Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?

Sigurður Guðmundsson

Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt var lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994.

Réttur manna til einkalífs er varinn í 71. gr. stjórnarskrá, sbr. 9. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
Það eru aðallega 1. og 3. mgr. ákvæðisins sem ber að hafa í huga hér. Í 1. mgr. er tekið fram að menn eiga rétt á því lifa einkalífi sínu í friði. Hér er sú skylda lögð bæði á ríki og einkaaðila að virða einkalíf manna. Í 3. mgr. er tekið fram að takmarka megi þennan rétt með lögum ef “brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra”. Þau réttindi sem undir þetta gætu fallið eru meðal annars tjáningarfrelsi annarra.

Í greinargerð með frumvarpi, sem síðar varð að lögum nr. 97/1995, er hugtakið “friðhelgi einkalífs” skilgreint með þessum hætti:
Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manna til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd njóti verndar samkvæmt ákvæðinu.
Eins og sjá má er hugtakið síst af öllu skýrt þröngt. Hvorki í ákvæðinu sjálfu né skýringum með því má greina að atvik sem gerist á almannafæri falli ekki undir ákvæðið. Því er ljóst að atvik sem gerast á veitinga- eða skemmtistað geta notið þeirrar verndar sem ákvæðinu er ætlað að veita.

Réttur manna til að tjá hugsanir sínar er ekki síður mikilvægur en rétturinn til einkalífs. Um tjáningarfrelsið segir í 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríksisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Í 1. mgr. kemur fram réttur manna til skoðanafrelsis. Í fyrri málslið 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um rétt manna til tjáningarfrelsis. Í síðari málslið 2. mgr. kemur fram að ritskoðun megi ekki í lög leiða. Hins vegar koma fram heimildir til þess að takmarka tjáningarfrelsi manna í 3. mgr. og skal það gert með lögum og á grundvelli þeirra atriða, sem koma fram í málsgreininni. Málsgreininni svipar til 3. mgr. 71. gr., sem áður var nefnd enda er hér um að ræða heimildir til að takmarka þá vernd, sem veitt er í sama lagaákvæði.

Prentfrelsi, það er réttur manna til að tjá hugsanir sínar á prenti, er hluti tjáningarfrelsisins og nýtur því verndar 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrár. Birting mynda á netinu nýtur einnig sömu verndar enda er hvers konar tjáning vernduð af ákvæðinu samkvæmt skýringum í greinargerð.

Af þessari stuttu yfirferð má vera ljóst að réttindi beggja eru vernduð að einhverju marki – bæði réttur þess sem sækir veitinga- eða skemmtistaði og vill vera látinn í friði, og réttur þess sem tekur myndir af fólki á veitinga- og skemmtistöðum og birtir þær á netinu.

Það má því segja að þessi réttindi mætist, ef svo má að orði komast. Það er hins vegar óhugsandi að segja til um hvar þeirri vernd, sem 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um, lýkur og sú vernd, sem kemur fram í 2. mgr. 73. gr., tekur við. Við þessu tiltekna álitaefni er ekki eitt öruggt svar.

Niðurstaða málsins mundi líklegast ráðast af efni myndarinnar og aðstæðum að öðru leyti. Sem dæmi má taka að sé um þekkta persónu að ræða nýtur hún minni verndar en aðrir fyrir ágangi fjölmiðla. Einnig má gera því skóna að sé birting myndarinnar í viðskiptalegum tilgangi, svo sem til að kynna vöru eða þjónustu, þurfi sá sem myndin er af ekki að sitja undir þeirri myndbirtingu, að minnsta kosti ekki án endurgjalds. Hæstiréttur hefur stutt síðara sjónarmiðið í að minnsta kosti einum dómi. Þetta tiltekna álitaefni gæti því ráðist af hversu “viðskiptaleg” myndbirtingin er og gæti það mat reynst örðugt, enda fyrirfinnst varla sá fjölmiðill sem ekki birtir auglýsingar.

Almenn lög taka einnig á þessu viðfangsefni. Sem dæmi má taka XXV. kafla hegningarlaga nr. 19/1940 en sá kafli ber nafnið “Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs”. Sú grein kaflans sem er líklegust til að eiga við hér er 229. gr. en hún hljómar svo eftir að henni var breytt með lögum nr. 82/1998:
Hver sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.
Samkvæmt ákvæðinu er ekki bara ólögmætt að bera einkamálefni annars á torg að ástæðulausu heldur er það einnig refsivert.Hægt er að lesa meira um friðhelgi einkalífs á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:


Heimildir og myndir:

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

26.9.2003

Spyrjandi

Kristín Birkisdóttir

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið? “ Vísindavefurinn, 26. september 2003. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3759.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 26. september). Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3759

Sigurður Guðmundsson. „Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið? “ Vísindavefurinn. 26. sep. 2003. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3759>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?
Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt var lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994.

Réttur manna til einkalífs er varinn í 71. gr. stjórnarskrá, sbr. 9. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
Það eru aðallega 1. og 3. mgr. ákvæðisins sem ber að hafa í huga hér. Í 1. mgr. er tekið fram að menn eiga rétt á því lifa einkalífi sínu í friði. Hér er sú skylda lögð bæði á ríki og einkaaðila að virða einkalíf manna. Í 3. mgr. er tekið fram að takmarka megi þennan rétt með lögum ef “brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra”. Þau réttindi sem undir þetta gætu fallið eru meðal annars tjáningarfrelsi annarra.

Í greinargerð með frumvarpi, sem síðar varð að lögum nr. 97/1995, er hugtakið “friðhelgi einkalífs” skilgreint með þessum hætti:
Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manna til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd njóti verndar samkvæmt ákvæðinu.
Eins og sjá má er hugtakið síst af öllu skýrt þröngt. Hvorki í ákvæðinu sjálfu né skýringum með því má greina að atvik sem gerist á almannafæri falli ekki undir ákvæðið. Því er ljóst að atvik sem gerast á veitinga- eða skemmtistað geta notið þeirrar verndar sem ákvæðinu er ætlað að veita.

Réttur manna til að tjá hugsanir sínar er ekki síður mikilvægur en rétturinn til einkalífs. Um tjáningarfrelsið segir í 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríksisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Í 1. mgr. kemur fram réttur manna til skoðanafrelsis. Í fyrri málslið 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um rétt manna til tjáningarfrelsis. Í síðari málslið 2. mgr. kemur fram að ritskoðun megi ekki í lög leiða. Hins vegar koma fram heimildir til þess að takmarka tjáningarfrelsi manna í 3. mgr. og skal það gert með lögum og á grundvelli þeirra atriða, sem koma fram í málsgreininni. Málsgreininni svipar til 3. mgr. 71. gr., sem áður var nefnd enda er hér um að ræða heimildir til að takmarka þá vernd, sem veitt er í sama lagaákvæði.

Prentfrelsi, það er réttur manna til að tjá hugsanir sínar á prenti, er hluti tjáningarfrelsisins og nýtur því verndar 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrár. Birting mynda á netinu nýtur einnig sömu verndar enda er hvers konar tjáning vernduð af ákvæðinu samkvæmt skýringum í greinargerð.

Af þessari stuttu yfirferð má vera ljóst að réttindi beggja eru vernduð að einhverju marki – bæði réttur þess sem sækir veitinga- eða skemmtistaði og vill vera látinn í friði, og réttur þess sem tekur myndir af fólki á veitinga- og skemmtistöðum og birtir þær á netinu.

Það má því segja að þessi réttindi mætist, ef svo má að orði komast. Það er hins vegar óhugsandi að segja til um hvar þeirri vernd, sem 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um, lýkur og sú vernd, sem kemur fram í 2. mgr. 73. gr., tekur við. Við þessu tiltekna álitaefni er ekki eitt öruggt svar.

Niðurstaða málsins mundi líklegast ráðast af efni myndarinnar og aðstæðum að öðru leyti. Sem dæmi má taka að sé um þekkta persónu að ræða nýtur hún minni verndar en aðrir fyrir ágangi fjölmiðla. Einnig má gera því skóna að sé birting myndarinnar í viðskiptalegum tilgangi, svo sem til að kynna vöru eða þjónustu, þurfi sá sem myndin er af ekki að sitja undir þeirri myndbirtingu, að minnsta kosti ekki án endurgjalds. Hæstiréttur hefur stutt síðara sjónarmiðið í að minnsta kosti einum dómi. Þetta tiltekna álitaefni gæti því ráðist af hversu “viðskiptaleg” myndbirtingin er og gæti það mat reynst örðugt, enda fyrirfinnst varla sá fjölmiðill sem ekki birtir auglýsingar.

Almenn lög taka einnig á þessu viðfangsefni. Sem dæmi má taka XXV. kafla hegningarlaga nr. 19/1940 en sá kafli ber nafnið “Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs”. Sú grein kaflans sem er líklegust til að eiga við hér er 229. gr. en hún hljómar svo eftir að henni var breytt með lögum nr. 82/1998:
Hver sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.
Samkvæmt ákvæðinu er ekki bara ólögmætt að bera einkamálefni annars á torg að ástæðulausu heldur er það einnig refsivert.Hægt er að lesa meira um friðhelgi einkalífs á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:


Heimildir og myndir:

...