Stutta svarið
Nei.Lengra svar
Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á sér kræla fyrr en 1992. Þá jókst skjálftavirknin og því fylgdu þrjú kvikuinnskot, 1994, 1999, og 2009. Fjallið bólgnaði mikið fyrstu mánuði 2010, sem endaði í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Þegar því lauk fann kvikan leið að kvikuhólfi undir toppi fjallsins og sprengdi það upp.Langa svarið
Þótt Eyjafjallajökull og Katla séu næstu nágrannar þá eru þessi eldfjöll gerólík í hegðun sinni og gerð. Goshegðun þeirra er ólík, og virkni í þeim frá degi til dags er ólík. Þetta er í rauninni skrýtið því báðar eldstöðvarnar eru taldar tengjast framsækni eystra gosbeltisins og breytingum á flekaskilunum sem liggja í gegnum landið. Eystra gosbeltið lengist til suðvesturs og virku eldstöðvarnar þar, það er Katla, Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Vestmannaeyjar, liggja því ofan á eldri jarðskorpu og eiga sér sameiginlegan uppruna. Þær eru þó allar merkilega ólíkar. Ef til vill eru þær á mismunandi þroskaskeiði.
Þótt Eyjafjallajökull og Katla séu næstu nágrannar þá eru þessi eldfjöll gerólík í hegðun sinni og gerð. Goshegðun þeirra er ólík, og virkni í þeim frá degi til dags er ólík. Myndin sýnir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010.
- Mynd af gosi í Eyjafjallajökli: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 16.02.2017).
- Skýringarmynd er úr eftirfarandi grein: Páll Einarsson and Ásta Rut Hjartardóttir. 2015. Structure and tectonic position of the Eyjafjallajökull volcano, S-Iceland. Jökull, 65, 1-16.).
Er hægt að sjá eitthvað líkt með hegðun Kötlu núna og hegðun Eyjafjallajökuls fyrir eldgosið 2010?