skiptir talsverðu máli um hvers kyns myndir er að ræða og í hvaða tilgangi þær eru teknar. Eru hagsmunir ljósmyndarans við tjáningu sína mikilvægari en réttur vegfarandans til að vera í friði? Þetta er í raun nokkuð matskennt og endalaust hægt að deila um það. Nánar er fjallað um þetta álitaefni í öðru svari hér á vefnum: Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið? eftir Sigurð Guðmundsson. Umfjöllun hans er allítarleg og hér verður því ekki frekar fjallað um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar sem slík heldur eingöngu hvernig þau horfa við ljósmyndun á almannafæri.

Réttindi ljósmyndara þarf, eins og áður sagði, að meta í hverju tilviki.

Það er augljóst að ekki er hægt að skýla sér bak við tjáningarfrelsið ef maður beinir sjónauka og aðdráttarlinsu að parinu í næsta húsi! Þá er enda ekki um "almannafæri" að ræða heldur árás á friðhelgi heimilisins. Jafnaugljóst er að varla er hægt að líta á það sem árás á einkalíf ef það kviknar í Kringlunni og fréttaljósmyndari mætir á staðinn til að taka myndir af fólki sem streymir út úr brennandi byggingunni.

Markatilvikin eru hins vegar mörg.

Sé um auglýsingamynd að ræða væri eðlilegt að fara fram á samþykki "fyrirsætunnar" og ætti hún jafnan rétt á greiðslu fyrir.

Almennt ætti þó að vera heimilt að taka myndir í verslunarkjörnum og öðrum fjölförnum stöðum sé ekki beinlínis um áreiti að ræða. Myndataka á fjölförnum stöðum er oft nauðsynleg og getur þá verið óhjákvæmilegt að einstaklingar, sem ekki eru beint aðalefni myndarinnar eða vita jafnvel ekki af töku hennar, komi fram á henni. Sérstaklega getur þetta átt við um fréttamyndir, sé verið að fjalla um ýmsa viðburði, til dæmis tónleika, útihátíðir, listasýningar eða þess háttar, verður varla hjá því komist að ýmsir "óbreyttir borgarar" komi fram á slíkum myndum án þess að fá neitt fyrir og án þess að í því felist árás á einkalíf þeirra. Eðlilegt er að heimilt sé að taka "yfirlitsmynd" í Kringlunni án þess að hirt sé um hverjir birtast á henni. Hins vegar er óeðlilegt að ljósmyndari fái að elta manneskju um alla Kringluna og fylgjast með öllum hennar gerðum þar. "Fyrirsætan" getur líka alltaf bannað myndatökuna og ber ljósmyndaranum þá að hlíta því.

Einnig skiptir máli hvar og hvernig myndirnar eru birtar. Ef þær eru til dæmis birtar opinberlega og með niðrandi texta getur verið um ærumeiðingar að ræða samkvæmt 25. kafla almennra hegningarlaga en slíkt athæfi er refsivert.

Við þessari spurningu er því ekkert einhlítt svar heldur þarf að skoða hvert tilvik og hafa þá í huga hin ýmsu lagaákvæði auk mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.2.2006

Spyrjandi

Ívar Kristleifsson

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2006. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5649.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 17. febrúar). Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5649

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2006. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5649>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?
Í heild sinni var spurningin svona:

Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi?

Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða slíku. Almennt er heimilt að taka myndir af dauðum hlutum sé það ekki sérstaklega bannað eða í því felist árás á eignarrétt eða friðhelgi annarra. Víða erlendis tíðkast að myndataka er alfarið bönnuð á ákveðnum stöðum, svo sem á söfnum og í verslunum.

Hér stangast á tvenn stjórnarskrárbundin réttindi; rétturinn til að tjá sig og rétturinn til friðhelgi einkalífs. Það er alltaf áhætta að vega að mannréttindum og því er það erfitt og viðkvæmt mál þegar tvenns konar mannréttindi skarast á þennan hátt.

Vissulega líta fæstir á það sem árás á friðhelgi einkalífsins þótt tekin sé mynd af þeim að versla mjólk eða kjöthakk í Hagkaupum en vel má ímynda sér tilvik þar sem menn vilja ekki að aðrir forvitnist um ferðir þeirra. Engin lög eða reglur eru til sem beinlínis fjalla um ljósmyndun á almannafæri. Um upptökur úr öryggismyndavélum gilda hins vegar reglur laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Myndir úr öryggismyndavélum má almennt ekki gera opinberar.Verslað í stórmarkaði.

Það skiptir talsverðu máli um hvers kyns myndir er að ræða og í hvaða tilgangi þær eru teknar. Eru hagsmunir ljósmyndarans við tjáningu sína mikilvægari en réttur vegfarandans til að vera í friði? Þetta er í raun nokkuð matskennt og endalaust hægt að deila um það. Nánar er fjallað um þetta álitaefni í öðru svari hér á vefnum: Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið? eftir Sigurð Guðmundsson. Umfjöllun hans er allítarleg og hér verður því ekki frekar fjallað um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar sem slík heldur eingöngu hvernig þau horfa við ljósmyndun á almannafæri.

Réttindi ljósmyndara þarf, eins og áður sagði, að meta í hverju tilviki.

Það er augljóst að ekki er hægt að skýla sér bak við tjáningarfrelsið ef maður beinir sjónauka og aðdráttarlinsu að parinu í næsta húsi! Þá er enda ekki um "almannafæri" að ræða heldur árás á friðhelgi heimilisins. Jafnaugljóst er að varla er hægt að líta á það sem árás á einkalíf ef það kviknar í Kringlunni og fréttaljósmyndari mætir á staðinn til að taka myndir af fólki sem streymir út úr brennandi byggingunni.

Markatilvikin eru hins vegar mörg.

Sé um auglýsingamynd að ræða væri eðlilegt að fara fram á samþykki "fyrirsætunnar" og ætti hún jafnan rétt á greiðslu fyrir.

Almennt ætti þó að vera heimilt að taka myndir í verslunarkjörnum og öðrum fjölförnum stöðum sé ekki beinlínis um áreiti að ræða. Myndataka á fjölförnum stöðum er oft nauðsynleg og getur þá verið óhjákvæmilegt að einstaklingar, sem ekki eru beint aðalefni myndarinnar eða vita jafnvel ekki af töku hennar, komi fram á henni. Sérstaklega getur þetta átt við um fréttamyndir, sé verið að fjalla um ýmsa viðburði, til dæmis tónleika, útihátíðir, listasýningar eða þess háttar, verður varla hjá því komist að ýmsir "óbreyttir borgarar" komi fram á slíkum myndum án þess að fá neitt fyrir og án þess að í því felist árás á einkalíf þeirra. Eðlilegt er að heimilt sé að taka "yfirlitsmynd" í Kringlunni án þess að hirt sé um hverjir birtast á henni. Hins vegar er óeðlilegt að ljósmyndari fái að elta manneskju um alla Kringluna og fylgjast með öllum hennar gerðum þar. "Fyrirsætan" getur líka alltaf bannað myndatökuna og ber ljósmyndaranum þá að hlíta því.

Einnig skiptir máli hvar og hvernig myndirnar eru birtar. Ef þær eru til dæmis birtar opinberlega og með niðrandi texta getur verið um ærumeiðingar að ræða samkvæmt 25. kafla almennra hegningarlaga en slíkt athæfi er refsivert.

Við þessari spurningu er því ekkert einhlítt svar heldur þarf að skoða hvert tilvik og hafa þá í huga hin ýmsu lagaákvæði auk mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.

Heimildir: